„Þeir reyndu að gera lítið úr mér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2024 22:31 Vinicius Junior sést hér með verðlaun sín frá FIFA en fyrir aftan má sjá Gianni Infantino, forseta FIFA með Carlo Ancelotti, þjálfara Real Madrid. Nú bætti allt Real fólkið á hófið. Getty/Christopher Pike Vinícius Júnior lét gagnrýnendur sína heyra það eftir að hann fékk verðlaunin sem besti fótboltamaður ársins hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu. „Veni, vidi, vici,“ byrjaði kappinn færslu sína eftir að verðlaunin voru orðin hans en á íslensku er það „ég kom, ég sá, ég sigraði“ Vinícius hélt samt áfram að leika hlutverk sitt sem fórnarlamb og sakaði þá, sem kusu hann ekki í kosningu um Gullknöttinn, um að reyna að lítillækka sig. Hann skrópaði eins og flestir vita á verðlaunahátíð Ballon d'Or þegar hann vissi að hann væri ekki að fara að vinna. Vinícius átti vissulega frábært ár með Real Madrid en aftur á móti skelfilegt ár með brasilíska landsliðinu. Hann var frábær þegar Real Madrid vann Meistaradeildina og sýndi í mörgum leikjum hversu stórkostlegur leikmaður hann er á deginum sínum. Rodri fékk Gullknöttinn en hann varð Evrópumeistari með spænska landsliðinu og varð Englandsmeistari með Manchester City. Í kosningu FIFA fékk Vinícius 48 stig á móti 43 stigum frá Rodri. Jude Bellingham varð síðan þriðji með 37 stig. „Í dag skrifa ég til barnsins sem í gegnum tíðina hefur séð svo mörg átrúnaðargoð sín lyfta þessum bikar. Tími þess er runninn upp eða miklu frekar tími minn er runninn upp. Það er tími til að segja að, já, ég er besti leikmaður heims og ég hef haft mikið fyrir því að ná þangað,“ skrifaði Vinícius Júnior á samfélagsmiðla sína. „Þeir reyndu að gera lítið úr mér og lítillækka mig. Draga úr afrekum mínum. Enginn getur sagt við mig hvað ég á eða á ekki að berjast fyrir eða hvernig ég á að haga mér. Þegar ég var hjá São Gonçalo þá var kerfinu skítsama um mig og var nálægt því að gleypa mig,“ skrifaði Vinícius. „Ég vann þessi verðlaun fyrir mig og fyrir fjölskyldu mína. Ég hef fengið mikinn stuðning á leiðinni, frá Flamengo, Real Madrid og brasilíska landsliðinu. Frá hundruðum liðsfélaga í gegnum árin. Fólk sem hjálpar mér á hverjum degi og þau sem dást að mér... besta leikmanni heims,“ skrifaði Vinícius. View this post on Instagram A post shared by Vinicius Jr. ⚡️🇧🇷 (@vinijr) Spænski boltinn FIFA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Fleiri fréttir Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar West Ham - Newcastle | Hamrarnir berjast við botninn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Sjá meira
„Veni, vidi, vici,“ byrjaði kappinn færslu sína eftir að verðlaunin voru orðin hans en á íslensku er það „ég kom, ég sá, ég sigraði“ Vinícius hélt samt áfram að leika hlutverk sitt sem fórnarlamb og sakaði þá, sem kusu hann ekki í kosningu um Gullknöttinn, um að reyna að lítillækka sig. Hann skrópaði eins og flestir vita á verðlaunahátíð Ballon d'Or þegar hann vissi að hann væri ekki að fara að vinna. Vinícius átti vissulega frábært ár með Real Madrid en aftur á móti skelfilegt ár með brasilíska landsliðinu. Hann var frábær þegar Real Madrid vann Meistaradeildina og sýndi í mörgum leikjum hversu stórkostlegur leikmaður hann er á deginum sínum. Rodri fékk Gullknöttinn en hann varð Evrópumeistari með spænska landsliðinu og varð Englandsmeistari með Manchester City. Í kosningu FIFA fékk Vinícius 48 stig á móti 43 stigum frá Rodri. Jude Bellingham varð síðan þriðji með 37 stig. „Í dag skrifa ég til barnsins sem í gegnum tíðina hefur séð svo mörg átrúnaðargoð sín lyfta þessum bikar. Tími þess er runninn upp eða miklu frekar tími minn er runninn upp. Það er tími til að segja að, já, ég er besti leikmaður heims og ég hef haft mikið fyrir því að ná þangað,“ skrifaði Vinícius Júnior á samfélagsmiðla sína. „Þeir reyndu að gera lítið úr mér og lítillækka mig. Draga úr afrekum mínum. Enginn getur sagt við mig hvað ég á eða á ekki að berjast fyrir eða hvernig ég á að haga mér. Þegar ég var hjá São Gonçalo þá var kerfinu skítsama um mig og var nálægt því að gleypa mig,“ skrifaði Vinícius. „Ég vann þessi verðlaun fyrir mig og fyrir fjölskyldu mína. Ég hef fengið mikinn stuðning á leiðinni, frá Flamengo, Real Madrid og brasilíska landsliðinu. Frá hundruðum liðsfélaga í gegnum árin. Fólk sem hjálpar mér á hverjum degi og þau sem dást að mér... besta leikmanni heims,“ skrifaði Vinícius. View this post on Instagram A post shared by Vinicius Jr. ⚡️🇧🇷 (@vinijr)
Spænski boltinn FIFA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Fleiri fréttir Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar West Ham - Newcastle | Hamrarnir berjast við botninn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Sjá meira