Musk og Trump valda uppnámi í Washington Samúel Karl Ólason skrifar 19. desember 2024 14:54 Elon Musk og Donald Trump, tveir áhrifamestu menn Bandaríkjanna um þessar mundir. AP/Alex Brandon Donald Trump, sem tekur við embætti forseta Bandaríkjanna eftir rúman mánuð, gekk að öllum líkindum frá nýju fjárlagafrumvarpi til skamms tíma sem byggði á samkomulagi milli Repúblikana og Demókrata á Bandaríkjaþingi. Í leiðinni gróf hann verulega undan Mike Johnson, forseta fulltrúadeildarinnar, og það gerði hann að undirlagi auðjöfursins Elons Musk. Johnson og aðrir leiðtogar Repúblikanaflokksins opinberuðu í vikunni frumvarp sem tryggja átti rekstur ríkisins þangað til í mars. Frumvarpið var mjög umfangsmikið og innihélt mikil fjárútlát á ýmsum sviðum. Það byggði á samkomulagi við Demókrata á þingi, sem eru enn með meirihluta í öldungadeildinni og verður frumvarpið því ekki samþykkt án aðkomu þeirra. Verði nýtt fjárlagafrumvarp ekki samþykkt þarf að stöðva rekstur alríkisins á morgun, föstudag. Eftir að frumvarpið var opinberað birti Musk gífurlegan fjölda færsla á X, samfélagsmiðli í hans eigu, þar sem hann kvartaði yfir frumvarpinu og hótaði hann meðal annars að beita sér gegn þeim þingmönnum sem samþykktu frumvarpið í forvölum fyrir næstu þingkosningar. Musk notaði auð sinn til að hjálpa Trump að ná kjöri og er orðinn verulega áhrifamikill innan Repúblikanaflokksins. Þá á hann að leiða viðleitni Trump-liða til að skera niður í ríkisrekstrinum, ásamt auðjöfrinum Vivek Ramaswamy. Til marks um áhrif Musks sagði þinmaðurinn Andy Barr, frá Kentucky, við blaðamann AP fréttaveitunnar að síminn á skrifstofu hans hefði ekki hætt að hringja í langan tíma. Fjöldi fólks hefði hringt vegna ummæla Musks. „Fólkið sem kaus okkur er að hlusta á Elon Musk.“ Tísti rúmlega sextíu sinnum um frumvarpið Samkvæmt frétt Washington Post birti Musk rúmlega sextíu færslur um frumvarpið á tólf klukkustunda tímabili. Þar fór hann oft um rangt mál varðandi innihald frumvarpsins og áhrif þess til rúmlega tvö hundruð milljóna fylgjenda sinna og annarra á X. Í seinni færslunum var hann farinn að lýsa frumvarpinu sem „glæpsamlegu“, „hræðilegu“ og sem „geðbiluðum glæp“. Þá lýsti hann því einnig yfir að ekkert frumvarp ætti að verða samþykkt af þinginu fyrr en eftir 20. janúar. Samhliða þessu virtist sem sífellt fleiri þingmenn snerust gegn frumvarpinu en líkurnar á því að það yrði samþykkt af Repúblikönum urðu svo gott sem engar þegar Donald Trump og JD Vance sendu út yfirlýsingu um að þeir styddu það ekki. Að samþykkt þess jafnaðist svikum gegn þjóðinni. Þetta var innan við sólarhring eftir að frumvarpið var birt á netinu. Þegar yfirlýsingin var send út voru margir þingmenn að halda samkvæmi með starfsmönnum sínum til að fagna komandi hátíðum og enda starfsársins en mikil óvissa og óreiða hefur nú skapast á þingi. A statement from President Donald J. Trump and Vice President-Elect JD Vance:The most foolish and inept thing ever done by Congressional Republicans was allowing our country to hit the debt ceiling in 2025. It was a mistake and is now something that must be addressed.…— JD Vance (@JDVance) December 18, 2024 Johnson í enn einum vandanum Mike Johnson spilaði stóra rullu í því að semja frumvarpið, sem var í fyrradag talið nauðsynlegt, og þykir ljóst að leiðtogar Repúblikana á þingi sitja ekki á annarri áætlun varðandi fjárlagafrumvarp sem gæti orðið Trump, og kannski sérstaklega Musk, þóknanlegt. Yfirlýsing Trumps og Vance og andstaða þeirra við frumvarpið hefur grafið undan stöðu Johnsons, sem þarf að tryggja sér aftur embættið eftir að nýtt þing tekur við störfum þann 3. janúar. Hann tryggði sér embættið upprunalega eftir gífurlega óreiðu innan þingflokks Repúblikanaflokksins og hefur oft staðið höllum fæti í embætti en staðan er nokkuð önnur núna þar sem meirihluti Repúblikana er enn minni en hann var. Sjá einnig: Johnson í erfiðri stöðu Svo virðist sem að nú þegar hafi nægilega margir þingmenn flokksins tilkynnt að þeir muni ekki styðja hann til að tryggja að hann eigi ekki möguleika á kjöri, samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs. Hvað geta Repúblikanar gert? Í greiningu Punchbowl news á stöðunni í Washington segir að mögulega muni Repúblikanar leggja fram strípað frumvarp sem snýst um ekkert annað en að hækka skuldaþakið svokallaða í tvö ár. Trump hefur sagt að hann styðji það, að svo stöddu, en talið er að skuldir bandaríska ríkisins nái upp í sperrurnar snemma á næsta ári. Sú leið setur hins vegar þingmenn Repúblikanaflokksins í ákveðinn bobba. Margir þeirra hafa lengi gagnrýnt Demókrata og aðra Repúblikana harðlega fyrir að hækka skuldaþakið á undanförnum árum en Trump gæti endað með því að þvinga þá til að gera það sjálfir. Slíkt myndi færa barefli í hendur Demókrata, sem gætu reglulega danglað því í Repúblikana. Að greiða atkvæði með hækkun skuldaþaksins gæti einnig verið notað gegn einstaka þingmönnum í forvölum flokksins fyrir næstu kosningar. Hið dauða frumvarp, ef svo má kalla það, innihélt einnig um hundrað milljarða dala fjárútlát í neyðarsjóð vegna náttúruhamfara og fjármuni til stuðnings bænda í Bandaríkjunum. Þetta tvennt þykir Repúblikönum alfarið nauðsynlegt að koma gegnum þingið og er nú óljóst hvernig það er hægt. Johnson hafði krafist þess að þessi fjárútlát yrðu í frumvarpinu, sem opnaði dyrnar fyrir Demókrata til að krefjast þess að fá eitthvað fyrir snúðinn og það voru frekari fjárútlát til stefnumála þeirra. Sama hvernig fer er ljóst að dagurinn í dag og kvöldið verður annasamt í þinghúsi Bandaríkjanna. Segja afleiðingarnar á ábyrgð Repúblikana Hvernig frumvarp Repúblikanar ná að semja í dag, takist þeim það yfir höfuð, mun þurfa að fara í gegnum öldungadeildina, þar sem Demókratar eru með nauman meirihluta. Hakeem Jeffries, leiðtogi þingflokks Demókrata í fulltrúadeildinni, sagði í gær að Repúblikönum hefði verið skipað stöðva rekstur alríkisins og í leiðinni valda almenningi í Bandaríkjunum skaða. „Ef þið standið ekki við samkomulag milli flokkanna, verðið þið að eiga afleiðingarnar af því.“ My statement on House Republican chaos, dysfunction and extremism. pic.twitter.com/8wwl0K5TqY— Hakeem Jeffries (@RepJeffries) December 19, 2024 Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Johnson og aðrir leiðtogar Repúblikanaflokksins opinberuðu í vikunni frumvarp sem tryggja átti rekstur ríkisins þangað til í mars. Frumvarpið var mjög umfangsmikið og innihélt mikil fjárútlát á ýmsum sviðum. Það byggði á samkomulagi við Demókrata á þingi, sem eru enn með meirihluta í öldungadeildinni og verður frumvarpið því ekki samþykkt án aðkomu þeirra. Verði nýtt fjárlagafrumvarp ekki samþykkt þarf að stöðva rekstur alríkisins á morgun, föstudag. Eftir að frumvarpið var opinberað birti Musk gífurlegan fjölda færsla á X, samfélagsmiðli í hans eigu, þar sem hann kvartaði yfir frumvarpinu og hótaði hann meðal annars að beita sér gegn þeim þingmönnum sem samþykktu frumvarpið í forvölum fyrir næstu þingkosningar. Musk notaði auð sinn til að hjálpa Trump að ná kjöri og er orðinn verulega áhrifamikill innan Repúblikanaflokksins. Þá á hann að leiða viðleitni Trump-liða til að skera niður í ríkisrekstrinum, ásamt auðjöfrinum Vivek Ramaswamy. Til marks um áhrif Musks sagði þinmaðurinn Andy Barr, frá Kentucky, við blaðamann AP fréttaveitunnar að síminn á skrifstofu hans hefði ekki hætt að hringja í langan tíma. Fjöldi fólks hefði hringt vegna ummæla Musks. „Fólkið sem kaus okkur er að hlusta á Elon Musk.“ Tísti rúmlega sextíu sinnum um frumvarpið Samkvæmt frétt Washington Post birti Musk rúmlega sextíu færslur um frumvarpið á tólf klukkustunda tímabili. Þar fór hann oft um rangt mál varðandi innihald frumvarpsins og áhrif þess til rúmlega tvö hundruð milljóna fylgjenda sinna og annarra á X. Í seinni færslunum var hann farinn að lýsa frumvarpinu sem „glæpsamlegu“, „hræðilegu“ og sem „geðbiluðum glæp“. Þá lýsti hann því einnig yfir að ekkert frumvarp ætti að verða samþykkt af þinginu fyrr en eftir 20. janúar. Samhliða þessu virtist sem sífellt fleiri þingmenn snerust gegn frumvarpinu en líkurnar á því að það yrði samþykkt af Repúblikönum urðu svo gott sem engar þegar Donald Trump og JD Vance sendu út yfirlýsingu um að þeir styddu það ekki. Að samþykkt þess jafnaðist svikum gegn þjóðinni. Þetta var innan við sólarhring eftir að frumvarpið var birt á netinu. Þegar yfirlýsingin var send út voru margir þingmenn að halda samkvæmi með starfsmönnum sínum til að fagna komandi hátíðum og enda starfsársins en mikil óvissa og óreiða hefur nú skapast á þingi. A statement from President Donald J. Trump and Vice President-Elect JD Vance:The most foolish and inept thing ever done by Congressional Republicans was allowing our country to hit the debt ceiling in 2025. It was a mistake and is now something that must be addressed.…— JD Vance (@JDVance) December 18, 2024 Johnson í enn einum vandanum Mike Johnson spilaði stóra rullu í því að semja frumvarpið, sem var í fyrradag talið nauðsynlegt, og þykir ljóst að leiðtogar Repúblikana á þingi sitja ekki á annarri áætlun varðandi fjárlagafrumvarp sem gæti orðið Trump, og kannski sérstaklega Musk, þóknanlegt. Yfirlýsing Trumps og Vance og andstaða þeirra við frumvarpið hefur grafið undan stöðu Johnsons, sem þarf að tryggja sér aftur embættið eftir að nýtt þing tekur við störfum þann 3. janúar. Hann tryggði sér embættið upprunalega eftir gífurlega óreiðu innan þingflokks Repúblikanaflokksins og hefur oft staðið höllum fæti í embætti en staðan er nokkuð önnur núna þar sem meirihluti Repúblikana er enn minni en hann var. Sjá einnig: Johnson í erfiðri stöðu Svo virðist sem að nú þegar hafi nægilega margir þingmenn flokksins tilkynnt að þeir muni ekki styðja hann til að tryggja að hann eigi ekki möguleika á kjöri, samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs. Hvað geta Repúblikanar gert? Í greiningu Punchbowl news á stöðunni í Washington segir að mögulega muni Repúblikanar leggja fram strípað frumvarp sem snýst um ekkert annað en að hækka skuldaþakið svokallaða í tvö ár. Trump hefur sagt að hann styðji það, að svo stöddu, en talið er að skuldir bandaríska ríkisins nái upp í sperrurnar snemma á næsta ári. Sú leið setur hins vegar þingmenn Repúblikanaflokksins í ákveðinn bobba. Margir þeirra hafa lengi gagnrýnt Demókrata og aðra Repúblikana harðlega fyrir að hækka skuldaþakið á undanförnum árum en Trump gæti endað með því að þvinga þá til að gera það sjálfir. Slíkt myndi færa barefli í hendur Demókrata, sem gætu reglulega danglað því í Repúblikana. Að greiða atkvæði með hækkun skuldaþaksins gæti einnig verið notað gegn einstaka þingmönnum í forvölum flokksins fyrir næstu kosningar. Hið dauða frumvarp, ef svo má kalla það, innihélt einnig um hundrað milljarða dala fjárútlát í neyðarsjóð vegna náttúruhamfara og fjármuni til stuðnings bænda í Bandaríkjunum. Þetta tvennt þykir Repúblikönum alfarið nauðsynlegt að koma gegnum þingið og er nú óljóst hvernig það er hægt. Johnson hafði krafist þess að þessi fjárútlát yrðu í frumvarpinu, sem opnaði dyrnar fyrir Demókrata til að krefjast þess að fá eitthvað fyrir snúðinn og það voru frekari fjárútlát til stefnumála þeirra. Sama hvernig fer er ljóst að dagurinn í dag og kvöldið verður annasamt í þinghúsi Bandaríkjanna. Segja afleiðingarnar á ábyrgð Repúblikana Hvernig frumvarp Repúblikanar ná að semja í dag, takist þeim það yfir höfuð, mun þurfa að fara í gegnum öldungadeildina, þar sem Demókratar eru með nauman meirihluta. Hakeem Jeffries, leiðtogi þingflokks Demókrata í fulltrúadeildinni, sagði í gær að Repúblikönum hefði verið skipað stöðva rekstur alríkisins og í leiðinni valda almenningi í Bandaríkjunum skaða. „Ef þið standið ekki við samkomulag milli flokkanna, verðið þið að eiga afleiðingarnar af því.“ My statement on House Republican chaos, dysfunction and extremism. pic.twitter.com/8wwl0K5TqY— Hakeem Jeffries (@RepJeffries) December 19, 2024
Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira