Rak upp stór augu sökum lagavals á HM í pílukasti Aron Guðmundsson skrifar 20. desember 2024 17:32 Raymond van Barneveld (til vinstri) er einn keppenda á HM í pílukasti Vísir/Getty Deilumál utan sviðsljóssins og stóra sviðsins á HM í pílukasti hefur nú verið útkljáð en einn af reynsluboltum mótsins sakaði annan keppanda um að hafa stolið inngöngulagi sínu. Það þykir vel þekkt innan pílukast heimsins að á stærstu mótum ársins er lagið Eye of the Tiger, með hljómsveitinni Survivor, inngöngulag Hollendingsins Raymond van Barneveld. Sá hefur gert sig gildandi í íþróttinni á undanförnum áratugum og stóð meðal annars uppi sem heimsmeistari árið 2007. Barneveld virðist hafa orðið mjög hissa, miðað við færslu sem hann setti inn á samfélagsmiðilinn X, er hann heyrði af því að lítt þekktur króatískur pílukastari að nafni Romeo Grbavac hefði labbað inn á stóra sviðið á HM í pílukasti undir Eye of the Tiger en Króatinn var að taka þátt á sínu fyrsta HM í pílukasti. 🤨Erm ….👁️🐅— Raymond van Barneveld (@Raybar180) December 19, 2024 Lagið virðist ekki hafa kveikt í Grbavac fyrir viðureign hans gegn Callan Rydz í fyrstu umferð HM því þeirri viðureign lauk með 3-0 sigri Rydz. Króatinn sá hins vegar eftir viðureignina að inngöngulag hans hafði farið á flug í tengslum við Raymond van Barneveld en skýring en Grbavac hafði svör á reiðum höndum. Það var ekki ákvörðun hans að nota Eye of the Tiger sem inngöngulag sitt. Grbavac send Barneveld einkaskilaboð á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem að hann útskýrði sína hlið á málinu. „Hæ Barney. Ég valdi ekki þetta lag sem inngöngulag og veit ekki hvers vegna þeir spiluðu það,“ stóð í skilaboðum Grbavac til Barneveld og virðist sem svo að um ruglning hafi verið að ræða hjá skipuleggjendum heimsmeistaramótsins. 😂👍🏼 Ok all is forgiven pal pic.twitter.com/AprAfqHiCS— Raymond van Barneveld (@Raybar180) December 20, 2024 Hollendingurinn reynslumikli tók vel í þessi skilaboð Grbavac. „Allt í góðu vinur. Þér er fyrirgefið,“ stóð í skilaboðunum og lítur Barneveld svo á að aðeins hann megi nota þetta þekkta lag Survivor. Sýnt er frá öllum keppnisdögum HM í pílukasti á Vodafone Sport rásinni. Raymond van Barneveld stígur á stokk annað kvöld undir ljúfum tónum Eye of the Tiger á móti hinum velska Nick Kenny. Sigurvegari þeirrar viðureignar mætir ríkjandi heimsmeistaranum Luke Humphries í þriðju umferð milli jóla og nýars. Pílukast Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtudagsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Sjá meira
Það þykir vel þekkt innan pílukast heimsins að á stærstu mótum ársins er lagið Eye of the Tiger, með hljómsveitinni Survivor, inngöngulag Hollendingsins Raymond van Barneveld. Sá hefur gert sig gildandi í íþróttinni á undanförnum áratugum og stóð meðal annars uppi sem heimsmeistari árið 2007. Barneveld virðist hafa orðið mjög hissa, miðað við færslu sem hann setti inn á samfélagsmiðilinn X, er hann heyrði af því að lítt þekktur króatískur pílukastari að nafni Romeo Grbavac hefði labbað inn á stóra sviðið á HM í pílukasti undir Eye of the Tiger en Króatinn var að taka þátt á sínu fyrsta HM í pílukasti. 🤨Erm ….👁️🐅— Raymond van Barneveld (@Raybar180) December 19, 2024 Lagið virðist ekki hafa kveikt í Grbavac fyrir viðureign hans gegn Callan Rydz í fyrstu umferð HM því þeirri viðureign lauk með 3-0 sigri Rydz. Króatinn sá hins vegar eftir viðureignina að inngöngulag hans hafði farið á flug í tengslum við Raymond van Barneveld en skýring en Grbavac hafði svör á reiðum höndum. Það var ekki ákvörðun hans að nota Eye of the Tiger sem inngöngulag sitt. Grbavac send Barneveld einkaskilaboð á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem að hann útskýrði sína hlið á málinu. „Hæ Barney. Ég valdi ekki þetta lag sem inngöngulag og veit ekki hvers vegna þeir spiluðu það,“ stóð í skilaboðum Grbavac til Barneveld og virðist sem svo að um ruglning hafi verið að ræða hjá skipuleggjendum heimsmeistaramótsins. 😂👍🏼 Ok all is forgiven pal pic.twitter.com/AprAfqHiCS— Raymond van Barneveld (@Raybar180) December 20, 2024 Hollendingurinn reynslumikli tók vel í þessi skilaboð Grbavac. „Allt í góðu vinur. Þér er fyrirgefið,“ stóð í skilaboðunum og lítur Barneveld svo á að aðeins hann megi nota þetta þekkta lag Survivor. Sýnt er frá öllum keppnisdögum HM í pílukasti á Vodafone Sport rásinni. Raymond van Barneveld stígur á stokk annað kvöld undir ljúfum tónum Eye of the Tiger á móti hinum velska Nick Kenny. Sigurvegari þeirrar viðureignar mætir ríkjandi heimsmeistaranum Luke Humphries í þriðju umferð milli jóla og nýars.
Pílukast Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtudagsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Sjá meira