„Þetta er bara byrjunin hjá mér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2024 09:02 Michael van Gerwen fagnar sigrinum á James Hurrell í gærkvöldi. Getty/ James Fearn Hollendingurinn Michael van Gerwen tryggði sér sæti í þriðju umferð heimsmeistaramótsins í pílu í Ally Pally í gærkvöldi með sannfærandi sigri á James Hurrell 3-0. Van Gerwen er þrefaldur heimsmeistari en hefur ekki unnið titilinn í fimm ár. Hann byrjar mótið í ár vel en í fyrra datt hann út í átta manna úrslitunum og árið á undan komst hann í úrslitaleikinn en tapaði fyrir Michael Smith. „Ég spilaði svona allt í lagi. Auðvitað var ég dálítið stressaður því þetta hefur verið erfitt ár fyrir mig,“ sagði Van Gerwen við Sky Sports eftir sigurinn. „Það tekur alltaf frá þér orku og þú þarft því meira af henni. Heilt yfir þá var þetta góð frammistaða. Ég var fullur sjálfstrausts. Ég vann leikinn og það er það sem skiptir mestu máli,“ sagði Van Gerwen. „Hurrell er ekki sá fljótasti að spila og ég varð að reyna að halda mínum hraða. Þetta var ekkert stórkostlegt en mér er sama því ég vann leikinn,“ sagði Van Gerwen sem var spurður út í tempóið í spilamennsku mótherjans. Hurrell spilar hægt sem getur verið pirrandi. „Stundum þarftu að finna leið til að slaka á. Stundum er það erfiða í þessu,“ sagði Van Gerwen en hvað með James Hurrell? „Hann er frábær leikmaður en þetta var ekki hans kvöld. Þetta var ekki mitt kvöld heldur. Þetta er bara byrjunin hjá mér því það er von á meiru,“ sagði Van Gerwen. Í öðrum leikjum kvöldsins vann Florian Hempel 3-1 sigur á Jeffrey de Zwaan, Dylan Slevin vann 3-1 sigur á William O'Connor og Mickey Mansell vann 3-1 sigur á Tomoya Goto. Heimsmeistaramótið í pílukasti heldur áfram í dag og verða tvær útsendingar á Vodafone Sport. Fyrri hluti sjöunda keppnisdagsins hefst klukkan 12.30 en sá seinni klukkan 18.55. Öll úrslitin föstudagsins á HM í pílukasti: - Hádegishluti - Fyrsta umferð Stephen Burton 0-3 Alexander Merkx Wessel Nijman 3-2 Cameron Carolissen Ian White - Sandro Eric Sosing (Sosing keppti ekki vegna veikinda) Önnur umferð Stephen Bunting 3-1 Kai Gotthardt - Kvöldhluti - Fyrsta umferð Mickey Mansell 3-1 Tomoya Goto Florian Hempel 3-1 Jeffrey de Zwaan William O'Connor 1-3 Dylan Slevin Önnur umferð Michael van Gerwen 3-0 James Hurrell Pílukast Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Sjá meira
Van Gerwen er þrefaldur heimsmeistari en hefur ekki unnið titilinn í fimm ár. Hann byrjar mótið í ár vel en í fyrra datt hann út í átta manna úrslitunum og árið á undan komst hann í úrslitaleikinn en tapaði fyrir Michael Smith. „Ég spilaði svona allt í lagi. Auðvitað var ég dálítið stressaður því þetta hefur verið erfitt ár fyrir mig,“ sagði Van Gerwen við Sky Sports eftir sigurinn. „Það tekur alltaf frá þér orku og þú þarft því meira af henni. Heilt yfir þá var þetta góð frammistaða. Ég var fullur sjálfstrausts. Ég vann leikinn og það er það sem skiptir mestu máli,“ sagði Van Gerwen. „Hurrell er ekki sá fljótasti að spila og ég varð að reyna að halda mínum hraða. Þetta var ekkert stórkostlegt en mér er sama því ég vann leikinn,“ sagði Van Gerwen sem var spurður út í tempóið í spilamennsku mótherjans. Hurrell spilar hægt sem getur verið pirrandi. „Stundum þarftu að finna leið til að slaka á. Stundum er það erfiða í þessu,“ sagði Van Gerwen en hvað með James Hurrell? „Hann er frábær leikmaður en þetta var ekki hans kvöld. Þetta var ekki mitt kvöld heldur. Þetta er bara byrjunin hjá mér því það er von á meiru,“ sagði Van Gerwen. Í öðrum leikjum kvöldsins vann Florian Hempel 3-1 sigur á Jeffrey de Zwaan, Dylan Slevin vann 3-1 sigur á William O'Connor og Mickey Mansell vann 3-1 sigur á Tomoya Goto. Heimsmeistaramótið í pílukasti heldur áfram í dag og verða tvær útsendingar á Vodafone Sport. Fyrri hluti sjöunda keppnisdagsins hefst klukkan 12.30 en sá seinni klukkan 18.55. Öll úrslitin föstudagsins á HM í pílukasti: - Hádegishluti - Fyrsta umferð Stephen Burton 0-3 Alexander Merkx Wessel Nijman 3-2 Cameron Carolissen Ian White - Sandro Eric Sosing (Sosing keppti ekki vegna veikinda) Önnur umferð Stephen Bunting 3-1 Kai Gotthardt - Kvöldhluti - Fyrsta umferð Mickey Mansell 3-1 Tomoya Goto Florian Hempel 3-1 Jeffrey de Zwaan William O'Connor 1-3 Dylan Slevin Önnur umferð Michael van Gerwen 3-0 James Hurrell
Öll úrslitin föstudagsins á HM í pílukasti: - Hádegishluti - Fyrsta umferð Stephen Burton 0-3 Alexander Merkx Wessel Nijman 3-2 Cameron Carolissen Ian White - Sandro Eric Sosing (Sosing keppti ekki vegna veikinda) Önnur umferð Stephen Bunting 3-1 Kai Gotthardt - Kvöldhluti - Fyrsta umferð Mickey Mansell 3-1 Tomoya Goto Florian Hempel 3-1 Jeffrey de Zwaan William O'Connor 1-3 Dylan Slevin Önnur umferð Michael van Gerwen 3-0 James Hurrell
Pílukast Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Sjá meira