Van Gerwen ætlar ekki að horfa á Luke Littler í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2024 11:31 Michael van Gerwen og Luke Littler eru tveir af vinsælustu spilurunum á HM í pílu. Báðir litríkir karakterar og frábærir spilarar. Getty/Alex Pantling/James Fearn Hollendingurinn Michael van Gerwen komst auðveldlega áfram í þriðju umferð heimsmeistaramótsins í pílukasti í gærkvöldi en í kvöld er komið að hinum unga og vinsæla Luke Littler. Pressan hefur vanalega verið hvað mest á Van Gerwen fyrir HM í pílukasti enda er hann þrefaldur heimsmeistari. Núna er minna verið að spá í honum en þeim mun meira í hinum sautján ára gamla Littler. Eftir sigur sinn var Van Gerwen spurður að því hvort hann ætlaði að horfa á leikinn hjá Littler í kvöld. „Nei eiginlega ekki. Ég sé hann í hverri viku af hverju ætti ég að hafa áhuga á því,“ sagði Van Gerwen á blaðamannafundi. Sky Sports segir frá. „Við hvern er hann að spila,“ spurði Van Gerwen og svarið var Ryan Meikle. „Ryan Meikle er góður spilari en Luke er miklu sigurstranglegri í leiknum. Ryan spilar frekar hægt þannig að það gæti kannski eitthvað óvænt gerst,“ sagði Van Gerwen. „Hann yrði ekki sá fyrsti til að tapa óvænt í fyrstu umferðinni,“ sagði Van Gerwen og glotti enda að stríða bresku blaðamönnunum í salnum. „Auðvitað býst ég við því að Luke vinni. Það er frábært hvað hann hefur gert fyrir pílukastíþróttina og hann er stórkostlegur,“ sagði Van Gerwen. Þótt að Van Gerwen ætli ekki að horfa þá munu örugglega margir vera límdir við sjónvarpsskjáinn enda mikil spenna fyrir Littler á mótinu. Útsendingin frá seinni hluta sjöunda keppnisdagsins hefst klukkan 18.55 en viðureign Ryan Meikle og Luke Littler er númer þrjú á kvöldinu. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Pílukast Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir fyrstir í undanúrslit Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira
Pressan hefur vanalega verið hvað mest á Van Gerwen fyrir HM í pílukasti enda er hann þrefaldur heimsmeistari. Núna er minna verið að spá í honum en þeim mun meira í hinum sautján ára gamla Littler. Eftir sigur sinn var Van Gerwen spurður að því hvort hann ætlaði að horfa á leikinn hjá Littler í kvöld. „Nei eiginlega ekki. Ég sé hann í hverri viku af hverju ætti ég að hafa áhuga á því,“ sagði Van Gerwen á blaðamannafundi. Sky Sports segir frá. „Við hvern er hann að spila,“ spurði Van Gerwen og svarið var Ryan Meikle. „Ryan Meikle er góður spilari en Luke er miklu sigurstranglegri í leiknum. Ryan spilar frekar hægt þannig að það gæti kannski eitthvað óvænt gerst,“ sagði Van Gerwen. „Hann yrði ekki sá fyrsti til að tapa óvænt í fyrstu umferðinni,“ sagði Van Gerwen og glotti enda að stríða bresku blaðamönnunum í salnum. „Auðvitað býst ég við því að Luke vinni. Það er frábært hvað hann hefur gert fyrir pílukastíþróttina og hann er stórkostlegur,“ sagði Van Gerwen. Þótt að Van Gerwen ætli ekki að horfa þá munu örugglega margir vera límdir við sjónvarpsskjáinn enda mikil spenna fyrir Littler á mótinu. Útsendingin frá seinni hluta sjöunda keppnisdagsins hefst klukkan 18.55 en viðureign Ryan Meikle og Luke Littler er númer þrjú á kvöldinu. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Pílukast Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir fyrstir í undanúrslit Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira