Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Siggeir Ævarsson skrifar 21. desember 2024 23:02 Marcus Rashford virðist ekki vera fullkomlega hamingjusamur í Manchester vísir/Getty Sagan endalausa um framtíð Marcus Rashford, leikmanns Manchester United, virðist mögulega ætla fá nýjan kafla í janúar en sögusagnir eru á kreiki um að Rashford verði lánaður frá félaginu á nýju ári. Framtíð Rashford hefur á allra vörum undanfarið en hann var ekki í leikmannahópi Manchester United þegar liðið lagði erkifjendurna í Manchester City síðustu helgi og ekki heldur í deildarbikarnum gegn Tottenham í fyrradag. Sjálfur sagðist hann vera tilbúinn fyrir nýja áskorun í viðtali í vikunni og gaf þannig kjaftasögum um brotthvarf hans frá liðinu byr undir báða vængi. Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur sjálfur sagt að United séu betri með Rashford innan borðs og þá hefur BBC eftir sínum heimildarmönnum að Rashford vilji vera áfram í United þar sem hann hefur leikið allan sinn feril. Af hverju Amorim heldur honum utan hóps kemur þó ekki heim og saman við þessa fullyrðingu. Einn stærsti steinninn í götu United, vilji liðið raunverulega selja Rashford, er sú staðreynd að Rashford er á svimandi háum launum hjá félaginu og ekki líklegt að mörg lið séu tilbúin að greiða honum 300.000 pund á viku líkt og hann fær á Old Trafford. Orðið á götunni er að United skoði nú möguleikann á að lána Rashford í janúar og eru þrjú lið í Sádí-Arabíu sögð áhugasöm en það eru Al Ahli, Al Ittihad og Al Qadsiah. Hjá Al Ahli myndi Rashford hitta fyrir landa sinn Ivan Toney en hann var einmitt orðaður við United í sumar. United mætir Bournemouth á morgun klukkan 14:00 og Amorim hefur gefið í skyn að Rashford snúi aftur í liðið í þeim leik. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Sjá meira
Framtíð Rashford hefur á allra vörum undanfarið en hann var ekki í leikmannahópi Manchester United þegar liðið lagði erkifjendurna í Manchester City síðustu helgi og ekki heldur í deildarbikarnum gegn Tottenham í fyrradag. Sjálfur sagðist hann vera tilbúinn fyrir nýja áskorun í viðtali í vikunni og gaf þannig kjaftasögum um brotthvarf hans frá liðinu byr undir báða vængi. Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur sjálfur sagt að United séu betri með Rashford innan borðs og þá hefur BBC eftir sínum heimildarmönnum að Rashford vilji vera áfram í United þar sem hann hefur leikið allan sinn feril. Af hverju Amorim heldur honum utan hóps kemur þó ekki heim og saman við þessa fullyrðingu. Einn stærsti steinninn í götu United, vilji liðið raunverulega selja Rashford, er sú staðreynd að Rashford er á svimandi háum launum hjá félaginu og ekki líklegt að mörg lið séu tilbúin að greiða honum 300.000 pund á viku líkt og hann fær á Old Trafford. Orðið á götunni er að United skoði nú möguleikann á að lána Rashford í janúar og eru þrjú lið í Sádí-Arabíu sögð áhugasöm en það eru Al Ahli, Al Ittihad og Al Qadsiah. Hjá Al Ahli myndi Rashford hitta fyrir landa sinn Ivan Toney en hann var einmitt orðaður við United í sumar. United mætir Bournemouth á morgun klukkan 14:00 og Amorim hefur gefið í skyn að Rashford snúi aftur í liðið í þeim leik.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Sjá meira