Mazzulla sagði nokkur vel valin orð við dómara leiksins undir lok hans og virtist vera mjög ósáttur við störf þeirra. Atvikið átti sér stað í kjölfar þess að þrjár tæknivillur voru flautaðar á Celtics, tvær á leikmenn og ein á Mazzulla sjálfan.
Hann var spurður út í atvikið eftir leik en eins og stundum áður tók hann spurningar fjölmiðlamanna ekki alvarlega og sagðist einfaldlega hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla.
„Ég hafði bara ekki hitt þá lengi, svo að ég sagði gleðileg jól og gleðilega hátið. Ég reiknaði ekki með að hitta þá aftur fyrir jól. Ég get bara ekki látið svona tækifæri framhjá mér fara, þar sem þú óskar einhverjum og fjölskyldu þeirra alls hins besta.“
Þegar endursýningin á atvikinu er skoðuð er nokkuð ljóst að Mazzulla var ekki að dreifa jólagleðinni til dómaranna. Honum var augljóslega mjög heitt í hamsi og þurftu þjálfarar úr teymi hans að halda aftur að honum og draga hann í burtu. Hann vildi þó meina að hann hefði verið pollrólegur.
Joe Mazzulla is the greatest 😂 pic.twitter.com/LIS3akzqBL
— Celtics Junkies (@Celtics_Junkies) December 20, 2024