Luke Littler grét eftir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2024 09:54 Luke Littler brotnaði niður í viðtali eftir leikinn sem hann vann. Viaplay Luke Littler komst áfram í þriðju umferð heimsmeistaramótsins í pílukasti í gær en leikurinn reyndi mikið á þennan sautján ára strák. Pressan er gríðarleg á þessum unga manni og það sýndi sig í viðtalinu eftir sigur hans á Ryan Meikle. Littler sló í gegn á heimsmeistaramótinu í fyrra og komst þá alla leið í úrslitaleikinn. Nú búast flestir við því að hann fari alla leið og slái metið yfir yngsta heimsmeistara sögunnar. @Sportbladet Littler var að mæta manni í annarri umferðinni í gær sem er aðeins í 62. sæti á heimslistanum. Það þurfti mikið til að vinna hann. „Þetta var líklegast erfiðasti leikur sem ég hef spilað. Ég þurfti að hafa mikið fyrir þessu allt til enda,“ sagði Luke Littler á blaðamannafundi eftir leikinn. BBC fjallar um þetta. Hann þurfti að hætta viðtalinu upp á sviði þegar hann réð ekki við tárin. „Um leið og hún spurði mig þá komu tárin. Það var bara aðeins of mikið fyrir mig að tala upp á sviðinu,“ sagði Littler. „Þetta er versti leikur sem ég hef spilað og ég hef aldrei áður fundið fyrir nokkur líku því eins og þetta var í kvöld,“ sagði Littler. Hann viðurkenndi að hafa verið stressaður. „Jú líklega hefur stressið aldrei verið meira há mér. Það var í lagi fram að leik en um leið og George Noble [dómari] sagði byrjið þá heltist það yfir mig. Ég gat varla kastað pílunum,“ sagði Littler hreinskilinn. Hann byrjaði líka leikinn hægt en tókst að landa sigri að lokum. Hann endaði á því að tryggja sér sigurinn með því að ná met yfir hæsta meðaltal á mótinu. Meðaltal hans í leiknum endaði í 140,91 sem er ótrúlegt skor. Þetta kvöld hefur verið mikill lærdómur fyrir hann. Littler spilar næst í þriðju umferðinni eftir jól. Pílukast Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Pressan er gríðarleg á þessum unga manni og það sýndi sig í viðtalinu eftir sigur hans á Ryan Meikle. Littler sló í gegn á heimsmeistaramótinu í fyrra og komst þá alla leið í úrslitaleikinn. Nú búast flestir við því að hann fari alla leið og slái metið yfir yngsta heimsmeistara sögunnar. @Sportbladet Littler var að mæta manni í annarri umferðinni í gær sem er aðeins í 62. sæti á heimslistanum. Það þurfti mikið til að vinna hann. „Þetta var líklegast erfiðasti leikur sem ég hef spilað. Ég þurfti að hafa mikið fyrir þessu allt til enda,“ sagði Luke Littler á blaðamannafundi eftir leikinn. BBC fjallar um þetta. Hann þurfti að hætta viðtalinu upp á sviði þegar hann réð ekki við tárin. „Um leið og hún spurði mig þá komu tárin. Það var bara aðeins of mikið fyrir mig að tala upp á sviðinu,“ sagði Littler. „Þetta er versti leikur sem ég hef spilað og ég hef aldrei áður fundið fyrir nokkur líku því eins og þetta var í kvöld,“ sagði Littler. Hann viðurkenndi að hafa verið stressaður. „Jú líklega hefur stressið aldrei verið meira há mér. Það var í lagi fram að leik en um leið og George Noble [dómari] sagði byrjið þá heltist það yfir mig. Ég gat varla kastað pílunum,“ sagði Littler hreinskilinn. Hann byrjaði líka leikinn hægt en tókst að landa sigri að lokum. Hann endaði á því að tryggja sér sigurinn með því að ná met yfir hæsta meðaltal á mótinu. Meðaltal hans í leiknum endaði í 140,91 sem er ótrúlegt skor. Þetta kvöld hefur verið mikill lærdómur fyrir hann. Littler spilar næst í þriðju umferðinni eftir jól.
Pílukast Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum