Luke Littler grét eftir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2024 09:54 Luke Littler brotnaði niður í viðtali eftir leikinn sem hann vann. Viaplay Luke Littler komst áfram í þriðju umferð heimsmeistaramótsins í pílukasti í gær en leikurinn reyndi mikið á þennan sautján ára strák. Pressan er gríðarleg á þessum unga manni og það sýndi sig í viðtalinu eftir sigur hans á Ryan Meikle. Littler sló í gegn á heimsmeistaramótinu í fyrra og komst þá alla leið í úrslitaleikinn. Nú búast flestir við því að hann fari alla leið og slái metið yfir yngsta heimsmeistara sögunnar. @Sportbladet Littler var að mæta manni í annarri umferðinni í gær sem er aðeins í 62. sæti á heimslistanum. Það þurfti mikið til að vinna hann. „Þetta var líklegast erfiðasti leikur sem ég hef spilað. Ég þurfti að hafa mikið fyrir þessu allt til enda,“ sagði Luke Littler á blaðamannafundi eftir leikinn. BBC fjallar um þetta. Hann þurfti að hætta viðtalinu upp á sviði þegar hann réð ekki við tárin. „Um leið og hún spurði mig þá komu tárin. Það var bara aðeins of mikið fyrir mig að tala upp á sviðinu,“ sagði Littler. „Þetta er versti leikur sem ég hef spilað og ég hef aldrei áður fundið fyrir nokkur líku því eins og þetta var í kvöld,“ sagði Littler. Hann viðurkenndi að hafa verið stressaður. „Jú líklega hefur stressið aldrei verið meira há mér. Það var í lagi fram að leik en um leið og George Noble [dómari] sagði byrjið þá heltist það yfir mig. Ég gat varla kastað pílunum,“ sagði Littler hreinskilinn. Hann byrjaði líka leikinn hægt en tókst að landa sigri að lokum. Hann endaði á því að tryggja sér sigurinn með því að ná met yfir hæsta meðaltal á mótinu. Meðaltal hans í leiknum endaði í 140,91 sem er ótrúlegt skor. Þetta kvöld hefur verið mikill lærdómur fyrir hann. Littler spilar næst í þriðju umferðinni eftir jól. Pílukast Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Sjá meira
Pressan er gríðarleg á þessum unga manni og það sýndi sig í viðtalinu eftir sigur hans á Ryan Meikle. Littler sló í gegn á heimsmeistaramótinu í fyrra og komst þá alla leið í úrslitaleikinn. Nú búast flestir við því að hann fari alla leið og slái metið yfir yngsta heimsmeistara sögunnar. @Sportbladet Littler var að mæta manni í annarri umferðinni í gær sem er aðeins í 62. sæti á heimslistanum. Það þurfti mikið til að vinna hann. „Þetta var líklegast erfiðasti leikur sem ég hef spilað. Ég þurfti að hafa mikið fyrir þessu allt til enda,“ sagði Luke Littler á blaðamannafundi eftir leikinn. BBC fjallar um þetta. Hann þurfti að hætta viðtalinu upp á sviði þegar hann réð ekki við tárin. „Um leið og hún spurði mig þá komu tárin. Það var bara aðeins of mikið fyrir mig að tala upp á sviðinu,“ sagði Littler. „Þetta er versti leikur sem ég hef spilað og ég hef aldrei áður fundið fyrir nokkur líku því eins og þetta var í kvöld,“ sagði Littler. Hann viðurkenndi að hafa verið stressaður. „Jú líklega hefur stressið aldrei verið meira há mér. Það var í lagi fram að leik en um leið og George Noble [dómari] sagði byrjið þá heltist það yfir mig. Ég gat varla kastað pílunum,“ sagði Littler hreinskilinn. Hann byrjaði líka leikinn hægt en tókst að landa sigri að lokum. Hann endaði á því að tryggja sér sigurinn með því að ná met yfir hæsta meðaltal á mótinu. Meðaltal hans í leiknum endaði í 140,91 sem er ótrúlegt skor. Þetta kvöld hefur verið mikill lærdómur fyrir hann. Littler spilar næst í þriðju umferðinni eftir jól.
Pílukast Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Sjá meira