Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. desember 2024 15:01 Sveinn Rúnar og Björk Vilhjálmsdóttir hafa áður verið í Palestínu yfir hátíðarnar en átökin lita samfélagið þar nú meira en nokkru sinni fyrr. Aðsend Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og heiðursborgari í Palestínu, ver jólunum ásamt eiginkonu sinni í Betlehem í Palestínu. Hann segir dýrmætt að fagna jólunum í Fæðingarkirkjunni sjálfri en að hátíðarhöldin séu mikið lituð af átökum og sorg. Þau hjónin ræddu við blaðamann þar sem þau sátu á Jötutorginu svokallaða þar sem vanalega er allt þakið jólaskreytingum. Stærðar jólatré prýðir torgið yfir hátíðirnar ár hvert en í þetta sinn hafa innfæddir ákveðið að sleppa því. Sveinn var formaður Félagsins Ísland-Palestína um árabil og hefur hann og eiginkona hans, Björk Vilhelmsdóttir, heimsótt Palestínu oft. Þrátt fyrir hátíðleikann um jólin taki átökin á Gasasvæðinu mjög á þjóðina. „Það leggst á alla þjóðina hér og maður finnur algjörlega fyrir því. Þetta er ekki eins og þetta hefur verið áður,“ segir hann. Tómlegt en hátíðarlegt Sveinn og Björk sóttu jólamessu í lúthersku kirkjunni sem er steinsnar frá Jötutorginu þar sem hin fræga Fæðingarkirkja stendur. Kirkjan sem reist var af Konstantínusi mikla á þeim stað sem sagt er að Jesús hafi legið í jötunni á fyrstu jólanóttinni. Tómlegt er um að líta á þessum sögufræga og víðsótta stað. Pílagrímar og aðrir ferðamenn eru vanir að flykkjast til Betlehem yfir hátíðarnar sem knýr stóran gjafavöruiðnað og aðra sölumennsku. Götur Betlehem eru tómlegar þessi jólin.Aðsend „Það er alltaf örvænting þegar umferðin er lítil og það er afar áberandi. Hún er ekki nema örlítið brot af því sem fólk á að venjast. Það er nánast ekkert af ferðamönnum hérna,“ segir hann. Þau hjón hafa lent í ýmsum vandræðum á sínum ferðalögum um Palestínu og Ísrael enda fer Sveinn Rúnar ekkert í grafgötur með afstöðu sína til stjórnvalda í Ísrael. Leyfi fengu þau þó til að komast til Palestínu og dvelja þar í átta daga. Sveinn lýsir því hvernig hjónin voru yfirheyrð aftur og aftur á meðan beðið var niðurstöðu frá ísraelsku leyniþjónustunni um hvort þau fengju inn eður ei. Gestrisni og vinsemd Sveinn segir yndislegt að verja jólunum í Palestínu en að áhrif átakanna á Gasa og víðar setji sitt mark á hátíðarhöldin. „Það er dálítið öðruvísi. Maður finnur ekkert fyrir þessum spenningi sem er heima hja börnunum. Þetta er ákaflega hátíðlegt að vera hérna í messu á aðfangadagskvöld og eins núna á jóladag. En þetta markast náttúrlega mjög af ástandinu á Gasa,“ segir hann. Sveinn og Björk með séra Munther Isaac, sóknarprestur lúthersku kirkjunnar í Betlehem t.v. og Munib Younan, fyrrverandi biskup.Aðsend Þrátt fyrir harm og missi segir Sveinn palestínsku þjóðina alltaf sama sér. „Fólkið er alltaf það sama, elskulegt og þessi makalausa gestrisni og vinsemd sem maður mætir. Það er það sem er áberandi. Það er alveg sama á hverju gengur. Alveg sama við hvaða aðstæður fólk er,“ segir hann. Hugurinn hjá fólkinu í Gasa Björk Vilhelmsdóttir segir sorglegt að sjá hvað þjóðin sé skekin af átökunum. „Það er mjög sorglegt að sjá hvað þjóðin er skekin af stríðinu á Gasa. Það litast allt mannlífið af því. En það er líka yndislegt að koma í Fæðingarkirkjuna og minnast fæðingar Jesús Krists,“ segir hún. Jesúbarnið liggur í jötunni í rústum og vafið kúffíu. Aðsend Allir kirkjugestir á aðfangadagsmessunni hafi tendrað kerti í kringum Jesúbarnið þar sem það liggur í jötunni reifað kúffíu, andspyrnu- og samstöðutákn Palestínumanna. „Það er mjög dýrmætt að vera hér á jólunum. Núna er ekkert jólaskraut. Það hefur alltaf verið risajólatré á torginu en núna í ljósi ástandsins hafa Palestínumenn ákveðið að hafa engar skreytingar. Það er af því að hugurinn er hjá fólkinu í Gasa,“ segir Björk Vilhjálmsdóttir. Íslendingar erlendis Jól Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira
Þau hjónin ræddu við blaðamann þar sem þau sátu á Jötutorginu svokallaða þar sem vanalega er allt þakið jólaskreytingum. Stærðar jólatré prýðir torgið yfir hátíðirnar ár hvert en í þetta sinn hafa innfæddir ákveðið að sleppa því. Sveinn var formaður Félagsins Ísland-Palestína um árabil og hefur hann og eiginkona hans, Björk Vilhelmsdóttir, heimsótt Palestínu oft. Þrátt fyrir hátíðleikann um jólin taki átökin á Gasasvæðinu mjög á þjóðina. „Það leggst á alla þjóðina hér og maður finnur algjörlega fyrir því. Þetta er ekki eins og þetta hefur verið áður,“ segir hann. Tómlegt en hátíðarlegt Sveinn og Björk sóttu jólamessu í lúthersku kirkjunni sem er steinsnar frá Jötutorginu þar sem hin fræga Fæðingarkirkja stendur. Kirkjan sem reist var af Konstantínusi mikla á þeim stað sem sagt er að Jesús hafi legið í jötunni á fyrstu jólanóttinni. Tómlegt er um að líta á þessum sögufræga og víðsótta stað. Pílagrímar og aðrir ferðamenn eru vanir að flykkjast til Betlehem yfir hátíðarnar sem knýr stóran gjafavöruiðnað og aðra sölumennsku. Götur Betlehem eru tómlegar þessi jólin.Aðsend „Það er alltaf örvænting þegar umferðin er lítil og það er afar áberandi. Hún er ekki nema örlítið brot af því sem fólk á að venjast. Það er nánast ekkert af ferðamönnum hérna,“ segir hann. Þau hjón hafa lent í ýmsum vandræðum á sínum ferðalögum um Palestínu og Ísrael enda fer Sveinn Rúnar ekkert í grafgötur með afstöðu sína til stjórnvalda í Ísrael. Leyfi fengu þau þó til að komast til Palestínu og dvelja þar í átta daga. Sveinn lýsir því hvernig hjónin voru yfirheyrð aftur og aftur á meðan beðið var niðurstöðu frá ísraelsku leyniþjónustunni um hvort þau fengju inn eður ei. Gestrisni og vinsemd Sveinn segir yndislegt að verja jólunum í Palestínu en að áhrif átakanna á Gasa og víðar setji sitt mark á hátíðarhöldin. „Það er dálítið öðruvísi. Maður finnur ekkert fyrir þessum spenningi sem er heima hja börnunum. Þetta er ákaflega hátíðlegt að vera hérna í messu á aðfangadagskvöld og eins núna á jóladag. En þetta markast náttúrlega mjög af ástandinu á Gasa,“ segir hann. Sveinn og Björk með séra Munther Isaac, sóknarprestur lúthersku kirkjunnar í Betlehem t.v. og Munib Younan, fyrrverandi biskup.Aðsend Þrátt fyrir harm og missi segir Sveinn palestínsku þjóðina alltaf sama sér. „Fólkið er alltaf það sama, elskulegt og þessi makalausa gestrisni og vinsemd sem maður mætir. Það er það sem er áberandi. Það er alveg sama á hverju gengur. Alveg sama við hvaða aðstæður fólk er,“ segir hann. Hugurinn hjá fólkinu í Gasa Björk Vilhelmsdóttir segir sorglegt að sjá hvað þjóðin sé skekin af átökunum. „Það er mjög sorglegt að sjá hvað þjóðin er skekin af stríðinu á Gasa. Það litast allt mannlífið af því. En það er líka yndislegt að koma í Fæðingarkirkjuna og minnast fæðingar Jesús Krists,“ segir hún. Jesúbarnið liggur í jötunni í rústum og vafið kúffíu. Aðsend Allir kirkjugestir á aðfangadagsmessunni hafi tendrað kerti í kringum Jesúbarnið þar sem það liggur í jötunni reifað kúffíu, andspyrnu- og samstöðutákn Palestínumanna. „Það er mjög dýrmætt að vera hér á jólunum. Núna er ekkert jólaskraut. Það hefur alltaf verið risajólatré á torginu en núna í ljósi ástandsins hafa Palestínumenn ákveðið að hafa engar skreytingar. Það er af því að hugurinn er hjá fólkinu í Gasa,“ segir Björk Vilhjálmsdóttir.
Íslendingar erlendis Jól Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira