Þetta var þriðja tap Steelers í röð. Chiefs byrjuðu sterkt, Patrick Mahomes átti tvær stoðsendingar að snertimarki á Xavier Worthy og Justin Watson, þrettán stiga forysta var tekin og sigurinn aldrei í mikilli hættu eftir það. Varnarlína Chiefs sá til þess, þrátt fyrir að vera án Chris Jones sem er tognaður í kálfa.
HO HO HO(w) 'bout those CHIEEEEEEEFS! pic.twitter.com/87ZoRuooPs
— Kansas City Chiefs (@Chiefs) December 25, 2024
Greip þúsundustu sendinguna
Travis Kelce, leikmaður Chiefs, varð sá þriðji í sögunni til að grípa þúsund sendingar, á eftir Tony Gonzales og Jason Witten sem eru báðir í frægðarhöllinni.
Hann sló líka met Gonzales yfir flestar gripnar sendingar í endamarkinu, þetta var í 77. sinn sem Kelce skorar snertimark með þeim hætti.
Jackson tók fram úr Michael Vick
Lamar Jackson setti einnig met í 31-2 sigri Baltimore Ravens gegn Houston Texans. Enginn leikstjórnandi í sögu NFL deildarinnar hefur hlaupið eins mikið áfram með boltann.
Jackson hóf leikinn í gær 86 stikum á eftir Michael Vick, hlóp 87 stikur áfram með boltann og sló metið.
„Ég var bara á jogginu, ég þurfti lítið að gera. Michael Vick er einn af mínum uppáhalds leikmönnum, þannig að þetta er frekar töff,“ sagði Jackson sultuslakur um það eftir leik.

nn hafði mikið fyrir sér í því, leikurinn var alls ekki erfiður fyrir Ravens sem leiddu 17-2 í hálfleik og héldu áfram að bæta við í seinni hálfleik.
Þeir sitja nú í efsta sæti AFC norður deildarinnar fyrir lokaumferðina, með einum sigri meira en Steelers.
Lamar and Derrick were not about to eat cake after the game 😂#NFLonNetflix @netflix pic.twitter.com/Waw5ab96ga
— NFL (@NFL) December 26, 2024