Searle úr leik en Aspinall kláraði sitt Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. desember 2024 16:38 Nathan Aspinall er á leið í 16-manna úrslit á HM í pílukasti í dag. James Fearn/Getty Images Ryan Joyce, Ricardo Pietreczko og Nathan Aspinall tryggðu sér sæti í 16-manna úrslitum heimsmeistaramótsins í pílukasti í dag. Nafnarnir Ryan Joyce og Ryan Searle mættust í fyrstu viðureign dagsins. Searle situr í 20. sæti heimslistans, 13 sætum ofar en Joyce, og því bjuggust flestir við því að Þungarokkarinn myndi hafa betur í viðureigninni. Það var hins vegar Joyce sem byrjaði betur og vann fyrstu tvö settin, 3-2 og 3-2, áður en Searle vaknaði til lífsins og jafnaði metin með því að vinna næstu tvö sett, 3-1 og 3-2. Joyce vann svo fimmta settið 3-0 áður en Searle tryggði sér oddasett með 3-2 sigri í því sjötta. Þar reyndist Joyce hafa sterkari taugar. Hann vann settið 4-2 eftir upphækun og leikinn því samanlagt 4-3. JOYCE WINS AN ALLY PALLY EPIC!What. A. Match! 🔥Ryan Joyce produces an incredible display of finishing to defeat Ryan Searle in a seven-set thriller and move through to the last 16!📺 https://t.co/pIQvhqYxEj #WCDarts | R3 pic.twitter.com/EJvPmTXjoy— PDC Darts (@OfficialPDC) December 28, 2024 Það voru svo þeir Scott „Shaggy“ Williams og Ricardo „Pikachu“ Pietreczko sem áttust við í annarri viðureign dagsins. Williams spilaði leikinn ágætlega að stærstum hluta, en útskotin fóru illa með hann og Pietreczko vann að lokum nokkuð öruggan 4-1 sigur. Að lokum áttust Nathan „Asp“ Aspinall og Andrew „Goldfinger“ Gilding við í spennandi viðureign. Aspinall í 12. sæti heimslistans og Gilding sjö sætum neðar. Aspinall byrjaði af miklum krafti og vann fyrstu tvö settin, 3-1 og 3-2. Hann átti í örlitlum vandræðum með þriðja settið, en hafði það 3-2 gegn kasti. Hann gerði hins vegar engin mistök í fjórða settinu, kláraði það 3-1 og leikinn samanlagt 4-0. Nathan Aspinall, Ricardo Pietreczko og Ryan Joyce eru þar með komnir í 16-manna úrslit þar sem Aspinall og Pietreczko mætast og Joyce mætir annað hvort Luke Littler eða Ian White. Pílukast Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira
Nafnarnir Ryan Joyce og Ryan Searle mættust í fyrstu viðureign dagsins. Searle situr í 20. sæti heimslistans, 13 sætum ofar en Joyce, og því bjuggust flestir við því að Þungarokkarinn myndi hafa betur í viðureigninni. Það var hins vegar Joyce sem byrjaði betur og vann fyrstu tvö settin, 3-2 og 3-2, áður en Searle vaknaði til lífsins og jafnaði metin með því að vinna næstu tvö sett, 3-1 og 3-2. Joyce vann svo fimmta settið 3-0 áður en Searle tryggði sér oddasett með 3-2 sigri í því sjötta. Þar reyndist Joyce hafa sterkari taugar. Hann vann settið 4-2 eftir upphækun og leikinn því samanlagt 4-3. JOYCE WINS AN ALLY PALLY EPIC!What. A. Match! 🔥Ryan Joyce produces an incredible display of finishing to defeat Ryan Searle in a seven-set thriller and move through to the last 16!📺 https://t.co/pIQvhqYxEj #WCDarts | R3 pic.twitter.com/EJvPmTXjoy— PDC Darts (@OfficialPDC) December 28, 2024 Það voru svo þeir Scott „Shaggy“ Williams og Ricardo „Pikachu“ Pietreczko sem áttust við í annarri viðureign dagsins. Williams spilaði leikinn ágætlega að stærstum hluta, en útskotin fóru illa með hann og Pietreczko vann að lokum nokkuð öruggan 4-1 sigur. Að lokum áttust Nathan „Asp“ Aspinall og Andrew „Goldfinger“ Gilding við í spennandi viðureign. Aspinall í 12. sæti heimslistans og Gilding sjö sætum neðar. Aspinall byrjaði af miklum krafti og vann fyrstu tvö settin, 3-1 og 3-2. Hann átti í örlitlum vandræðum með þriðja settið, en hafði það 3-2 gegn kasti. Hann gerði hins vegar engin mistök í fjórða settinu, kláraði það 3-1 og leikinn samanlagt 4-0. Nathan Aspinall, Ricardo Pietreczko og Ryan Joyce eru þar með komnir í 16-manna úrslit þar sem Aspinall og Pietreczko mætast og Joyce mætir annað hvort Luke Littler eða Ian White.
Pílukast Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira