Littler mætti landa sínum Ryan Joyce og varð sjötti Englendingurinn til að komast inn í átta manna úrslitin en það mátti vart tæpara standa.
Þeir littler og Joyce skiptust á að vinna settin og Joyce setti alvöru pressu á Littler, sem flestir spá núna heimsmeistaratitlinum, með því að vinna sjötta settið 3-2 og komast í oddasett.
Með allt undir var Littler hins vegar öryggið uppmálað og vann oddasettið 3-1, og fagnaði vel líkt og mikill fjöldi aðdáenda hans í Alexandra Palace.
Fyrr í kvöld vann Stephen Bunting afar öruggan 4-0 sigur gegn Luke Woodhouse og Hollendingurinn Michael van Gerwen vann svo Svíann Jeffrey de Graaf. Svíinn gerði reyndar vel með því að jafna metin í 2-2 en þá sýndi Van Gerwen úr hverju hann er gerður og vann síðustu tvö settin 3-0.
Keppendurnir fá frí á morgun, gamlársdag, en átta manna úrslitin eru svo á nýársdag, undanúrslit 2. janúar og úrslitin 3. janúar.
Átta manna úrslitin:
Peter Wright - Stephen Bunting
Luke Littler - Nathan Aspinall
Chris Dobey - Gerwyn Price
Michael van Gerwen - Callan Rydz