„Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Lovísa Arnardóttir skrifar 3. janúar 2025 13:00 Kolbrún segir ekki geta skapast sátt um samninga ef aðilar vinnumarkaðarins og stéttarfélög eru ekki sammála um svigrúm og aðferðarfræðina sem er notuð. Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM, telur að aðilar vinnumarkaðar ættu að nýta næstu fjögur árin til að komast að samkomulagi um nýtt verklag við gerð nýrra kjarasamninga. Verklag sem gæti skapað sátt svo að allir gangi sáttir að og frá samningaborðinu. Kolbrún fjallar um málið í aðsendri grein á vef Vísis í dag . Hún segir nauðsynlegt að aðilar vinnumarkaðarins dragi einhvern lærdóm af yfirstandandi kjaralotu. Það séu flestir búnir að semja en kjaralotan hafi verið langvinn. Þá bendir hún á að henni sé ekki enn lokið en sem dæmi eru kennarar enn að deila og funda í dag. Sjá einnig: Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún segir í grein sinni að nauðsynlegt sé að það sé samstaða um svigrúm til launahækkana hjá opinberum og almennum markaði. „Þegar okkur virðast þetta vera bara einhverjar tilskipanir um það svigrúm sem er til staðar. Þá verður ekkert samtal. Þá er bara gengið á einhvern vegg þó að fólk haldi marga fundi og sé að reyna að tala saman. Ef það þokast ekkert áfram þá finnst fólki samtalið ekki vera til neins og það hafi kannski aldrei verið ætlunin að láta samtalið leiða til einhvers,“ segir Kolbrún í samtali við fréttastofu. Hún segir nauðsynlegt að við samningaborðið sé bæði traust og skilningur, en það verði ekki til nema fólki líði eins og þeirra sjónarmið geti haft einhver áhrif á niðurstöðuna. „Það sem ég er að benda á er raunverulega að það sé tekin einhliða ákvörðun um þetta svigrúm sem er til launahækkana á hverjum tíma þegar það er samið við félögin á almenna markaðnum. Þess vegna finnst félögum sem starfa fyrst og fremst á opinberum markaði að það sé gengið fram hjá sér.“ Lítið að semja um í raun Þegar þau hitti sínar samninganefndir sé í raun búið að ákveða svigrúmið og lítið að semja um. „Þetta séu því ekki eiginlega samningaviðræður, finnst fólki.“ Kolbrún telur að til að byrja með væri hægt að nýta betur úrræði eins og Þjóðhagsráð og Kjaratölfræðinefnd. Allir aðilar vinnumarkaðarins eigi aðild að þessu úrræðum. „Ég held það sé tækifæri núna, þegar það eru fjögur ár tæp í næstu samninga að nýta tímann vel og skoða með hvaða hætti við getum virkjað þjóðhagsráð og kjaratölfræðinefnd með miklu afgerandi hætti inn í það samtal sem þarf að eiga stað á hverjum tíma.“ Þannig séu allir í sama samtalinu og sammála um það svigrúm sem er til staðar á hverjum tíma. Hún segir nú ríkisstjórn komna til valda sem vilji samtal. Það sé búið að opna kanal á samráðsgátt um hagræðingu í ríkisrekstri til dæmis. Það sé gott og gilt en það sem skipti miklu meira máli sé að samtal við fulltrúa stéttarfélaga landsins verði haldið opnu og lifandi. Það verði grundvöllur ákvarðananna til. Sátt um verklag á Norðurlöndunum Hún bendir á að á Norðurlöndunum hafi náðst sátt um verklag. Þar eigi sér stað samtal allan ársins hring um þróun hagkerfis og svigrúm til launahækkana. „Það eru ekki sömu átökin á vinnumarkaði á Norðurlöndunum eins og virðast vera hér í hvert sinn sem samningar nálgast, eða eru teknir upp. Þetta samtal sem á sér stað á Norðurlöndunum fer fram með formlegum hættu við alla aðila vinnumarkaðarins og stendur yfir allan ársins hring. Þar er alltaf verið að skoða hver er þróunin í hagkerfinu og hvert svigrúmið verður til launahækkana. Það eru útflutningsgreinarnar sem hafa mikið með það að segja en þær eru ekki einar að móta niðurstöðuna. Niðurstaðan er mótuð í breiðu samtali.“ Kolbrún segir betra ef allir væru sammála um aðferðafræðina og samtalið væri yfir lengra tímabil. „Við förum alltaf í einhvern átakagír þegar það nálgast að samningar séu að renna út og erum ekki nægilega vel undirbúin og mætum vígreif til leiks og ætlum að slást um einhverja niðurstöðu. Það er ekki vænleg aðferð.“ Vongóð um framhaldið Hún segir formenn annarra stéttarfélaga eiga í stöðugu samtali um þessa aðferðarfræði. Þau ráði þó ekki ein för. Hún segir forseta ASÍ hafa til dæmis fjallað um þetta í síðustu ársskýrslu samtakanna. „Við viljum öll bæta vinnubrögðin og stöndum saman um það. Við erum bara ekki búin að fá samband við þá sem þurfa að koma með okkur að borðinu í þessari vinnu.“ Hún segist vongóð um að það geti gerst. „Ég held að við höfum með fjögurra ára samningi skapað svigrúm til þess að setjast niður og skoða hvað hefðum við viljað gera öðruvísi, öll sömul, í þessari samningalotu, sem nú stendur yfir. Ég er mjög vongóð um það að fólk ætli að nýta þennan tíma, þessi ár sem við höfum fram undan, til að fara ofan í saumana á aðferðafræðinni. Þegar samningarnir eru í gildi, það er ákveðin friðarskylda í gildi. Þá höfum við tækifæri til að ræða málefnalega hvernig við ætlum okkur að nálgast næstu samninga.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Kolbrún fjallar um málið í aðsendri grein á vef Vísis í dag . Hún segir nauðsynlegt að aðilar vinnumarkaðarins dragi einhvern lærdóm af yfirstandandi kjaralotu. Það séu flestir búnir að semja en kjaralotan hafi verið langvinn. Þá bendir hún á að henni sé ekki enn lokið en sem dæmi eru kennarar enn að deila og funda í dag. Sjá einnig: Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún segir í grein sinni að nauðsynlegt sé að það sé samstaða um svigrúm til launahækkana hjá opinberum og almennum markaði. „Þegar okkur virðast þetta vera bara einhverjar tilskipanir um það svigrúm sem er til staðar. Þá verður ekkert samtal. Þá er bara gengið á einhvern vegg þó að fólk haldi marga fundi og sé að reyna að tala saman. Ef það þokast ekkert áfram þá finnst fólki samtalið ekki vera til neins og það hafi kannski aldrei verið ætlunin að láta samtalið leiða til einhvers,“ segir Kolbrún í samtali við fréttastofu. Hún segir nauðsynlegt að við samningaborðið sé bæði traust og skilningur, en það verði ekki til nema fólki líði eins og þeirra sjónarmið geti haft einhver áhrif á niðurstöðuna. „Það sem ég er að benda á er raunverulega að það sé tekin einhliða ákvörðun um þetta svigrúm sem er til launahækkana á hverjum tíma þegar það er samið við félögin á almenna markaðnum. Þess vegna finnst félögum sem starfa fyrst og fremst á opinberum markaði að það sé gengið fram hjá sér.“ Lítið að semja um í raun Þegar þau hitti sínar samninganefndir sé í raun búið að ákveða svigrúmið og lítið að semja um. „Þetta séu því ekki eiginlega samningaviðræður, finnst fólki.“ Kolbrún telur að til að byrja með væri hægt að nýta betur úrræði eins og Þjóðhagsráð og Kjaratölfræðinefnd. Allir aðilar vinnumarkaðarins eigi aðild að þessu úrræðum. „Ég held það sé tækifæri núna, þegar það eru fjögur ár tæp í næstu samninga að nýta tímann vel og skoða með hvaða hætti við getum virkjað þjóðhagsráð og kjaratölfræðinefnd með miklu afgerandi hætti inn í það samtal sem þarf að eiga stað á hverjum tíma.“ Þannig séu allir í sama samtalinu og sammála um það svigrúm sem er til staðar á hverjum tíma. Hún segir nú ríkisstjórn komna til valda sem vilji samtal. Það sé búið að opna kanal á samráðsgátt um hagræðingu í ríkisrekstri til dæmis. Það sé gott og gilt en það sem skipti miklu meira máli sé að samtal við fulltrúa stéttarfélaga landsins verði haldið opnu og lifandi. Það verði grundvöllur ákvarðananna til. Sátt um verklag á Norðurlöndunum Hún bendir á að á Norðurlöndunum hafi náðst sátt um verklag. Þar eigi sér stað samtal allan ársins hring um þróun hagkerfis og svigrúm til launahækkana. „Það eru ekki sömu átökin á vinnumarkaði á Norðurlöndunum eins og virðast vera hér í hvert sinn sem samningar nálgast, eða eru teknir upp. Þetta samtal sem á sér stað á Norðurlöndunum fer fram með formlegum hættu við alla aðila vinnumarkaðarins og stendur yfir allan ársins hring. Þar er alltaf verið að skoða hver er þróunin í hagkerfinu og hvert svigrúmið verður til launahækkana. Það eru útflutningsgreinarnar sem hafa mikið með það að segja en þær eru ekki einar að móta niðurstöðuna. Niðurstaðan er mótuð í breiðu samtali.“ Kolbrún segir betra ef allir væru sammála um aðferðafræðina og samtalið væri yfir lengra tímabil. „Við förum alltaf í einhvern átakagír þegar það nálgast að samningar séu að renna út og erum ekki nægilega vel undirbúin og mætum vígreif til leiks og ætlum að slást um einhverja niðurstöðu. Það er ekki vænleg aðferð.“ Vongóð um framhaldið Hún segir formenn annarra stéttarfélaga eiga í stöðugu samtali um þessa aðferðarfræði. Þau ráði þó ekki ein för. Hún segir forseta ASÍ hafa til dæmis fjallað um þetta í síðustu ársskýrslu samtakanna. „Við viljum öll bæta vinnubrögðin og stöndum saman um það. Við erum bara ekki búin að fá samband við þá sem þurfa að koma með okkur að borðinu í þessari vinnu.“ Hún segist vongóð um að það geti gerst. „Ég held að við höfum með fjögurra ára samningi skapað svigrúm til þess að setjast niður og skoða hvað hefðum við viljað gera öðruvísi, öll sömul, í þessari samningalotu, sem nú stendur yfir. Ég er mjög vongóð um það að fólk ætli að nýta þennan tíma, þessi ár sem við höfum fram undan, til að fara ofan í saumana á aðferðafræðinni. Þegar samningarnir eru í gildi, það er ákveðin friðarskylda í gildi. Þá höfum við tækifæri til að ræða málefnalega hvernig við ætlum okkur að nálgast næstu samninga.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira