Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 3. janúar 2025 13:00 Græni veggurinn, vöruskemman verður rædd í borgarstjórn Reykjavíkur 7. janúar 2025 af tveimur flokkum minnihlutans. Borgarfulltrúi Flokks fólksins mun leggja til að að borgarstjórn samþykki að fela innri endurskoðun og ráðgjöf Reykjavíkurborgar eða öðrum óháðum aðila að gera stjórnsýsluúttekt á skipulagsferli er varðar Álfabakka 2a, Suður-Mjódd, vöruskemmunni. Málið er grafalvarlegt enda um að ræða eitt mesta skipulagsslys meirihlutans og skipulagsyfirvalda sem munað er eftir. Kjarni málsins er sá að vöruhús við Álfabakka hefur verið reist fáeinum metrum frá íbúðablokk. Við íbúum blokkarinnar blasir 13 metra hár grænn gluggalaus veggur. Fólk er eðlilega miður sín og spyr sig hvernig svona gat gerst. Engan renndi í grun um að þarna væri verið að byggja svo stórt vöruhús (skemmu) sem lokar fyrir allt útsýni frá þeim íbúðum sem snúa að vöruhúsinu. Ræða þarf tildrög þessa máls, hvað fór úrskeiðis og hvernig þetta gat raunverulega gerst. Jafnframt er kallað eftir að ábyrgðaraðilar axli ábyrgð. Enn er verið að deila um hverjir það eru og þess þá heldur er mikilvægt að fá almennilega stjórnsýsluúttekt á málinu. Það sem skiptir mestu máli nú er að framkvæmdir séu stöðvaðar hafi þær ekki þegar verið stöðvaðar. Svona getur þetta ekki verið Hefja þarf vinnu við að finna ásættanlega lausn á þessu máli, lausn sem íbúar geta unað við. Ekki verður liðið að bjóða íbúum upp á að stara á grænan vegg vöruhússins þegar horft er út um stofugluggann. Þess má geta að þegar borgarráð veitti heimildir fyrir uppbyggingunni (heimild til að selja byggingarrétt og leggja á gatnagerðargjöld fyrir Álfabakka 2a) þann 15. júní 2023 lá skýrt fyrir í gögnum málsins að um þjónustu- og verslunarlóð væri að ræða. Reykjavíkurborg, umhverfis- og skipulagsráð og formaður ráðsins á þessum tíma bera fulla ábyrgð á að hafa veitt alltof rúmar byggingarheimildir og þegar sjá mátti hvert stefndi var ekki nóg gert til að sporna við þessu mikla skipulagsslysi. Beita hefði þurft öllum ráðum til að stöðva þessa óheillaframkvæmd. Í tillögunni um stjórnsýsluúttekt er lögð áhersla að að skoða: 1. Feril ákvarðana í málinu 2. Tímalínu málsins, frá upphafi 3. Regluverk og framkvæmd þess, með áherslu á hvort farið hafi verið eftir gildandi lögum og reglum 4. Eftirlitsferla, með sérstakri áherslu á hvernig staðið var að eftirliti við byggingu vöruhússins 5. Athugsemdir íbúa og hvernig unnið var úr þeim athugasemdum Hvernig þessu ótrúlega máli lyktar er stór spurning. Íbúar þeirra íbúða sem snúa að skemmunni verða að fá útsýnið sitt aftur sem vöruskemman byrgir nú alfarið. Mikilvægt er að öllum steinum verði velt við til að greina veikleika í stjórnsýslunni og tryggja að slík mistök endurtaki sig ekki í framtíðinni. Tillaga um stjórnsýsluúttekt var áður lögð fram af Flokki fólksins og Sjálfstæðisflokki á fundi borgarstjórnar 17. desember 2024 og var þá óskað eftir að hún yrði tekin á dagskrá með afbrigðum. Því hafnaði meirihlutinn. Tillaga um afbrigði var felld með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn níu atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins. Borgarfulltrúi Vinstri grænna sat hjá við afgreiðslu málsins. Höfundur er þingmaður og borgarfulltrúi Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skipulag Vöruskemma við Álfabakka Reykjavík Borgarstjórn Flokkur fólksins Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Píratar Samfylkingin Viðreisn Vinstri græn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Sjá meira
Græni veggurinn, vöruskemman verður rædd í borgarstjórn Reykjavíkur 7. janúar 2025 af tveimur flokkum minnihlutans. Borgarfulltrúi Flokks fólksins mun leggja til að að borgarstjórn samþykki að fela innri endurskoðun og ráðgjöf Reykjavíkurborgar eða öðrum óháðum aðila að gera stjórnsýsluúttekt á skipulagsferli er varðar Álfabakka 2a, Suður-Mjódd, vöruskemmunni. Málið er grafalvarlegt enda um að ræða eitt mesta skipulagsslys meirihlutans og skipulagsyfirvalda sem munað er eftir. Kjarni málsins er sá að vöruhús við Álfabakka hefur verið reist fáeinum metrum frá íbúðablokk. Við íbúum blokkarinnar blasir 13 metra hár grænn gluggalaus veggur. Fólk er eðlilega miður sín og spyr sig hvernig svona gat gerst. Engan renndi í grun um að þarna væri verið að byggja svo stórt vöruhús (skemmu) sem lokar fyrir allt útsýni frá þeim íbúðum sem snúa að vöruhúsinu. Ræða þarf tildrög þessa máls, hvað fór úrskeiðis og hvernig þetta gat raunverulega gerst. Jafnframt er kallað eftir að ábyrgðaraðilar axli ábyrgð. Enn er verið að deila um hverjir það eru og þess þá heldur er mikilvægt að fá almennilega stjórnsýsluúttekt á málinu. Það sem skiptir mestu máli nú er að framkvæmdir séu stöðvaðar hafi þær ekki þegar verið stöðvaðar. Svona getur þetta ekki verið Hefja þarf vinnu við að finna ásættanlega lausn á þessu máli, lausn sem íbúar geta unað við. Ekki verður liðið að bjóða íbúum upp á að stara á grænan vegg vöruhússins þegar horft er út um stofugluggann. Þess má geta að þegar borgarráð veitti heimildir fyrir uppbyggingunni (heimild til að selja byggingarrétt og leggja á gatnagerðargjöld fyrir Álfabakka 2a) þann 15. júní 2023 lá skýrt fyrir í gögnum málsins að um þjónustu- og verslunarlóð væri að ræða. Reykjavíkurborg, umhverfis- og skipulagsráð og formaður ráðsins á þessum tíma bera fulla ábyrgð á að hafa veitt alltof rúmar byggingarheimildir og þegar sjá mátti hvert stefndi var ekki nóg gert til að sporna við þessu mikla skipulagsslysi. Beita hefði þurft öllum ráðum til að stöðva þessa óheillaframkvæmd. Í tillögunni um stjórnsýsluúttekt er lögð áhersla að að skoða: 1. Feril ákvarðana í málinu 2. Tímalínu málsins, frá upphafi 3. Regluverk og framkvæmd þess, með áherslu á hvort farið hafi verið eftir gildandi lögum og reglum 4. Eftirlitsferla, með sérstakri áherslu á hvernig staðið var að eftirliti við byggingu vöruhússins 5. Athugsemdir íbúa og hvernig unnið var úr þeim athugasemdum Hvernig þessu ótrúlega máli lyktar er stór spurning. Íbúar þeirra íbúða sem snúa að skemmunni verða að fá útsýnið sitt aftur sem vöruskemman byrgir nú alfarið. Mikilvægt er að öllum steinum verði velt við til að greina veikleika í stjórnsýslunni og tryggja að slík mistök endurtaki sig ekki í framtíðinni. Tillaga um stjórnsýsluúttekt var áður lögð fram af Flokki fólksins og Sjálfstæðisflokki á fundi borgarstjórnar 17. desember 2024 og var þá óskað eftir að hún yrði tekin á dagskrá með afbrigðum. Því hafnaði meirihlutinn. Tillaga um afbrigði var felld með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn níu atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins. Borgarfulltrúi Vinstri grænna sat hjá við afgreiðslu málsins. Höfundur er þingmaður og borgarfulltrúi Flokks fólksins
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun