Innlent

Þungt haldinn á gjör­gæslu

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Frá vettvangi.
Frá vettvangi. Anton Brink

Ökumaður bílsins sem fór í sjóinn við Ægisgarð í Reykjavíkurhöfn er enn þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans.

Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út eftir að tilkynning barst upp úr hádegi á gamlársdag um að bíll hafi farið í sjóinn. Kafarar slökkviliðsins sóttu mann úr bílnum og var hann fluttur á sjúkrahús.

Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi hjá miðlægri deild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir lögreglu telja sig hafa nokkuð skýra mynd af því sem gerðist.

Verið sé að rannsaka aðdraganda þess að bíllinn hafnaði í sjónum.


Tengdar fréttir

Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina

Nærri allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu, auk björgunarkafara, var kallað út eftir að tilkynning barst um að bíll hafi farið í sjóinn við Ægisgarð í Reykjavíkurhöfn.

Ástand mannsins mjög al­var­legt

Einn karlmaður var í bílnum sem fór út af bryggjunni á Ægisgarði í Reykjavík og í höfnina eftir hádegið í gær. Ástand mannsins er sagt mjög alvarlegt en hann var fluttur á Landspítalann eftir að tókst að koma honum úr bílnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×