Sport

Karlalið Vals er lið ársins 2024

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Valsmenn þökkuðu kærlega fyrir sig.
Valsmenn þökkuðu kærlega fyrir sig. Vísir/Hulda Margrét

Karlalið Vals í handbolta var valið lið ársins 2024 á Íslandi. Frá þessu var greint á verðlaunahófi Samtaka íþróttafréttamanna í kvöld.

Valsmenn urðu í maí á síðasta ári fyrsta íslenska félagsliðið til að verða Evrópumeistari þegar félagið vann gríska félagið Olympiakos í úrslitaleik Evrópubikarsins í handbolta. Valur varð einnig bikarmeistari eftir að bursta ÍBV í úrslitaleik bikarkeppninnar.

Hvað varðar úrslitaviðureignina í Evrópubikarsins þá þurfti vítakeppni í síðari leiknum úti í Grikklandi til að skera úr um hvort Valur eða Olympiakos stæði uppi sem sigurvegari.

Valur vann fyrstu 13 leiki sína í keppninni en þessi lokaleikur var sá eini sem tapaðist. Valsmenn fögnuðu svo sigri eftir hádramatíska vítakeppni og skráðu sig á spjöld sögunnar.

Alls tóku 24 íþróttafréttamenn þátt í kjörinu og valdi hver og einn þrjá bestu þjálfara ársins að sínu mati. Fimm stig fengust fyrir efsta sæti, þrjú fyrir 2. sæti og eitt stig fyrir það þriðja.

Lið ársins

1. Valur handbolti karla 67

2. Ísland hópfimleikar kvenna 53

3. Ísland fótbolti kvenna 41

4. Valur handbolti kvenna 30

5. Víkingur fótbolti karla 14

6. Ísland körfubolti karla 6

7. FH handbolti karla 3

8.-9. Breiðablik fótbolti karla 1

Ísland handbolti kvenna 1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×