Allt er fertugum LeBron fært Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. janúar 2025 08:02 Magnaður íþróttamaður. Ronald Martinez/Getty Images Hinn fertugi LeBron James heldur áfram að skríða upp alla þá lista yfir tölfræði sem NBA-deildin í körfubolta getur boðið upp á. Nú síðast fór hann upp fyrir Michael Jordan er kemur að því að skora 30 stig eða meira í leik. LeBron fagnaði fertugsafmæli sínu á dögunum og þó hann hafi nú sagt að hann gæti spilað í NBA-deildinni í fimm ár til viðbótar þá hefur hann að sama skapi gefið í skyn að hann gæti nú farið að kalla þetta gott. Það er hins vegar ekki að sjá á frammistöðum hans eftir að hafa fagnað stórafmælinu með pompi og prakt. 👑 pic.twitter.com/9xgkVRp2QE— Los Angeles Lakers (@Lakers) January 4, 2025 LeBron mætti sínum fyrrum liði Cleveland Cavaliers í fyrsta leik sínum sem fertugur maður. Reikna má með að það hafi ekki verið tilviljun að hálfu leikjanefnd NBA-deildarinnar. Þó svo að Lakers hafi tapað – Cavaliers eru jú besta lið deildarinnar – þá átti LeBron mjög svo fínan leik. Hann skoraði 23 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 4 fráköst. Í leikjunum tveimur síðan þá hefur LeBron hins vegar sýnt allar sínar bestu hliðar. Sigrar Lakers í þeim leikjum þýða að liðið er sem stendur í baráttu um heimavallarrétt í úrslitakeppninni en fyrir mót töldu spekingar að liðið myndi yfir höfuð eiga erfitt með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Vissulega er langt í að deildarkeppni NBA ljúki en allt er fertugum LeBron fært. Gegn Portland Trail Blazers skoraði LeBron 38 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 3 fráköst. Í öflugum sigri á Atlanta Hawks skoraði LeBron svo 30 stig á aðeins 30 mínútum, gaf aftur 8 stoðsendingar og tók aftur 3 fráköst. Var það 563. leikur LeBron á ferlinum þar sem hann skorar 30 stig eða meira. Þar með fór hann yfir Jordan og á topp listans yfir 30 stig eða fleiri skoruð í leik. Breaking records like a broken record. LeBron James passes Michael Jordan for MOST 30+ point games in NBA history. pic.twitter.com/dkrGtuNnR3— Los Angeles Lakers (@Lakers) January 4, 2025 „Alltaf þegar maður er nefndur á nafn á sama tíma og þeir bestu í leiknum, og að þessu sinni með líklega þeim besta, þá er það mjög skemmtilegt. Hann er einhver sem ég dáðist að í æsku og ég er númer 23 út af honum. Svo að vita að ég er með í herberginu eða í umræðunni þegar fólk talar um MJ, það er frábært fyrir krakkann sem ég var,“ sagði Lebron eftir leik um „metið“ sem hann sló. Anthony Davis, samherji LeBron hjá Lakers, sló á létta strengi. „Það tók hann samt sjö fleiri tímabil en Jordan. En í alvörunni, þegar ég ólst upp var ég LeBron aðdáandi númer 1. Það er mitt tímabil. Þetta er augljóslega heljarinnar afrek og ég held að hann sé númer eitt á öllum listum í dag. Ég er þakklátur fyrir að vera hér með honum að afreka þetta og við viljum bara halda áfram að bæta við.“ Eftir 34 leiki er Lakers í 4. sæti vesturdeildar með 20 sigra og 14 töp. Næsti leikur liðsins er gegn Houston Rockets sem er sæti ofar og eitt margra liða vestursins sem eru í baráttu um 2. til 4. sætis en þau gefa heimavallarrétt í úrslitakeppninni. Oklahoma City Thunder hefur hins vegar svo gott sem tryggt sér 1. sætið nú þegar. Körfubolti NBA Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Sjá meira
LeBron fagnaði fertugsafmæli sínu á dögunum og þó hann hafi nú sagt að hann gæti spilað í NBA-deildinni í fimm ár til viðbótar þá hefur hann að sama skapi gefið í skyn að hann gæti nú farið að kalla þetta gott. Það er hins vegar ekki að sjá á frammistöðum hans eftir að hafa fagnað stórafmælinu með pompi og prakt. 👑 pic.twitter.com/9xgkVRp2QE— Los Angeles Lakers (@Lakers) January 4, 2025 LeBron mætti sínum fyrrum liði Cleveland Cavaliers í fyrsta leik sínum sem fertugur maður. Reikna má með að það hafi ekki verið tilviljun að hálfu leikjanefnd NBA-deildarinnar. Þó svo að Lakers hafi tapað – Cavaliers eru jú besta lið deildarinnar – þá átti LeBron mjög svo fínan leik. Hann skoraði 23 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 4 fráköst. Í leikjunum tveimur síðan þá hefur LeBron hins vegar sýnt allar sínar bestu hliðar. Sigrar Lakers í þeim leikjum þýða að liðið er sem stendur í baráttu um heimavallarrétt í úrslitakeppninni en fyrir mót töldu spekingar að liðið myndi yfir höfuð eiga erfitt með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Vissulega er langt í að deildarkeppni NBA ljúki en allt er fertugum LeBron fært. Gegn Portland Trail Blazers skoraði LeBron 38 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 3 fráköst. Í öflugum sigri á Atlanta Hawks skoraði LeBron svo 30 stig á aðeins 30 mínútum, gaf aftur 8 stoðsendingar og tók aftur 3 fráköst. Var það 563. leikur LeBron á ferlinum þar sem hann skorar 30 stig eða meira. Þar með fór hann yfir Jordan og á topp listans yfir 30 stig eða fleiri skoruð í leik. Breaking records like a broken record. LeBron James passes Michael Jordan for MOST 30+ point games in NBA history. pic.twitter.com/dkrGtuNnR3— Los Angeles Lakers (@Lakers) January 4, 2025 „Alltaf þegar maður er nefndur á nafn á sama tíma og þeir bestu í leiknum, og að þessu sinni með líklega þeim besta, þá er það mjög skemmtilegt. Hann er einhver sem ég dáðist að í æsku og ég er númer 23 út af honum. Svo að vita að ég er með í herberginu eða í umræðunni þegar fólk talar um MJ, það er frábært fyrir krakkann sem ég var,“ sagði Lebron eftir leik um „metið“ sem hann sló. Anthony Davis, samherji LeBron hjá Lakers, sló á létta strengi. „Það tók hann samt sjö fleiri tímabil en Jordan. En í alvörunni, þegar ég ólst upp var ég LeBron aðdáandi númer 1. Það er mitt tímabil. Þetta er augljóslega heljarinnar afrek og ég held að hann sé númer eitt á öllum listum í dag. Ég er þakklátur fyrir að vera hér með honum að afreka þetta og við viljum bara halda áfram að bæta við.“ Eftir 34 leiki er Lakers í 4. sæti vesturdeildar með 20 sigra og 14 töp. Næsti leikur liðsins er gegn Houston Rockets sem er sæti ofar og eitt margra liða vestursins sem eru í baráttu um 2. til 4. sætis en þau gefa heimavallarrétt í úrslitakeppninni. Oklahoma City Thunder hefur hins vegar svo gott sem tryggt sér 1. sætið nú þegar.
Körfubolti NBA Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Sjá meira