Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar 5. janúar 2025 12:01 Ég hef í spjalli við ýmsa orðið þess áskynja að sumir trúa lyginni sem haldið hefur verið að fólki árum saman um „áframhald“ aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Þannig hefur fólk í Viðreisn, Samfylkingu og aðrir með sambærilega siðferðisvitund hamrað á því að hægt sé að setjast niður í einhverskonar óformlegt kaffispjall við ESB í þeim tilgangi að komast að því „hvað sé í boði“ fyrir Ísland ef landið gengi í sambandið. Þegar þeir svo neyðast í rökræður um hvernig þessu er í raun háttað vísa þeir einatt í að Norðmenn hafi einmitt gert þetta áður. Á sama hátt og að fullyrðingin um „áframhald“ viðræðna er blekking, þá er það líka fals að halda því fram að Ísland geti fetað sömu slóð og Noregur á sínum tíma þar sem ESB breytti inngönguferli umsóknarríkja eftir seinni höfnun Noregs yfir í aðlögunarferli þar sem hvert umsóknarríki aðlagi lög, reglur og stofnanaumhverfi viðkomandi lands að kröfum ESB samhliða viðræðunum. Þannig verði umsóknarríkið búið að innleiða öll lög, allar reglur og allar aðrar kröfur sambandsins í lok viðræðnanna. Í þessu ljósi er önnur kosning almennings á þeim tímapunkti sýndarmennska og blekking. Íslendingar voru svo ólánsamir að fá yfir sig ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna árið 2009 sem sótti um aðild að Evrópusambandinu. Það gerði hún eftir stærstu kosningasvik Íslandssögunnar sem formaður Vinstri grænna, Steingrímur Jóhann Sigfússon, á „heiðurinn“ að. Hann lofaði ítrekað í aðdraganda kosninga að VG myndi aldrei taka þátt í að sækja um aðild að ESB kæmust þeir í ríkisstjórn. Út á þessi loforð fékk hann mjög mörg atkvæði fólks sem annars hefði aldrei kosið flokk hans, en kjósendur voru varla komnir út úr kjörklefanum þegar hnífasettið stóð í baki þeirra. Aðildarviðræður Íslendinga reyndust (eins og margir vissu) vera aðlögunarviðræður og á þeim tíma sem þær stóðu yfir véluðu ráðherrar og embættismenn um umbreytingu Íslands á þeim sviðum sem hverju sinni voru í umræðuferli. Aðlögunarferlið rak svo í rogastans þegar að því kom að gefa eftir stjórn sjávarauðlinda Íslands til skrifstofumanna í Brussel. Auðvitað vissu allir að það væri ein slæmra afleiðinga inngöngu í sambandið, en á þessum tímapunkti hættu blekkingar stjórnarliða að virka og Ísland slapp með skrekkinn þegar aðlögunarumsóknin var sett á ís. Næsta ríkisstjórn sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson stýrði tók svo að sér að loka endanlega fyrir blekkingaleik fyrri stjórnvalda með afgerandi hætti sem Evrópusambandið átti ekki annars kost en að taka undir. Í ljósi ofanritaðs má öllum vera ljóst að Ísland er ekki umsóknarríki um aðild að ESB. Þannig afhjúpast blekkingarleikur ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur um að kosið skuli um áframhald viðræðna við sambandið því ekki er hægt að taka upp þráðinn á því sem ekki er til staðar. Það er ekki heldur hægt að kjósa um að „kíkja í pakkann“, heldur þyrfti að sækja að nýju um aðild Íslands að Evrópusambandinu sem er allt annar hlutur. Þá er með öllu óvíst að aðildarríki ESB kæri sig um aðra slíka umsókn vitandi það að hvorki ríkisstjórn Íslands, Alþingi eða íslenskur almenningur er samstíga um inngöngu. Í raun eru Íslendingar mótfallnir því að binda trúss sitt frekar en orðið er við ríkjasamband ESB vitandi að hagsmunir Íslendinga yrðu þar fyrir borð bornir, en í ljósi þess að mannfjöldi ríkjanna ræður valdahlutföllunum og í ESB eru um 500 milljónir manns á meðan Íslendingar eru innan við 400 þúsund. Íslendingar ættu að einbeita sér að þeim málum sem lagfæra þarf hér innanlands fremur en að steypa þjóðinni í uppnám næstu árin með umræðum um aðildarumsókn að ESB og öllum þeim gífurlega kostnaði sem slíkri umsókn myndi fylgja. Íslendingar eru stolt sjálfstæð þjóð sem þarf ekki að láta segja sér fyrir verkum og verandi utan ríkjabandalags Evrópusambandsins erum við þjóð meðal þjóða og höfum okkar eigin rödd. Höldum áfram að vera sjálfstæð fullvalda þjóð. Áfram Ísland. Höfundur er stoltur Íslendingur og varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Högni Elfar Gylfason Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi …… Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Ég hef í spjalli við ýmsa orðið þess áskynja að sumir trúa lyginni sem haldið hefur verið að fólki árum saman um „áframhald“ aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Þannig hefur fólk í Viðreisn, Samfylkingu og aðrir með sambærilega siðferðisvitund hamrað á því að hægt sé að setjast niður í einhverskonar óformlegt kaffispjall við ESB í þeim tilgangi að komast að því „hvað sé í boði“ fyrir Ísland ef landið gengi í sambandið. Þegar þeir svo neyðast í rökræður um hvernig þessu er í raun háttað vísa þeir einatt í að Norðmenn hafi einmitt gert þetta áður. Á sama hátt og að fullyrðingin um „áframhald“ viðræðna er blekking, þá er það líka fals að halda því fram að Ísland geti fetað sömu slóð og Noregur á sínum tíma þar sem ESB breytti inngönguferli umsóknarríkja eftir seinni höfnun Noregs yfir í aðlögunarferli þar sem hvert umsóknarríki aðlagi lög, reglur og stofnanaumhverfi viðkomandi lands að kröfum ESB samhliða viðræðunum. Þannig verði umsóknarríkið búið að innleiða öll lög, allar reglur og allar aðrar kröfur sambandsins í lok viðræðnanna. Í þessu ljósi er önnur kosning almennings á þeim tímapunkti sýndarmennska og blekking. Íslendingar voru svo ólánsamir að fá yfir sig ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna árið 2009 sem sótti um aðild að Evrópusambandinu. Það gerði hún eftir stærstu kosningasvik Íslandssögunnar sem formaður Vinstri grænna, Steingrímur Jóhann Sigfússon, á „heiðurinn“ að. Hann lofaði ítrekað í aðdraganda kosninga að VG myndi aldrei taka þátt í að sækja um aðild að ESB kæmust þeir í ríkisstjórn. Út á þessi loforð fékk hann mjög mörg atkvæði fólks sem annars hefði aldrei kosið flokk hans, en kjósendur voru varla komnir út úr kjörklefanum þegar hnífasettið stóð í baki þeirra. Aðildarviðræður Íslendinga reyndust (eins og margir vissu) vera aðlögunarviðræður og á þeim tíma sem þær stóðu yfir véluðu ráðherrar og embættismenn um umbreytingu Íslands á þeim sviðum sem hverju sinni voru í umræðuferli. Aðlögunarferlið rak svo í rogastans þegar að því kom að gefa eftir stjórn sjávarauðlinda Íslands til skrifstofumanna í Brussel. Auðvitað vissu allir að það væri ein slæmra afleiðinga inngöngu í sambandið, en á þessum tímapunkti hættu blekkingar stjórnarliða að virka og Ísland slapp með skrekkinn þegar aðlögunarumsóknin var sett á ís. Næsta ríkisstjórn sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson stýrði tók svo að sér að loka endanlega fyrir blekkingaleik fyrri stjórnvalda með afgerandi hætti sem Evrópusambandið átti ekki annars kost en að taka undir. Í ljósi ofanritaðs má öllum vera ljóst að Ísland er ekki umsóknarríki um aðild að ESB. Þannig afhjúpast blekkingarleikur ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur um að kosið skuli um áframhald viðræðna við sambandið því ekki er hægt að taka upp þráðinn á því sem ekki er til staðar. Það er ekki heldur hægt að kjósa um að „kíkja í pakkann“, heldur þyrfti að sækja að nýju um aðild Íslands að Evrópusambandinu sem er allt annar hlutur. Þá er með öllu óvíst að aðildarríki ESB kæri sig um aðra slíka umsókn vitandi það að hvorki ríkisstjórn Íslands, Alþingi eða íslenskur almenningur er samstíga um inngöngu. Í raun eru Íslendingar mótfallnir því að binda trúss sitt frekar en orðið er við ríkjasamband ESB vitandi að hagsmunir Íslendinga yrðu þar fyrir borð bornir, en í ljósi þess að mannfjöldi ríkjanna ræður valdahlutföllunum og í ESB eru um 500 milljónir manns á meðan Íslendingar eru innan við 400 þúsund. Íslendingar ættu að einbeita sér að þeim málum sem lagfæra þarf hér innanlands fremur en að steypa þjóðinni í uppnám næstu árin með umræðum um aðildarumsókn að ESB og öllum þeim gífurlega kostnaði sem slíkri umsókn myndi fylgja. Íslendingar eru stolt sjálfstæð þjóð sem þarf ekki að láta segja sér fyrir verkum og verandi utan ríkjabandalags Evrópusambandsins erum við þjóð meðal þjóða og höfum okkar eigin rödd. Höldum áfram að vera sjálfstæð fullvalda þjóð. Áfram Ísland. Höfundur er stoltur Íslendingur og varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun