Martin er meiddur í hásin, samkvæmt Twitter-síðu Berlínarliðsins, en hann var sömuleiðis ekki með í viðureigninni við Monaco á fimmtudaginn, í 105-90 tapi í Euroleague.
Síðasti leikur Martins var á gamlársdag þegar Alba Berlín tapaði 96-85 fyrir Rostock Seawolves í þýsku deildinni, og var hann þá stigahæstur með 25 stig.
Martin meiddist snemma í nóvember og var þá óttast að um alvarleg meiðsli væri að ræða, og að hann hefði slitið hásin. Svo reyndist þó ekki vera og byrjaði Martin aftur að spila í desember.
Meiðsli hafa gert honum erfitt fyrir á síðustu árum því Martin sleit krossband í hné árið 2022, þá sem leikmaður Valencia, og var frá keppni í tæpt ár, og hann varð svo að fara í aðra aðgerð á sama hné haustið 2023 en var þá frá keppni í mun skemmri tíma.
Hann tognaði jafnframt í læri fyrir úrslitaeinvígið við Bayern München í byrjun síðasta sumars og missti af einvíginu.
Alba Berlín veitir ekki af kröftum Martins en liðið er í 15. sæti þýsku deildarinnar með fjóra sigraog átta töp, fyrir leikinn við Bayern í dag.