Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar 5. janúar 2025 16:59 Óska ber nýrri ríkisstjórn velfarnaðar. En stjórnin hefur nú hafið sín störf með því að leggja áherslu á aukinn sparnað og hagræðingu hjá hinu opinbera. Það vekur mann óhjákvæmilega til umhugsunar. Staðreyndin er sú að opinber þjónusta í landinu sætti miklum niðurskurði fjárlaga eftir bankahrunið 2008, og sá niðurskurður var ekki bættur nema að hluta til þegar betur fór að ára. Við hafa tekið fjárlagaár aðhalds og hagræðingarkröfu á hendur opinberra stofnana til þessa dags. Afleiðingar niðurskurðar og aðhalds birtast í mikilli innviðaskuld. Sú skuld kemur fram á fimm megin sviðum. Í fyrsta lagi hefur þrengt að rekstri heilbrigðisstofna í landinu, sem birtist í ónógri mönnun í opinberri heilbrigðisþjónustu, miklu álagi opinberra heilbrigðisstarfsmanna, þjónustuleysi og vaxandi biðtíma almennings eftir heimsóknum og viðtölum. Í öðru lagi er skólakerfið aðþrengt, og þá sérstaklega þegar kemur að verkmenntun og háskólamenntun, eins og samanburðarathuganir hafa sýnt. Enn vantar mikið uppá að fjárveitingar til verknáms og fjárveitingar til háskólamenntunar og háskólarannsókna jafnist á við meðaltal OECD, að ekki sé talað um önnur Norðurlönd. Ástandið bitnar á gæðum verknáms og útskriftum verknámsnema, sem mikil þörf er á, og bitnar einnig á mönnun og gæðum háskólastarfs í landinu og faglegum undirbúningi háskólanemenda til starfa. Í þriðja lagi er samgöngukerfið fjársvelt. Þjóðvegakerfið er fyrst og fremst ein akgrein í hvora átt, víðast án nauðsynlegra vegaxla, og er bundið þunnri vegklæðningu sem vitað er að þolir ekki álag þungrar umferðar og jafnvel ekki álag íslensks veðurs. Þá er viðhaldi vegakerfisins víða ábótavant. Í fjórða lagi má nefna að í félagslega kerfinu hefur verið gengið hart fram gagnvart þjónustuþegum og lágmarksbætur hafðar undir lægstu tekjum. Í ofanálag hafa bæturnar ekki verið hækkaðar í samræmi við almenna launaþróun. Félagslega kerfið líður einnig vegna langvarandi biðtíma umsækjenda eftir félagslegri aðstoð og hjálp. Loks er að nefna menninguna og þá hef ég einkum í huga okkar kristnu menningu og kirkjulegu starfsemi. Niðurskurður sóknargjalda eftir bankahrunið var vel umfram annan niðurskurð innan þáverandi dóms- og kirkjumálaráðuneytis. Ráðuneytið hefur síðan staðið að vaxandi niðurskurði á skilum sóknagjalda til safnaða þjóðkirkjunnar og nema skilin nú einungis um helmingi þess sem kveðið er á um í 2. grein laga um sóknargjöld. Þessi framgangur stjórnvalda hefur bitnað illa á öllu mannræktar- og menningarstarfi sem fram hefur farið á vegum safnaða kirkjunnar í landinu. Farsælast væri nýrri ríkisstjórn að snúa sér sem fyrst að þeirri innviðaskuld í heilbrigðis-, mennta-, samgöngu-, félags- og menningarmálum sem íslenska þjóðin stendur frammi fyrir. Í því sambandi þarf að huga vel að tekjugrunni hins opinbera og tryggja að allir beri þar sanngjarnan hlut. Réttur og krafa almennings til velferðar er undir því komin að þessi innviðaskuld sé greidd niður. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Sjá meira
Óska ber nýrri ríkisstjórn velfarnaðar. En stjórnin hefur nú hafið sín störf með því að leggja áherslu á aukinn sparnað og hagræðingu hjá hinu opinbera. Það vekur mann óhjákvæmilega til umhugsunar. Staðreyndin er sú að opinber þjónusta í landinu sætti miklum niðurskurði fjárlaga eftir bankahrunið 2008, og sá niðurskurður var ekki bættur nema að hluta til þegar betur fór að ára. Við hafa tekið fjárlagaár aðhalds og hagræðingarkröfu á hendur opinberra stofnana til þessa dags. Afleiðingar niðurskurðar og aðhalds birtast í mikilli innviðaskuld. Sú skuld kemur fram á fimm megin sviðum. Í fyrsta lagi hefur þrengt að rekstri heilbrigðisstofna í landinu, sem birtist í ónógri mönnun í opinberri heilbrigðisþjónustu, miklu álagi opinberra heilbrigðisstarfsmanna, þjónustuleysi og vaxandi biðtíma almennings eftir heimsóknum og viðtölum. Í öðru lagi er skólakerfið aðþrengt, og þá sérstaklega þegar kemur að verkmenntun og háskólamenntun, eins og samanburðarathuganir hafa sýnt. Enn vantar mikið uppá að fjárveitingar til verknáms og fjárveitingar til háskólamenntunar og háskólarannsókna jafnist á við meðaltal OECD, að ekki sé talað um önnur Norðurlönd. Ástandið bitnar á gæðum verknáms og útskriftum verknámsnema, sem mikil þörf er á, og bitnar einnig á mönnun og gæðum háskólastarfs í landinu og faglegum undirbúningi háskólanemenda til starfa. Í þriðja lagi er samgöngukerfið fjársvelt. Þjóðvegakerfið er fyrst og fremst ein akgrein í hvora átt, víðast án nauðsynlegra vegaxla, og er bundið þunnri vegklæðningu sem vitað er að þolir ekki álag þungrar umferðar og jafnvel ekki álag íslensks veðurs. Þá er viðhaldi vegakerfisins víða ábótavant. Í fjórða lagi má nefna að í félagslega kerfinu hefur verið gengið hart fram gagnvart þjónustuþegum og lágmarksbætur hafðar undir lægstu tekjum. Í ofanálag hafa bæturnar ekki verið hækkaðar í samræmi við almenna launaþróun. Félagslega kerfið líður einnig vegna langvarandi biðtíma umsækjenda eftir félagslegri aðstoð og hjálp. Loks er að nefna menninguna og þá hef ég einkum í huga okkar kristnu menningu og kirkjulegu starfsemi. Niðurskurður sóknargjalda eftir bankahrunið var vel umfram annan niðurskurð innan þáverandi dóms- og kirkjumálaráðuneytis. Ráðuneytið hefur síðan staðið að vaxandi niðurskurði á skilum sóknagjalda til safnaða þjóðkirkjunnar og nema skilin nú einungis um helmingi þess sem kveðið er á um í 2. grein laga um sóknargjöld. Þessi framgangur stjórnvalda hefur bitnað illa á öllu mannræktar- og menningarstarfi sem fram hefur farið á vegum safnaða kirkjunnar í landinu. Farsælast væri nýrri ríkisstjórn að snúa sér sem fyrst að þeirri innviðaskuld í heilbrigðis-, mennta-, samgöngu-, félags- og menningarmálum sem íslenska þjóðin stendur frammi fyrir. Í því sambandi þarf að huga vel að tekjugrunni hins opinbera og tryggja að allir beri þar sanngjarnan hlut. Réttur og krafa almennings til velferðar er undir því komin að þessi innviðaskuld sé greidd niður. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun