Sport

Dag­skráin: Enski, kvennakarfa og Lokasóknin undir­býr úr­slita­keppnina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
William Saliba og félagar í Arsenal verða í beinni í kvöld.
William Saliba og félagar í Arsenal verða í beinni í kvöld. Getty/Julian Finney

Það eru beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag og kvöld eins og vanalega á þriðjudögum.

Fyrri undanúrslitaleikurinn hjá Arsenal og Newcastle í enska deildabikarnum verður sýndur beint en þar er barist um sæti í fyrsta úrslitaleiknum í enska fótboltanum á leiktíðinni.

Kvennakarfan er kominn af stað eftir jólafrí og það er stutt á milli leikja. Fyrsta umferðin fór fram um síðustu helgi og í kvöld eru leikir í annarri umferð á nýju ári.

Lokasóknin fjallar vikulega um NFL-deildin og nú er lokaumferð deildarkeppninnar gerð upp auk þess að farið verið yfir úrslitakeppnina em hest um næstu helgi.

Extra þáttur Bónus Körfuboltakvölds er einnig sýndur í kvöld en þar verður hitað upp fyrir þrettándu umferð Bónus deildar karla.

Það verður einnig sýnt frá Meistaradeildinni í snóker og NHL-deildinni í íshokkí.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag.

Stöð 2 Sport

Klukkan 18.30 hefst Extra þáttur Bónus Körfuboltakvölds þar sem er hitað upp fyrir næstu umferð í Bónus deild karla í körfubolta.

Klukkan 19.05 hefst útsending frá leik Njarðvíkur og Hauka í Bónus deild kvenna í körfubolta.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 19.50 hefst Lokasóknin þar sem farið verður yfir síðustu helgi í NFL deild ameríska fótboltans.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 20.05 hefst útsending frá leik Vals og Tindastóls í Bónus deild kvenna í körfubolta.

Vodafone Sport

Klukkan 11.00 hefst útsending frá Meistaradeildinni í snóker.

Klukkan 19.50 hefst útsending frá undanúrslitaleik Arsenal og Newcastle í enska deildabikarnum.

Klukkan 00.05 hefst útsending frá leik Tampa Bay Lightning og Carolina Hurricanes í NHL-deildinni í íshokkí.

Bónus deildar rásin

Klukkan 18.10 hefst útsending frá leik Stjörnunnar og Aþenu í Bónus deild kvenna í körfubolta.

Bónus deildar rás 2

Klukkan 19.25 hefst útsending frá leik Grindavíkur og Hamars/Þórs í Bónus deild kvenna í körfubolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×