Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Kjartan Kjartansson skrifar 7. janúar 2025 08:47 Þegar mest lét voru um 800 fangar í Guantánamo. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki. Vísir/Getty Fimmtán fangar dúsa nú í Guantánamo-herfangelsinu á Kúbu og hafa aldrei verið færri eftir að ellefu fangar voru fluttir til Óman. Mennirnir voru teknir höndum eftir hryðjuverkaárásirnar á New York árið 2001 en hafa aldrei verið ákærðir fyrir nokkra glæpi. Fangaflutningurinn fór fram snemma í gærmorgun en fangarnir eru allir frá Jemen, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þeir voru fluttir til Óman þar sem ástandið í Jemen þykir of óstöðugt vegna áralangs borgarastríðs sem þar geisar. Bandarísk stjórnvöld þökkuðu stjórnvöldum í Óman fyrir að taka þátt í því verkefni að fækka föngum í Guantánamo á „ábyrgan“ hátt. Til stendur að loka fangelsinu á endanum. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt framferði Bandaríkjastjórnar í Guantánamo. Þangað sendi hún erlenda vígamenn sem voru teknir höndum í kjölfar hryðjuverkanna 11. september árið 2001. Þar var þeim haldið árum og áratugum saman án ákæru. Þegar mest lét voru um 800 fangar í fangelsinu sem er hluti af sjóherstöð Bandaríkjanna á suðaustanverðri Kúbu. Barack Obama, þáverandi forseti, vildi loka fangelsinu sem hann taldi stríða gegn grunngildum Bandaríkjanna en mætti andstöðu Bandaríkjaþings. Donald Trump stöðvaði aðgerðir til þess að fækka föngum í Guantánamo í fyrri forsetatíð sinni. Hann sagðist telja það veikja ímynd Bandaríkjanna að loka fangelsinu eða sleppa föngunum. Joe Biden, fráfarandi forseti, tók aftur upp þráðinn og hefur grynnkað á fjöldanum sem er vistaður í fangelsinu. Bandaríkin Kúba Óman Mannréttindi Hryðjuverkin 11. september 2001 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira
Fangaflutningurinn fór fram snemma í gærmorgun en fangarnir eru allir frá Jemen, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þeir voru fluttir til Óman þar sem ástandið í Jemen þykir of óstöðugt vegna áralangs borgarastríðs sem þar geisar. Bandarísk stjórnvöld þökkuðu stjórnvöldum í Óman fyrir að taka þátt í því verkefni að fækka föngum í Guantánamo á „ábyrgan“ hátt. Til stendur að loka fangelsinu á endanum. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt framferði Bandaríkjastjórnar í Guantánamo. Þangað sendi hún erlenda vígamenn sem voru teknir höndum í kjölfar hryðjuverkanna 11. september árið 2001. Þar var þeim haldið árum og áratugum saman án ákæru. Þegar mest lét voru um 800 fangar í fangelsinu sem er hluti af sjóherstöð Bandaríkjanna á suðaustanverðri Kúbu. Barack Obama, þáverandi forseti, vildi loka fangelsinu sem hann taldi stríða gegn grunngildum Bandaríkjanna en mætti andstöðu Bandaríkjaþings. Donald Trump stöðvaði aðgerðir til þess að fækka föngum í Guantánamo í fyrri forsetatíð sinni. Hann sagðist telja það veikja ímynd Bandaríkjanna að loka fangelsinu eða sleppa föngunum. Joe Biden, fráfarandi forseti, tók aftur upp þráðinn og hefur grynnkað á fjöldanum sem er vistaður í fangelsinu.
Bandaríkin Kúba Óman Mannréttindi Hryðjuverkin 11. september 2001 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira