Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Aron Guðmundsson skrifar 9. janúar 2025 07:32 Jón Daði Böðvarsson er orðinn leikmaður Wrexham í Englandi. Wrexham Jón Daði Böðvarsson stendur á krossgötum og á næstu vikum ræðst hvort hann verði áfram í útlöndum eða komi heim til Íslands eftir stutta dvöl hjá Hollywood liði Wrexham. Jón, hafði verið í ákveðnum hléi frá fótbolta síðan samningur hans við Bolton rann út síðastliðið sumar þegar að kallið kom frá Wrexham og Selfyssingurinn skrifaði undir stuttan samning. Spilatíminn hefur verið af skornum skammti. „Ég kem hingað og var kannski ekki að búast við því að byrja hvern einasta leik. Það var komið skýrt fram við mig og mér gert það ljóst að ég væri fenginn hingað til að sinna ákveðnu hlutverki til að byrja með. Koma mér aftur til baka í leikform. Það tók kannski tvær til þrjár vikur að koma mér almennilega inn í það. Raunveruleikinn er bara sá að liðið hefur yfir að skipa stórum leikmannahóp. Með mikið af framherjum og liðið er að vinna mikið af leikjum. Þá getur það gerst að maður er ekki eins mikið viðriðinn og maður vill. Það er búið að vera erfitt.“ Jón Daði í leik með Wrexham.Gary Oakley/Getty Images „En ég gerði mér líka alveg grein fyrir því, og það var útskýrt fyrir mér, að maður væri ekki endilega að fara byrja alla leiki. Maður þyrfti að koma sér af stað aftur, komast inn í hlutina þarna, kynnast liðinu og þokkabót koma sér í stand. Ég var búinn að vera lengi samningslaus og þetta hefur verið smá rússíbani. Auðvitað hefði maður viljað vera aðeins meira viðriðinn en raunin hefur verið. Það er bara staðreynd.“ „Miklu betri staða en sú sem ég var í“ Og nú líður að þeim tímapunkti að samningur Jóns Daða rennur sitt skeið. Hvað tekur við? „Ég veit það ekki. Ég held það verði rætt á næstu dögum þar sem að samningum er að fara ljúka núna 23.janúar. Til að byrja með var þetta náttúrulega mjög stuttur samningur. Ég veit ekki hvað framhaldið ber í skauti sér. Maður fær að vita það á næstu dögum. Hvort sem að það verður áfram hér eða annars staðar þá tel ég mig mjög þakklátan fyrir að hafa komið hingað. Þetta er miklu betra en sú staða sem ég var í, að vera samningslaus. Þetta hefur gefið mér aðeins meira sjálfstraust, að komast aftur inn í þennan atvinnumannaheim sem maður hefur verið hluti af í öll þessi ár. Að ná til baka forminu og sjálfstraustinu, fá þessa þekkingu aftur í sjálfan mig að ég er á þessu gæðastigi og vill kannski halda áfram að vera í þessu umhverfi. Það verður að koma í ljós. Hvort sem að það verður hér eða annars staðar hef ég verið virkilega sáttur með dvöl mína hér.“ Opinn fyrir heimkomu Jón Daði var orðaður við heimkomu í sumar. Hann útilokar ekki að snúa heim til Íslands. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá er ég smá á báðum áttum. Ég er opinn fyrir báðu en það sem hvetur mig kannski mest við að koma heim er fjölskyldan aðallega. Fótboltinn spilar náttúrulega alltaf líka hluta af því en dóttir mín fer að verða sex ára gömul og maður vill að hún fari að byrja í skóla á Íslandi sem fyrst frekar heldur en síðar. Það eru alls konar hlutir sem að spila inn í. Á sama tíma er þetta alltaf erfitt, hvort maður vilji halda áfram nokkur ár í viðbót í atvinnumennskunni eða vill maður koma heim. Það er enn smá spurningarmerki hjá mér en það kemur í ljós í núna seinna í janúar, í lok tímans hjá Wrexham, hvort maður verði áfram hér, fari eitthvað annað í atvinnumennskunni eða kem heim til Íslands. Ég veit það ekki.“ Fótbolti Íslenski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira
Jón, hafði verið í ákveðnum hléi frá fótbolta síðan samningur hans við Bolton rann út síðastliðið sumar þegar að kallið kom frá Wrexham og Selfyssingurinn skrifaði undir stuttan samning. Spilatíminn hefur verið af skornum skammti. „Ég kem hingað og var kannski ekki að búast við því að byrja hvern einasta leik. Það var komið skýrt fram við mig og mér gert það ljóst að ég væri fenginn hingað til að sinna ákveðnu hlutverki til að byrja með. Koma mér aftur til baka í leikform. Það tók kannski tvær til þrjár vikur að koma mér almennilega inn í það. Raunveruleikinn er bara sá að liðið hefur yfir að skipa stórum leikmannahóp. Með mikið af framherjum og liðið er að vinna mikið af leikjum. Þá getur það gerst að maður er ekki eins mikið viðriðinn og maður vill. Það er búið að vera erfitt.“ Jón Daði í leik með Wrexham.Gary Oakley/Getty Images „En ég gerði mér líka alveg grein fyrir því, og það var útskýrt fyrir mér, að maður væri ekki endilega að fara byrja alla leiki. Maður þyrfti að koma sér af stað aftur, komast inn í hlutina þarna, kynnast liðinu og þokkabót koma sér í stand. Ég var búinn að vera lengi samningslaus og þetta hefur verið smá rússíbani. Auðvitað hefði maður viljað vera aðeins meira viðriðinn en raunin hefur verið. Það er bara staðreynd.“ „Miklu betri staða en sú sem ég var í“ Og nú líður að þeim tímapunkti að samningur Jóns Daða rennur sitt skeið. Hvað tekur við? „Ég veit það ekki. Ég held það verði rætt á næstu dögum þar sem að samningum er að fara ljúka núna 23.janúar. Til að byrja með var þetta náttúrulega mjög stuttur samningur. Ég veit ekki hvað framhaldið ber í skauti sér. Maður fær að vita það á næstu dögum. Hvort sem að það verður áfram hér eða annars staðar þá tel ég mig mjög þakklátan fyrir að hafa komið hingað. Þetta er miklu betra en sú staða sem ég var í, að vera samningslaus. Þetta hefur gefið mér aðeins meira sjálfstraust, að komast aftur inn í þennan atvinnumannaheim sem maður hefur verið hluti af í öll þessi ár. Að ná til baka forminu og sjálfstraustinu, fá þessa þekkingu aftur í sjálfan mig að ég er á þessu gæðastigi og vill kannski halda áfram að vera í þessu umhverfi. Það verður að koma í ljós. Hvort sem að það verður hér eða annars staðar hef ég verið virkilega sáttur með dvöl mína hér.“ Opinn fyrir heimkomu Jón Daði var orðaður við heimkomu í sumar. Hann útilokar ekki að snúa heim til Íslands. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá er ég smá á báðum áttum. Ég er opinn fyrir báðu en það sem hvetur mig kannski mest við að koma heim er fjölskyldan aðallega. Fótboltinn spilar náttúrulega alltaf líka hluta af því en dóttir mín fer að verða sex ára gömul og maður vill að hún fari að byrja í skóla á Íslandi sem fyrst frekar heldur en síðar. Það eru alls konar hlutir sem að spila inn í. Á sama tíma er þetta alltaf erfitt, hvort maður vilji halda áfram nokkur ár í viðbót í atvinnumennskunni eða vill maður koma heim. Það er enn smá spurningarmerki hjá mér en það kemur í ljós í núna seinna í janúar, í lok tímans hjá Wrexham, hvort maður verði áfram hér, fari eitthvað annað í atvinnumennskunni eða kem heim til Íslands. Ég veit það ekki.“
Fótbolti Íslenski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira