Þrettánda umferðina í Bónus deild karla í körfubolta verður í aðalhlutverki en fjórir leikir verða sýndir beint í kvöld.
Það verður hægt að horfa á alla leikina í beinni en einnig er hægt að fylgjast með þeim öllum í einu í Skiptiborðinu. Leikir kvöldsins verða síðan að lokum gerðir upp í Tilþrifunum.
Fótboltinn er líka á dagskrá en það verður sýnt bæði frá leik með Cristiano Ronaldo og félögum í sádi-arabísku deildinni sem og leik úr enska bikarnum.
Það verður einnig sýnt frá Meistaradeildinni í snóker og NHL-deildinni í íshokkí.
Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag.
Stöð 2 Sport
Klukkan 19.00 verður hitað upp fyrir GAZ-leik kvöldsins.
Klukkan 19.10 hefst Skiptiborðið þar sem verður á sama tíma fylgst með öllum leikjum kvöldsins í Bónus deild karla í körfubolta.
Klukkan 21.15 hefjast Tilþrifin þar sem verður farið yfir leikina fjóra sem voru á dagskrá í Bónus deild karla í körfubolta í kvöld.
Stöð 2 Sport 5
Klukkan 19.00 hefst útsending frá leik Keflavíkur og Hattar í Bónus deild karla í körfubolta.
Vodafone Sport
Klukkan 11.00 hefst útsending frá Meistaradeildinni í snóker.
Klukkan 16.55 hefst útsending frá leik Al Nassr og Al Okhdood í sádi-arabíska fótboltanum.
Klukkan 19.40 hefst útsending frá leik Everton og Peterborough í enska bikarnum.
Klukkan 00.05 hefst útsending frá leik Tampa Bay Lightning og Boston Bruins í NHL-deildinni í íshokkí.
Bónus deildar rásin
Klukkan 19.10 hefst útsending frá leik Tindastóls og ÍR í Bónus deild karla í körfubolta.
Bónus deildar rás 2
Klukkan 19.10 hefst útsending frá leik Álftaness og Njarðvíkur í Bónus deild karla í körfubolta.
Bónus deildar rás 3
Klukkan 19.20 hefst útsending frá leik Grindavíkur og Hauka í Bónus deild karla í körfubolta.