Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. janúar 2025 18:31 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm Utanríkisráðherra Íslands segir blikur á lofti í alþjóðamálum og áréttar að Grænland sé ekki til sölu. Verðandi Bandaríkjaforseti ásælist landsvæði Grænlendinga og í gær sagðist hann ekki útiloka að hervaldi verði beitt til að svo megi verða. Á meðan spókaði sonur hans sig í umdeildri heimsókn á Grænlandi. Þegar Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna var spurður hvort hann gæti útilokað að hann myndi grípa til efnahagslegra eða hernaðarlegra aðgerða til að taka yfir Grænland og Panamaskurðinn svaraði hann því neitandi. Hann þyrfti á Panama og Grænlandi að halda. Skömmu eftir að hann lét þessi ummæli falla flaug sonur hans, Donald Trump yngri, til Grænlands ásamt fylgdarliði. Hann var spurður hvers vegna hann væri á Grænlandi. „Við erum hér sem ferðamenn til að sjá landið. Þetta lítur ótrúlega út. Við höfum ætlað okkur að koma hingað í langan tíma.“ Þrátt fyrir að Trump yngri sagðist vera þarna til að skoða sig um hafa margir lesið eitthvað annað og meira út úr heimsókninni og tengt hana við ummæli Trumps eldri. Í gær hitti Trump yngri grænlenska stuðningsmenn Trumps en hinn verðandi forseti útskýrði í símtali að hann þyrfti á Grænlandi að halda til að tryggja þjóðaröryggi. „Við munum koma vel fram við ykkur, þið vitið það. Fariði vel með ykkur,“ heyrðist Trump eldri segja í símtalinu við grænlenska stuðningsmenn. Svar Trumps um hernaðaðaraðgerðir hafa vakið hörð viðbrögð en utanríkisráðherra Frakklands sagðist ekki munu leyfa neina slíka tilburði. Forsætisráðherra Danmerkur segir mikilvægt að sýna Grænlendingum virðingu. Eins og Mute Egede, formaður grænlensku landsstjórnarinnar, hefur þegar sagt þá er Grænland ekki til sölu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, var á flugvellinum á leið til Þýskalands á fund varnamálaráðherra Atlantshafsbandalagsríkjanna þegar fréttastofa náði tali af henni. „Mér var náttúrulega brugðið við að heyra svona yfirlýsingar frá verðandi forseta en á þessu stigi þá tel ég ekki rétt að tjá mig frekar um það sem hann var að segja öðruvísi en það að ég undirstrika orð Egede, forsætisráðherra Grænlands, um að Grænland er ekki til sölu og það er Grænlendinga sjálfra að ákveða um sína eigin framtíð.“ Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin verði samstíga. „Að sjálfsögðu erum við í sambandi út af þessu og höfum verið með ákveðin tengsl vegna þessara orða en ég tel ekki tímabært að tjá mig um þessi orð verðandi Bandaríkjaforseta en það er ljóst a það eru blikur á lofti í alþjóðamálum en við Íslendingar styðjum Grænlendinga.“ Grænland Danmörk Donald Trump NATO Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Tengdar fréttir Af hverju langar Trump í Grænland? Donald Trump, sem tekur aftur við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar, hefur ítrekað talað fyrir því undanfarnar vikur að Bandaríkin „eignist“ Grænland. Landið gæti reynst stórveldinu Bandaríkjunum stór fengur í samkeppninni við Kína og Rússland en líklegt er að Trump sækist hvað mest eftir svokölluðum sjaldgæfum málmum. 8. janúar 2025 14:31 Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær ekki útiloka að beita hervaldi til að taka yfir Grænland. Prófessor í heimskautarétti við Háskólann á Akureyri og Háskólann á Grænlandi segir þetta risastórt mál sem yfirvöld ættu að taka alvarlega. 8. janúar 2025 12:53 Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir framtíð Grænlands vera í höndum Grænlands. Öll umræða um framtíð Grænlendinga eigi að hefjast og enda í Nuuk. 7. janúar 2025 20:34 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann Sjá meira
Þegar Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna var spurður hvort hann gæti útilokað að hann myndi grípa til efnahagslegra eða hernaðarlegra aðgerða til að taka yfir Grænland og Panamaskurðinn svaraði hann því neitandi. Hann þyrfti á Panama og Grænlandi að halda. Skömmu eftir að hann lét þessi ummæli falla flaug sonur hans, Donald Trump yngri, til Grænlands ásamt fylgdarliði. Hann var spurður hvers vegna hann væri á Grænlandi. „Við erum hér sem ferðamenn til að sjá landið. Þetta lítur ótrúlega út. Við höfum ætlað okkur að koma hingað í langan tíma.“ Þrátt fyrir að Trump yngri sagðist vera þarna til að skoða sig um hafa margir lesið eitthvað annað og meira út úr heimsókninni og tengt hana við ummæli Trumps eldri. Í gær hitti Trump yngri grænlenska stuðningsmenn Trumps en hinn verðandi forseti útskýrði í símtali að hann þyrfti á Grænlandi að halda til að tryggja þjóðaröryggi. „Við munum koma vel fram við ykkur, þið vitið það. Fariði vel með ykkur,“ heyrðist Trump eldri segja í símtalinu við grænlenska stuðningsmenn. Svar Trumps um hernaðaðaraðgerðir hafa vakið hörð viðbrögð en utanríkisráðherra Frakklands sagðist ekki munu leyfa neina slíka tilburði. Forsætisráðherra Danmerkur segir mikilvægt að sýna Grænlendingum virðingu. Eins og Mute Egede, formaður grænlensku landsstjórnarinnar, hefur þegar sagt þá er Grænland ekki til sölu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, var á flugvellinum á leið til Þýskalands á fund varnamálaráðherra Atlantshafsbandalagsríkjanna þegar fréttastofa náði tali af henni. „Mér var náttúrulega brugðið við að heyra svona yfirlýsingar frá verðandi forseta en á þessu stigi þá tel ég ekki rétt að tjá mig frekar um það sem hann var að segja öðruvísi en það að ég undirstrika orð Egede, forsætisráðherra Grænlands, um að Grænland er ekki til sölu og það er Grænlendinga sjálfra að ákveða um sína eigin framtíð.“ Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin verði samstíga. „Að sjálfsögðu erum við í sambandi út af þessu og höfum verið með ákveðin tengsl vegna þessara orða en ég tel ekki tímabært að tjá mig um þessi orð verðandi Bandaríkjaforseta en það er ljóst a það eru blikur á lofti í alþjóðamálum en við Íslendingar styðjum Grænlendinga.“
Grænland Danmörk Donald Trump NATO Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Tengdar fréttir Af hverju langar Trump í Grænland? Donald Trump, sem tekur aftur við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar, hefur ítrekað talað fyrir því undanfarnar vikur að Bandaríkin „eignist“ Grænland. Landið gæti reynst stórveldinu Bandaríkjunum stór fengur í samkeppninni við Kína og Rússland en líklegt er að Trump sækist hvað mest eftir svokölluðum sjaldgæfum málmum. 8. janúar 2025 14:31 Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær ekki útiloka að beita hervaldi til að taka yfir Grænland. Prófessor í heimskautarétti við Háskólann á Akureyri og Háskólann á Grænlandi segir þetta risastórt mál sem yfirvöld ættu að taka alvarlega. 8. janúar 2025 12:53 Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir framtíð Grænlands vera í höndum Grænlands. Öll umræða um framtíð Grænlendinga eigi að hefjast og enda í Nuuk. 7. janúar 2025 20:34 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann Sjá meira
Af hverju langar Trump í Grænland? Donald Trump, sem tekur aftur við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar, hefur ítrekað talað fyrir því undanfarnar vikur að Bandaríkin „eignist“ Grænland. Landið gæti reynst stórveldinu Bandaríkjunum stór fengur í samkeppninni við Kína og Rússland en líklegt er að Trump sækist hvað mest eftir svokölluðum sjaldgæfum málmum. 8. janúar 2025 14:31
Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær ekki útiloka að beita hervaldi til að taka yfir Grænland. Prófessor í heimskautarétti við Háskólann á Akureyri og Háskólann á Grænlandi segir þetta risastórt mál sem yfirvöld ættu að taka alvarlega. 8. janúar 2025 12:53
Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir framtíð Grænlands vera í höndum Grænlands. Öll umræða um framtíð Grænlendinga eigi að hefjast og enda í Nuuk. 7. janúar 2025 20:34