„Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Siggeir Ævarsson skrifar 9. janúar 2025 22:16 DeAndre Kane í úrslitaeinvíginu gegn Val í fyrra vísir/Anton DeAndre Kane snéri aftur í lið Grindavíkur í kvöld eftir þriggja leikja fjarveru af persónulegum ástæðum þar sem hann þurfti að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti að hans sögn án þess að fara nánar út í þá sálma. Kane lét til sín taka í kvöld, skoraði 22 stig og tók níu fráköst þegar Grindvíkingar unnu Hauka 79-71 í Bónus-deild karla. Hann sagði sigurinn mikilvægan en var ekki ánægður með frammistöðu liðsins og mikið svigrúm til að gera betur. „Ég held að þetta hafi verið mjög mikilvægt fyrir okkur, að komast aftur á sigurbraut eftir að hafa tapað tveimur í röð og farið tvisvar í framlengingu í leikjum sem við hefðum átt að vinna. Leikurinn í dag var ekki góður af okkar hálfu, þá sérstaklega varnarlega. En sóknarlega var þetta í lagi og við lönduðum sigrinum. Ég þarf að hrósa Haukum, þetta er gott lið og þeir spiluðu af hörku og spiluðu vel. Við erum ánægðir með sigurinn en við þurfum að bæta okkar leik.“ Aðspurður um hvað það væri sem Grindvíkingar þyrftu að vinna í og gera betur vildi Kane ekki fara út í of mikil smáatriði, hann ætlaði að geyma það fyrir næsta liðsfund. Það er spurning hvort það sé önnur eldræða í vændum? „Ég ætla að sleppa því að fara út í það í smáatriðum í upptöku. Ég bíð þangað til að við komum saman sem lið og förum yfir leikinn með þjálfurunum og leikmönnum. En sem lið þurfum við allir að gera betur, leikirnir munu ekki vinnast á einstaklingsframtaki. Allt liðið, allir tólf leikmennirnir, verða að vera klárir, allir sem eru að koma inn af bekknum verða að vera tilbúnir.“ „Við þurfum að gefa allt í þetta í 40 mínútur. Mér finnst eins og stundum séum við bara að leggja okkur fram í tíu eða tuttugu mínútur og við erum bara að sleppa með sigrana þar sem við búum yfir miklum einstaklingsgæðum. Ákefð hefur betur gegn hæfileik mjög reglulega svo að héðan í frá verðum við að leggja okkur alla fram.“ Kane fór snemma í jólafrí til að sinna persónulegum erindum heimafyrir. Hann sagði að hann hefði vissulega viljað vera með liðinu en þessir hlutir hefðu einfaldlega þurft að ganga fyrir, sumt sé mikilvægara en körfubolti. „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti. Í huga mínum vildi ég vera hérna með liðinu mínu og stuðningsfólki Grindavíkur en ég var heima og að sinna öðru sem var mun alvarlegra.“ Kane var stigahæstur Grindvíkinga í kvöld en brenndi af sex vítum og endaði með 25 prósent nýtingu og líkti þessari frammistöðu við Shaquille O'Neal, sem er ein lélegasta vítaskytta sögunnar, en hann var þó í það minnsta með rúmlega 50 prósent nýtingu yfir ferilinn. „Ég leit út eins og Shaq! Ég veit ekki, þetta var eitthvað í hausnum á mér, kredit á stuðningsmenn Hauka, þeir komust í hausinn á mér. Ég þarf bara að einbeita mér, taka mér tíma og negla þessu niður.“ Körfubolti Bónus-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira
Kane lét til sín taka í kvöld, skoraði 22 stig og tók níu fráköst þegar Grindvíkingar unnu Hauka 79-71 í Bónus-deild karla. Hann sagði sigurinn mikilvægan en var ekki ánægður með frammistöðu liðsins og mikið svigrúm til að gera betur. „Ég held að þetta hafi verið mjög mikilvægt fyrir okkur, að komast aftur á sigurbraut eftir að hafa tapað tveimur í röð og farið tvisvar í framlengingu í leikjum sem við hefðum átt að vinna. Leikurinn í dag var ekki góður af okkar hálfu, þá sérstaklega varnarlega. En sóknarlega var þetta í lagi og við lönduðum sigrinum. Ég þarf að hrósa Haukum, þetta er gott lið og þeir spiluðu af hörku og spiluðu vel. Við erum ánægðir með sigurinn en við þurfum að bæta okkar leik.“ Aðspurður um hvað það væri sem Grindvíkingar þyrftu að vinna í og gera betur vildi Kane ekki fara út í of mikil smáatriði, hann ætlaði að geyma það fyrir næsta liðsfund. Það er spurning hvort það sé önnur eldræða í vændum? „Ég ætla að sleppa því að fara út í það í smáatriðum í upptöku. Ég bíð þangað til að við komum saman sem lið og förum yfir leikinn með þjálfurunum og leikmönnum. En sem lið þurfum við allir að gera betur, leikirnir munu ekki vinnast á einstaklingsframtaki. Allt liðið, allir tólf leikmennirnir, verða að vera klárir, allir sem eru að koma inn af bekknum verða að vera tilbúnir.“ „Við þurfum að gefa allt í þetta í 40 mínútur. Mér finnst eins og stundum séum við bara að leggja okkur fram í tíu eða tuttugu mínútur og við erum bara að sleppa með sigrana þar sem við búum yfir miklum einstaklingsgæðum. Ákefð hefur betur gegn hæfileik mjög reglulega svo að héðan í frá verðum við að leggja okkur alla fram.“ Kane fór snemma í jólafrí til að sinna persónulegum erindum heimafyrir. Hann sagði að hann hefði vissulega viljað vera með liðinu en þessir hlutir hefðu einfaldlega þurft að ganga fyrir, sumt sé mikilvægara en körfubolti. „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti. Í huga mínum vildi ég vera hérna með liðinu mínu og stuðningsfólki Grindavíkur en ég var heima og að sinna öðru sem var mun alvarlegra.“ Kane var stigahæstur Grindvíkinga í kvöld en brenndi af sex vítum og endaði með 25 prósent nýtingu og líkti þessari frammistöðu við Shaquille O'Neal, sem er ein lélegasta vítaskytta sögunnar, en hann var þó í það minnsta með rúmlega 50 prósent nýtingu yfir ferilinn. „Ég leit út eins og Shaq! Ég veit ekki, þetta var eitthvað í hausnum á mér, kredit á stuðningsmenn Hauka, þeir komust í hausinn á mér. Ég þarf bara að einbeita mér, taka mér tíma og negla þessu niður.“
Körfubolti Bónus-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira