Svarar æfum De Decker: „Verður að komast ofar á heimslistann“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. janúar 2025 09:30 Nathan Aspinall er einn þeirra átta heppnu sem keppa í úrvalsdeildinni í pílukasti 2025. getty/James Fearn Nathan Aspinall hefur svarað gagnrýni Mikes De Decker um að hann hafi ekki átt skilið að vera valinn til að keppa í úrvalsdeildinni í pílukasti. Aspinall var í hópi þeirra átta sem voru valdir til að spila í úrvalsdeildinni 2025. De Decker var hins vegar ekki valinn og í viðtali við Het Nieuwsblad í Belgíu lét hann gamminn geysa. De Decker sagði að það væri skandall að hann hefði ekki hlotið náð fyrir augum forráðamanna úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir að hafa unnið Grand Prix stórmótið. Hann skaut líka á Aspinall og Gerwyn Price sem voru valdir til að keppa í úrvalsdeildinni. Hann sagði að Aspinall hefði eingöngu verið valinn því hann er með skemmtilegt inngöngulag. Aspinall hefur nú brugðist við gagnrýni De Deckers. Hann sagðist finna til með honum en bætti við að slakur árangur hans á HM hefði eflaust haft áhrif á að hann hefði ekki verið valinn. „Sagði hann þetta? Ég hef ekki séð það því ég er hættur á samfélagsmiðlum. Ég er enn með aðganga en er ekki virkur því áreitnin var orðin fáránleg. Ég er vonsvikinn að hann hafi sagt þetta því okkur Mike kemur vel saman. En ef hann vill komast inn verður hann að komast ofar á heimslistann,“ sagði Aspinall. „Hann má vera svekktur því hann vann stórmót en hann er númer 24 á heimslistanum og datt snemma út á HM. Það voru margir sem komu til greina en enginn stóð upp úr. Ég taldi helmingslíkur á að ég kæmist inn en er í skýjunum að hafa verið valinn og hlakka til að byrja.“ Auk Aspinalls og Price taka heimsmeistarinn Luke Littler, Luke Humphries, Michael van Gerwen, Rob Cross, Stephen Bunting og Chris Dobey þátt í úrvalsdeildinni 2025. Pílukast Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Karabatic-ballið alveg búið „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Mikael vann dauðariðilinn í úrvalsdeildinni Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Haukar fara til Bosníu Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Carragher kallaði Ferdinand trúð „Ég trúi þessu varla“ United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Aspinall var í hópi þeirra átta sem voru valdir til að spila í úrvalsdeildinni 2025. De Decker var hins vegar ekki valinn og í viðtali við Het Nieuwsblad í Belgíu lét hann gamminn geysa. De Decker sagði að það væri skandall að hann hefði ekki hlotið náð fyrir augum forráðamanna úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir að hafa unnið Grand Prix stórmótið. Hann skaut líka á Aspinall og Gerwyn Price sem voru valdir til að keppa í úrvalsdeildinni. Hann sagði að Aspinall hefði eingöngu verið valinn því hann er með skemmtilegt inngöngulag. Aspinall hefur nú brugðist við gagnrýni De Deckers. Hann sagðist finna til með honum en bætti við að slakur árangur hans á HM hefði eflaust haft áhrif á að hann hefði ekki verið valinn. „Sagði hann þetta? Ég hef ekki séð það því ég er hættur á samfélagsmiðlum. Ég er enn með aðganga en er ekki virkur því áreitnin var orðin fáránleg. Ég er vonsvikinn að hann hafi sagt þetta því okkur Mike kemur vel saman. En ef hann vill komast inn verður hann að komast ofar á heimslistann,“ sagði Aspinall. „Hann má vera svekktur því hann vann stórmót en hann er númer 24 á heimslistanum og datt snemma út á HM. Það voru margir sem komu til greina en enginn stóð upp úr. Ég taldi helmingslíkur á að ég kæmist inn en er í skýjunum að hafa verið valinn og hlakka til að byrja.“ Auk Aspinalls og Price taka heimsmeistarinn Luke Littler, Luke Humphries, Michael van Gerwen, Rob Cross, Stephen Bunting og Chris Dobey þátt í úrvalsdeildinni 2025.
Pílukast Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Karabatic-ballið alveg búið „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Mikael vann dauðariðilinn í úrvalsdeildinni Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Haukar fara til Bosníu Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Carragher kallaði Ferdinand trúð „Ég trúi þessu varla“ United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira