Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Lovísa Arnardóttir skrifar 10. janúar 2025 13:00 Einar segir afar ánægjulegt að geta bætt við allt að 300 leikskólaplássum með þessu samstarfi. Reykjavíkurborg og Vísir/Einar Reykjavíkurborg hefur gengið til viðræðna við fasteignafélögin Heima og Laka um uppbyggingu tveggja leikskóla í Reykjavík. Annars vegar nýjan leikskóla í Elliðaárdal og hins vegar stækkun leikskólans Múlaborgar í Ármúla. Leikskólarnir eiga að vera tilbúnir til notkunar í janúar á næsta ári. „Það er mjög ánægjulegt að við séum núna að fá samstarf við þessa aðila að reisa leikskóla hratt og örugglega. Þetta eru tveir leikskólar, annar í Ármúla og hinn í Elliðárdal sem er auðvitað dásamlegur staður fyrir leikskóla með allt það umhverfi sem er þar,“ segir Einar Þorsteinsson borgarstjóri. Reykjavíkurborg auglýsti í október síðastliðnum eftir húsnæði og lóð fyrir leikskóla, 800 til 2000 fermetra húsnæði ásamt 1400 til 1800 fermetra aðliggjandi útileiksvæði. Samkvæmt auglýsingunni var miðað við að taka á leigu húsnæði sem er tilbúið til notkunar innan 6 til 18 mánaða frá undirritun leigusamnings. Samkvæmt tilkynningum borgarinnar í dag og í gær höfðu í það minnsta tveir samband við borgina í kjölfar auglýsingarinnar. Það eru Laki fasteignir ehf. og Fasteignafélagið Heimar en Einar segir fleiri hafa haft samband. „Við höfum fengið ýmsar tillögur. Húsnæðið hentar misvel. Við verðum að gera þetta þannig að leikskólabörnum líði vel og starfsfólki og að það séu viðunandi lóðir í kringum þessa skóla þannig að þetta sé allt samkvæmt okkar reglum og metnaði. Þarna vona ég bara að það takist vel til.“ Leikskólinn Múlaborg er rekinn á fyrstu hæð í Ármúla 6. Fasteignafélagið Heimar eiga húsnæðið og buðu Reykjavíkurborg 2. og 3. hæð til viðbótar. Samkvæmt tilkynningu borgarinnar munu Heimar standsetja hæðirnar til leikskólastarfs og innheimta leigu til samræmis við þá fjárfestingu. Leikskólinn Múlaborg er rekinn í tveimur byggingum. Hér má í forgrunni sjá húsið við Ármúla 8a og útileiksvæði við það.Reykjavíkurborg Samkvæmt tilkynningu Reykjavíkur um leikskólann í Elliðaárdal festi fasteignafélagið Laki fasteignir ehf. nýlega kaup á Rafstöðvarvegi 7 með kaupum á félaginu Rafkletti ehf.. Reykjavíkurborg hefur leigt húsnæðið undanfarin ár undir starfsemi Hins hússins. Rafklettur ehf. er jafnframt eigandi að byggingarrétti upp á rúmlega 1.000 fermetra við hliðina á Rafstöðvarvegi 7. Í innsendu erindi Laka fasteigna til borgarinnar lýsti félagið sig reiðubúið að byggja leikskóla á þessari lóð. Í bókun meirihluta borgarstjórnar í umræðu um málið á fundi borgarráðs í vikunni kom fram að stefnt verði að byggingu 2000 fermetra leikskólahúsnæðis fyrir allt að 10 deilda leikskóla fyrir 180 til 200 börn. Jafnframt verði umhverfis- og skipulagssviði falið að undirbúa breytingu á deiliskipulagi og afmörkun leikskólalóðar. Stefnt verði að undirritun leigusamnings fyrir lok janúar 2025 og að leikskólinn verði tilbúinn til notkunar á fyrsta ársfjórðungi 2026. Jafnframt verði skoðað hvort nýta megi núverandi húsnæði Hins hússins að Rafstöðvarvegi 7 að hluta undir starfsemi leikskóla. Byggja á nýjan leikskóla í Elliðaárdal við Rafstöðvarveg. Einar segir þetta dásamlega staðsetningu fyrir leikskóla.Reykjavíkurborg Um 421 barn á bið Í september á síðasta ári voru um 660 börn 12 mánaða og eldri á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík samkvæmt frétt Morgunblaðsins. Í dag er 421 barn, 18 mánaða og eldri, á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík. Flest börn eru á bið í Háaleitis- og Bústaðahverfi, Grafarvogi og Laugardal. Með stækkun leikskólans Múlaborgar mun leikskólaplássum fjölga um 48 til 120. Frá árinu 1998 hefur Múlaborg verið leikskóli án aðgreiningar sem sérhæfir sig í sameiginlegu uppeldi fatlaðra og ófatlaðra barna. Gert er ráð fyrir því að nýr leikskóli í Elliðaárdal geti rúmað 180 til 200 börn. Samanlagt eru það því á milli 250 og 300 leikskólapláss. „Þetta eru allt að 300 pláss og stefnt er að því að þeir verði tilbúnir eftir 12 mánuði. Það veitir ekki af. Það eru biðlistar hjá okkur eins og annars staðar og þetta er mikið fagnaðarefni,“ segir Einar. Biðlistatölur frá Reykjavíkurborg.Reykjavíkurborg Hefur trú á að það takist að manna Leikskólavandinn er ekki bara húsnæðisvandi, heldur einnig mönnunarvandi. „Mönnun er sífelld áskorun hjá öllum sveitarfélögum og ég treysti því að það verði hægt að manna þessa leikskóla,“ segir Einar um það. Einar segir framkvæmdaaðila stefna að því að hægt verði að opna leikskólana eftir ár. „Það eru þær upplýsingar sem við fáum frá þessum aðilum, í Ármúla og Elliðaárdal, að þeir treysti sér til að opna eftir um ár og við erum að vona að það gangi eftir. Það væru frábærar fréttir fyrir foreldra í borginni og börnin.“ Reykjavík Leikskólar Borgarstjórn Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, virðist gefa lítið fyrir áform um aukna aðkomu atvinnulífsins að leikskólamálum. Hugsanavilla virðist vera í gangi um að einkafyrirtækjum muni ganga betur en hinu opinbera að laða til sín kennara og fæstir spyrji að því hvað sé best fyrir sjálf börnin. 17. desember 2024 06:44 Fyrirtækjaleikskólar innleiði mismunun og stéttaskiptingu í menntakerfið Kennari og bæjarfulltrúi í Garðabæ segir að áform fyrirtækja á borð við Alvotech og Arion banka að koma á fót leikskólum og dagvistunarúrræðum á höfuðborgarsvæðinu séu til þess fallin að innleiða mismunun og stéttaskiptingu í menntakerfið. 16. desember 2024 18:14 Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Líf Magneudóttir oddviti VG í borgarstjórn veltir fyrir sér afleiðingum þess að fyrirtæki hefji rekstur leikskóla. Færist starfsfólk yfir gæti það leitt til þess að mönnunarvandinn, rót vandans að hennar sögn, aukist. 13. desember 2024 20:44 Borgarstjóri biðlaði til atvinnulífsins vegna leikskólavandans Einar Þorsteinsson borgarstjóri segist hafa hvatt atvinnulífið til þess að hefja samtal við borgina um samvinnuverkefni við að brúa bilið milli fæðingarorlofs og innritun í leikskóla. Alvotech hefur þegar tilkynnt áform um að stofna þrjá leikskóla og fleiri atvinnurekendur hafa fundað með borginni. 13. desember 2024 14:14 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
„Það er mjög ánægjulegt að við séum núna að fá samstarf við þessa aðila að reisa leikskóla hratt og örugglega. Þetta eru tveir leikskólar, annar í Ármúla og hinn í Elliðárdal sem er auðvitað dásamlegur staður fyrir leikskóla með allt það umhverfi sem er þar,“ segir Einar Þorsteinsson borgarstjóri. Reykjavíkurborg auglýsti í október síðastliðnum eftir húsnæði og lóð fyrir leikskóla, 800 til 2000 fermetra húsnæði ásamt 1400 til 1800 fermetra aðliggjandi útileiksvæði. Samkvæmt auglýsingunni var miðað við að taka á leigu húsnæði sem er tilbúið til notkunar innan 6 til 18 mánaða frá undirritun leigusamnings. Samkvæmt tilkynningum borgarinnar í dag og í gær höfðu í það minnsta tveir samband við borgina í kjölfar auglýsingarinnar. Það eru Laki fasteignir ehf. og Fasteignafélagið Heimar en Einar segir fleiri hafa haft samband. „Við höfum fengið ýmsar tillögur. Húsnæðið hentar misvel. Við verðum að gera þetta þannig að leikskólabörnum líði vel og starfsfólki og að það séu viðunandi lóðir í kringum þessa skóla þannig að þetta sé allt samkvæmt okkar reglum og metnaði. Þarna vona ég bara að það takist vel til.“ Leikskólinn Múlaborg er rekinn á fyrstu hæð í Ármúla 6. Fasteignafélagið Heimar eiga húsnæðið og buðu Reykjavíkurborg 2. og 3. hæð til viðbótar. Samkvæmt tilkynningu borgarinnar munu Heimar standsetja hæðirnar til leikskólastarfs og innheimta leigu til samræmis við þá fjárfestingu. Leikskólinn Múlaborg er rekinn í tveimur byggingum. Hér má í forgrunni sjá húsið við Ármúla 8a og útileiksvæði við það.Reykjavíkurborg Samkvæmt tilkynningu Reykjavíkur um leikskólann í Elliðaárdal festi fasteignafélagið Laki fasteignir ehf. nýlega kaup á Rafstöðvarvegi 7 með kaupum á félaginu Rafkletti ehf.. Reykjavíkurborg hefur leigt húsnæðið undanfarin ár undir starfsemi Hins hússins. Rafklettur ehf. er jafnframt eigandi að byggingarrétti upp á rúmlega 1.000 fermetra við hliðina á Rafstöðvarvegi 7. Í innsendu erindi Laka fasteigna til borgarinnar lýsti félagið sig reiðubúið að byggja leikskóla á þessari lóð. Í bókun meirihluta borgarstjórnar í umræðu um málið á fundi borgarráðs í vikunni kom fram að stefnt verði að byggingu 2000 fermetra leikskólahúsnæðis fyrir allt að 10 deilda leikskóla fyrir 180 til 200 börn. Jafnframt verði umhverfis- og skipulagssviði falið að undirbúa breytingu á deiliskipulagi og afmörkun leikskólalóðar. Stefnt verði að undirritun leigusamnings fyrir lok janúar 2025 og að leikskólinn verði tilbúinn til notkunar á fyrsta ársfjórðungi 2026. Jafnframt verði skoðað hvort nýta megi núverandi húsnæði Hins hússins að Rafstöðvarvegi 7 að hluta undir starfsemi leikskóla. Byggja á nýjan leikskóla í Elliðaárdal við Rafstöðvarveg. Einar segir þetta dásamlega staðsetningu fyrir leikskóla.Reykjavíkurborg Um 421 barn á bið Í september á síðasta ári voru um 660 börn 12 mánaða og eldri á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík samkvæmt frétt Morgunblaðsins. Í dag er 421 barn, 18 mánaða og eldri, á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík. Flest börn eru á bið í Háaleitis- og Bústaðahverfi, Grafarvogi og Laugardal. Með stækkun leikskólans Múlaborgar mun leikskólaplássum fjölga um 48 til 120. Frá árinu 1998 hefur Múlaborg verið leikskóli án aðgreiningar sem sérhæfir sig í sameiginlegu uppeldi fatlaðra og ófatlaðra barna. Gert er ráð fyrir því að nýr leikskóli í Elliðaárdal geti rúmað 180 til 200 börn. Samanlagt eru það því á milli 250 og 300 leikskólapláss. „Þetta eru allt að 300 pláss og stefnt er að því að þeir verði tilbúnir eftir 12 mánuði. Það veitir ekki af. Það eru biðlistar hjá okkur eins og annars staðar og þetta er mikið fagnaðarefni,“ segir Einar. Biðlistatölur frá Reykjavíkurborg.Reykjavíkurborg Hefur trú á að það takist að manna Leikskólavandinn er ekki bara húsnæðisvandi, heldur einnig mönnunarvandi. „Mönnun er sífelld áskorun hjá öllum sveitarfélögum og ég treysti því að það verði hægt að manna þessa leikskóla,“ segir Einar um það. Einar segir framkvæmdaaðila stefna að því að hægt verði að opna leikskólana eftir ár. „Það eru þær upplýsingar sem við fáum frá þessum aðilum, í Ármúla og Elliðaárdal, að þeir treysti sér til að opna eftir um ár og við erum að vona að það gangi eftir. Það væru frábærar fréttir fyrir foreldra í borginni og börnin.“
Reykjavík Leikskólar Borgarstjórn Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, virðist gefa lítið fyrir áform um aukna aðkomu atvinnulífsins að leikskólamálum. Hugsanavilla virðist vera í gangi um að einkafyrirtækjum muni ganga betur en hinu opinbera að laða til sín kennara og fæstir spyrji að því hvað sé best fyrir sjálf börnin. 17. desember 2024 06:44 Fyrirtækjaleikskólar innleiði mismunun og stéttaskiptingu í menntakerfið Kennari og bæjarfulltrúi í Garðabæ segir að áform fyrirtækja á borð við Alvotech og Arion banka að koma á fót leikskólum og dagvistunarúrræðum á höfuðborgarsvæðinu séu til þess fallin að innleiða mismunun og stéttaskiptingu í menntakerfið. 16. desember 2024 18:14 Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Líf Magneudóttir oddviti VG í borgarstjórn veltir fyrir sér afleiðingum þess að fyrirtæki hefji rekstur leikskóla. Færist starfsfólk yfir gæti það leitt til þess að mönnunarvandinn, rót vandans að hennar sögn, aukist. 13. desember 2024 20:44 Borgarstjóri biðlaði til atvinnulífsins vegna leikskólavandans Einar Þorsteinsson borgarstjóri segist hafa hvatt atvinnulífið til þess að hefja samtal við borgina um samvinnuverkefni við að brúa bilið milli fæðingarorlofs og innritun í leikskóla. Alvotech hefur þegar tilkynnt áform um að stofna þrjá leikskóla og fleiri atvinnurekendur hafa fundað með borginni. 13. desember 2024 14:14 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, virðist gefa lítið fyrir áform um aukna aðkomu atvinnulífsins að leikskólamálum. Hugsanavilla virðist vera í gangi um að einkafyrirtækjum muni ganga betur en hinu opinbera að laða til sín kennara og fæstir spyrji að því hvað sé best fyrir sjálf börnin. 17. desember 2024 06:44
Fyrirtækjaleikskólar innleiði mismunun og stéttaskiptingu í menntakerfið Kennari og bæjarfulltrúi í Garðabæ segir að áform fyrirtækja á borð við Alvotech og Arion banka að koma á fót leikskólum og dagvistunarúrræðum á höfuðborgarsvæðinu séu til þess fallin að innleiða mismunun og stéttaskiptingu í menntakerfið. 16. desember 2024 18:14
Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Líf Magneudóttir oddviti VG í borgarstjórn veltir fyrir sér afleiðingum þess að fyrirtæki hefji rekstur leikskóla. Færist starfsfólk yfir gæti það leitt til þess að mönnunarvandinn, rót vandans að hennar sögn, aukist. 13. desember 2024 20:44
Borgarstjóri biðlaði til atvinnulífsins vegna leikskólavandans Einar Þorsteinsson borgarstjóri segist hafa hvatt atvinnulífið til þess að hefja samtal við borgina um samvinnuverkefni við að brúa bilið milli fæðingarorlofs og innritun í leikskóla. Alvotech hefur þegar tilkynnt áform um að stofna þrjá leikskóla og fleiri atvinnurekendur hafa fundað með borginni. 13. desember 2024 14:14