Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 10. janúar 2025 13:44 Donald Trump yngri og vinir hans í Nuuk á þriðjudaginn. AP/Emil Stach Starfsmenn Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, eru sagðir hafa greitt heimilislausu og jaðarsettu fólki í Nuuk fyrir það að þykjast vera stuðningsmenn Trumps, þegar sonur hann heimsótti borgina fyrr í vikunni. Fólkið mun hafa fengið máltíð á veitingastað í staðinn fyrir að birtast á myndböndum Trump yngri. Þegar sonur forsetans, sem hefur lýst því yfir að Bandaríkin verði að „eignast“ Grænland, heimsótti Nuuk voru tekin upp myndbönd af heimamönnum með rauðar MAGA-derhúfur fagna og kalla einnig eftir því að Donald Trump keypti Grænland. Heimildarmenn danska ríkisútvarpsins í Grænlandi segja marga af meintum stuðningsmönnum Trumps í Nuuk í raun heimilislaust og jaðarsett fólk. DR sagði frá því á þriðjudaginn að einn maður sem birtist á myndbandi sem Trump eldri birti á samfélagsmiðli sínum og kallaði eftir því að forsetinn keypti Grænland væri Timmy Zeeb, síbrotamaður. Hann hafi til að mynda árið 2019 verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi í einhverju stærsta fíkniefnasmyglmáli Grænlands. Í myndbandinu sagði hann Dani koma illa fram við Grænlendinga og að Danir meinuðu þeim að nýta náttúruauðlindir sínar. Sjá einnig: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Tom Amtoft, einn íbúi í Nuuk sem rætt var við, sagði að upp til hópa væri um að ræða útigangsmenn og fátækt eldra fólk sem hefði þarna fengi tækifæri til að borða á góðum veitingastað hótelsins Hans Egede. Hann sagði að þetta hefði fólkið fengið í skiptum fyrir að setja upp MAGA-húfurnar og vera í myndböndum starfsmanna Trumps og þótti honum það óviðeigandi. Amtoft sagði fólk auðvitað hafa rétt á sínum skoðunum en nokkuð ljóst væri að þessi myndbönd teiknuðu ekki upp raunverulega mynd. „Það er verið að múta þeim og það er mjög ógeðfellt.“ Amtoft sagði starfsmenn Trumps hafa reynt að setja derhúfur á alla sem á vegi þeirra urðu og beðið þau um að segja eitthvað jákvætt um Trump fyrir framan myndavél. Starfsfólkið hefði verið mjög aðgangshart og bara lítill hópur fólks hefði samþykkt það. Gengu um og settu húfur á fólk Blaðamenn DR höfðu einnig samband við starfsmenn Brugseni í Nuuk, þar sem heimilislaust fólk kemur oft saman og starfsfólkið sagðist hafa kannast við marga í myndböndum sem starfsmenn Trumps tóku. Þá staðfestu nokkrir starfsmenn Brugseni að fólk á vegum Trumps yngri hafi gengið um fyrir utan verslunina og boðið fólki MAGA-derhúfur og boðið þeim í mat á Hans Egede hótelinu. Jørgen Boassen, múrarinn sem tók á móti Trump yngri og fylgdi honum um Nuuk, sagði í samtali við DR að ekki hefði verið sérstaklega talað við jaðarsett fólk og að ekki hefði þurft að múta neinum til að taka þátt í myndböndunum. Hann staðfesti þó að jaðarsett fólk hefði borðað á veitingastaðnum á kostnað Trumps. Blaðamaður DR í Nuuk ræddi við einn mann sem birtist í myndböndunum. Sá sagðist hafa staðið undir göngubrú með örðum sem höfðu ekkert að gera þegar fólk á vegum Trumps hefði gengið að þeim. Þau hefðu boðið þeim mat á besta veitingastað bæjarins. Grænland Bandaríkin Donald Trump Danmörk Tengdar fréttir Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Múte Egede, formaður landstjórnar Grænlands, hefur kallað eftir samstöðu meðal Grænlendinga og biðlað til þeirra um að halda ró sinni. 10. janúar 2025 07:16 Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Neyðarfundur flokksformanna allra flokka á danska þinginu sem Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, boðaði lauk í kvöld, fimmtudag. Fundarefnið var umtal um mögulega yfirtöku Bandaríkjanna á Grænlandi, sem er sjálfsstjórnarsvæði innan Danska konungsveldisins. 9. janúar 2025 23:56 Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Deildarforseti við Háskólann á Grænlandi segir sögu slæmrar meðferðar Bandaríkjanna á frumbyggjum landsins vekja ugg meðal Grænlendinga sem horfa nú fram á mögulega innlimun inn í Bandaríkin sé eitthvað að marka orð verðandi forseta. 9. janúar 2025 17:03 Af hverju langar Trump í Grænland? Donald Trump, sem tekur aftur við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar, hefur ítrekað talað fyrir því undanfarnar vikur að Bandaríkin „eignist“ Grænland. Landið gæti reynst stórveldinu Bandaríkjunum stór fengur í samkeppninni við Kína og Rússland en líklegt er að Trump sækist hvað mest eftir svokölluðum sjaldgæfum málmum. 8. janúar 2025 14:31 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Þegar sonur forsetans, sem hefur lýst því yfir að Bandaríkin verði að „eignast“ Grænland, heimsótti Nuuk voru tekin upp myndbönd af heimamönnum með rauðar MAGA-derhúfur fagna og kalla einnig eftir því að Donald Trump keypti Grænland. Heimildarmenn danska ríkisútvarpsins í Grænlandi segja marga af meintum stuðningsmönnum Trumps í Nuuk í raun heimilislaust og jaðarsett fólk. DR sagði frá því á þriðjudaginn að einn maður sem birtist á myndbandi sem Trump eldri birti á samfélagsmiðli sínum og kallaði eftir því að forsetinn keypti Grænland væri Timmy Zeeb, síbrotamaður. Hann hafi til að mynda árið 2019 verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi í einhverju stærsta fíkniefnasmyglmáli Grænlands. Í myndbandinu sagði hann Dani koma illa fram við Grænlendinga og að Danir meinuðu þeim að nýta náttúruauðlindir sínar. Sjá einnig: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Tom Amtoft, einn íbúi í Nuuk sem rætt var við, sagði að upp til hópa væri um að ræða útigangsmenn og fátækt eldra fólk sem hefði þarna fengi tækifæri til að borða á góðum veitingastað hótelsins Hans Egede. Hann sagði að þetta hefði fólkið fengið í skiptum fyrir að setja upp MAGA-húfurnar og vera í myndböndum starfsmanna Trumps og þótti honum það óviðeigandi. Amtoft sagði fólk auðvitað hafa rétt á sínum skoðunum en nokkuð ljóst væri að þessi myndbönd teiknuðu ekki upp raunverulega mynd. „Það er verið að múta þeim og það er mjög ógeðfellt.“ Amtoft sagði starfsmenn Trumps hafa reynt að setja derhúfur á alla sem á vegi þeirra urðu og beðið þau um að segja eitthvað jákvætt um Trump fyrir framan myndavél. Starfsfólkið hefði verið mjög aðgangshart og bara lítill hópur fólks hefði samþykkt það. Gengu um og settu húfur á fólk Blaðamenn DR höfðu einnig samband við starfsmenn Brugseni í Nuuk, þar sem heimilislaust fólk kemur oft saman og starfsfólkið sagðist hafa kannast við marga í myndböndum sem starfsmenn Trumps tóku. Þá staðfestu nokkrir starfsmenn Brugseni að fólk á vegum Trumps yngri hafi gengið um fyrir utan verslunina og boðið fólki MAGA-derhúfur og boðið þeim í mat á Hans Egede hótelinu. Jørgen Boassen, múrarinn sem tók á móti Trump yngri og fylgdi honum um Nuuk, sagði í samtali við DR að ekki hefði verið sérstaklega talað við jaðarsett fólk og að ekki hefði þurft að múta neinum til að taka þátt í myndböndunum. Hann staðfesti þó að jaðarsett fólk hefði borðað á veitingastaðnum á kostnað Trumps. Blaðamaður DR í Nuuk ræddi við einn mann sem birtist í myndböndunum. Sá sagðist hafa staðið undir göngubrú með örðum sem höfðu ekkert að gera þegar fólk á vegum Trumps hefði gengið að þeim. Þau hefðu boðið þeim mat á besta veitingastað bæjarins.
Grænland Bandaríkin Donald Trump Danmörk Tengdar fréttir Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Múte Egede, formaður landstjórnar Grænlands, hefur kallað eftir samstöðu meðal Grænlendinga og biðlað til þeirra um að halda ró sinni. 10. janúar 2025 07:16 Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Neyðarfundur flokksformanna allra flokka á danska þinginu sem Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, boðaði lauk í kvöld, fimmtudag. Fundarefnið var umtal um mögulega yfirtöku Bandaríkjanna á Grænlandi, sem er sjálfsstjórnarsvæði innan Danska konungsveldisins. 9. janúar 2025 23:56 Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Deildarforseti við Háskólann á Grænlandi segir sögu slæmrar meðferðar Bandaríkjanna á frumbyggjum landsins vekja ugg meðal Grænlendinga sem horfa nú fram á mögulega innlimun inn í Bandaríkin sé eitthvað að marka orð verðandi forseta. 9. janúar 2025 17:03 Af hverju langar Trump í Grænland? Donald Trump, sem tekur aftur við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar, hefur ítrekað talað fyrir því undanfarnar vikur að Bandaríkin „eignist“ Grænland. Landið gæti reynst stórveldinu Bandaríkjunum stór fengur í samkeppninni við Kína og Rússland en líklegt er að Trump sækist hvað mest eftir svokölluðum sjaldgæfum málmum. 8. janúar 2025 14:31 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Múte Egede, formaður landstjórnar Grænlands, hefur kallað eftir samstöðu meðal Grænlendinga og biðlað til þeirra um að halda ró sinni. 10. janúar 2025 07:16
Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Neyðarfundur flokksformanna allra flokka á danska þinginu sem Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, boðaði lauk í kvöld, fimmtudag. Fundarefnið var umtal um mögulega yfirtöku Bandaríkjanna á Grænlandi, sem er sjálfsstjórnarsvæði innan Danska konungsveldisins. 9. janúar 2025 23:56
Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Deildarforseti við Háskólann á Grænlandi segir sögu slæmrar meðferðar Bandaríkjanna á frumbyggjum landsins vekja ugg meðal Grænlendinga sem horfa nú fram á mögulega innlimun inn í Bandaríkin sé eitthvað að marka orð verðandi forseta. 9. janúar 2025 17:03
Af hverju langar Trump í Grænland? Donald Trump, sem tekur aftur við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar, hefur ítrekað talað fyrir því undanfarnar vikur að Bandaríkin „eignist“ Grænland. Landið gæti reynst stórveldinu Bandaríkjunum stór fengur í samkeppninni við Kína og Rússland en líklegt er að Trump sækist hvað mest eftir svokölluðum sjaldgæfum málmum. 8. janúar 2025 14:31
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent