Sport

Dag­skráin: Úr­slita­keppni NFL af stað og þrír leikir í enska bikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lamar Jackson hefur átt frábært tímabil með Baltimore Ravens en nú er úrslitakeppni NFL að hefjast og hana hefur þessi frábæri leikmaður aldrei unnið.
Lamar Jackson hefur átt frábært tímabil með Baltimore Ravens en nú er úrslitakeppni NFL að hefjast og hana hefur þessi frábæri leikmaður aldrei unnið. Getty/Kathryn Riley

Það eru beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag og kvöld eins og vanalega á laugardögum.

Úrslitakeppni NFL deildarinnar hefst i dag með tveimur leikjum en allir leikir hennar verða sýndir beint.

Það verða einnig þrír leikir sýndir beint úr ensku bikarkeppninni en Liverpool, Chelsea og Manchester City spila öll í beinni í dag.

Það verður einnig sýnt frá NBA deildinni í körfubolta og NHL-deildinni í íshokkí.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 21.30 hefst útsending frá leik Houston Texans og Los Angeles Chargers í úrslitakeppni NFL deildarinnar.

Klukkan 01.20 hefst útsending frá leik Baltimore Ravens og Pittsburgh Steelers í úrslitakeppni NFL deildarinnar.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 22.00 hefst útsending frá leik Phoenix Suns og Utah Jazz í NBA deildinni í körfubolta.

Vodafone Sport

Klukkan 12.10 hefst útsending frá leik Liverpool og Accrington Stanley í enska bikarnum.

Klukkan 14.55 hefst útsending frá leik Chelsea og Morecambe í enska bikarnum.

Klukkan 17.30 hefst útsending frá leik Manchester City og Salford í enska bikarnum.

Klukkan 21.05 hefst útsending frá leik Buffalo Sabres og Seattle Kraken í NHL-deildinni í íshokkí.

Klukkan 00.05 hefst útsending frá leik Montreal Canadiens og Dallas Stars í NHL-deildinni í íshokkí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×