Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2025 10:01 Derrick Henry og Lamar Jackson voru frábærir með Baltimore Ravens í deildarkeppninni og ætlar greinilega að vera það líka í úrslitakeppninni. Getty/Alex Slitz Houston Texans og Baltimore Ravens fögnuðu sigri í tveimur fyrstu leikjunum í úrslitakeppni NFL deildarinnar í nótt. Houston Texans vann 32-12 sigur á Los Angeles Chargers en Baltimore Ravens vann 28-14 sigur á Pittsburgh Steelers. Ravens liðið hafði oft staðið sig vel í deildarkeppninni en jafnan lent á vegg í úrslitakeppninni. Það var ekkert slíkt á dagskrá í nótt enda liðið nú með hlauparann öfluga Derrick Henry innanborðs. Liðið komst í 21-0 og leit ekki til baka eftir það. Henry átti frábæran dag og skoraði tvö snertimörk í leiknum. Hann hljóp alls 186 jarda með boltann þar af 44 í einum rykk þegar hann skoraði seinna snertimarkið sitt. Lamar Jackson, leikstjórnandi Baltimore Ravens, sem margir telja að verði kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar, átti einnig góðan leik og gaf tvær snertimarkssendingar. Hann hrósaði Henry sérstaklega eftir leikinn. „Þetta var eins og í kvikmynd. Þið hafið séð myndina Cars. Ég horfði á hana þegar ég var lítill. Þegar Lightning McQueen var á fullri ferð og flaug á milli allra hinna bílanna. Þannig leit Derrick út í dag. Þetta var bara eins og í bíómynd,“ sagði Lamar Jackson. Það eru einmitt þeir tveir sem fá marga til að trúa því að þetta sé loksins árið þar sem Lamar Jackson komist alla leið í úrslitakeppninni og losi sig við stimpilinn að vera frábær í deildarkeppni en klikka síðan alltaf í úrslitakeppni. Joe Mixon fagnar snertimarki sínu fyrir Houston Texans liðið í sigrinum á Los Angeles Chargers.Getty/Brandon Sloter Vörnin hjá Houston Texans átti mestan þátt í sigrinum á Los Angeles Chargers. Varamenn Houston komust fjórum sinnum inn í sendingar frá leikstjórnandanum Justin Herbert. Herbert hafði aðeins kastað boltanum samanlagt þrisvar sinnum frá sér í öllum sautján leikjum deildarkeppninnar en henti honum fjórum sinnum frá sér í nótt. Hann baðist líka afsökunar eftir leikinn og tók ábyrgðina á tapinu. „Ég brást liðinu. Þú getur ekki tapað boltanum svona oft og búist við því að vinna. Ég verð bara að vera betri,“ sagði Herbert niðurbrotinn eftir leikinn. Chargers komst í 6-0 í leiknum eftir tvö vallarmörk en á meðan sóknarleikur liðsins gekk illa allan leikinn þá komust Texans menn í gang með snertimarki frá útherjanum Nico Collins. Houston vörnin skoraði tvisvar sinnum eftir að hafa unnið boltann af Charges og eftir að þeir komust í 20-6 eftir slíkt snertimark var orðið ljóst að þetta væri ekki dagurinn hans Herberts. Úrslitakeppnin heldur áfram með þremur leikjum í dag og þeir eru allir sýndir beint á Stöð 2 Sport 2. Klukkan 18.00 hefst leikur Buffalo Bills og Denver Broncos, klukkan 21.30 hefst leikur Philadelphia Eagles og Green Bay Packers og klukkan 01.00 i nótt hefst leikur Tampa Bay Buccaneers og Washington Commanders. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) NFL Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Sanngjarn heimasigur Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sjá meira
Houston Texans vann 32-12 sigur á Los Angeles Chargers en Baltimore Ravens vann 28-14 sigur á Pittsburgh Steelers. Ravens liðið hafði oft staðið sig vel í deildarkeppninni en jafnan lent á vegg í úrslitakeppninni. Það var ekkert slíkt á dagskrá í nótt enda liðið nú með hlauparann öfluga Derrick Henry innanborðs. Liðið komst í 21-0 og leit ekki til baka eftir það. Henry átti frábæran dag og skoraði tvö snertimörk í leiknum. Hann hljóp alls 186 jarda með boltann þar af 44 í einum rykk þegar hann skoraði seinna snertimarkið sitt. Lamar Jackson, leikstjórnandi Baltimore Ravens, sem margir telja að verði kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar, átti einnig góðan leik og gaf tvær snertimarkssendingar. Hann hrósaði Henry sérstaklega eftir leikinn. „Þetta var eins og í kvikmynd. Þið hafið séð myndina Cars. Ég horfði á hana þegar ég var lítill. Þegar Lightning McQueen var á fullri ferð og flaug á milli allra hinna bílanna. Þannig leit Derrick út í dag. Þetta var bara eins og í bíómynd,“ sagði Lamar Jackson. Það eru einmitt þeir tveir sem fá marga til að trúa því að þetta sé loksins árið þar sem Lamar Jackson komist alla leið í úrslitakeppninni og losi sig við stimpilinn að vera frábær í deildarkeppni en klikka síðan alltaf í úrslitakeppni. Joe Mixon fagnar snertimarki sínu fyrir Houston Texans liðið í sigrinum á Los Angeles Chargers.Getty/Brandon Sloter Vörnin hjá Houston Texans átti mestan þátt í sigrinum á Los Angeles Chargers. Varamenn Houston komust fjórum sinnum inn í sendingar frá leikstjórnandanum Justin Herbert. Herbert hafði aðeins kastað boltanum samanlagt þrisvar sinnum frá sér í öllum sautján leikjum deildarkeppninnar en henti honum fjórum sinnum frá sér í nótt. Hann baðist líka afsökunar eftir leikinn og tók ábyrgðina á tapinu. „Ég brást liðinu. Þú getur ekki tapað boltanum svona oft og búist við því að vinna. Ég verð bara að vera betri,“ sagði Herbert niðurbrotinn eftir leikinn. Chargers komst í 6-0 í leiknum eftir tvö vallarmörk en á meðan sóknarleikur liðsins gekk illa allan leikinn þá komust Texans menn í gang með snertimarki frá útherjanum Nico Collins. Houston vörnin skoraði tvisvar sinnum eftir að hafa unnið boltann af Charges og eftir að þeir komust í 20-6 eftir slíkt snertimark var orðið ljóst að þetta væri ekki dagurinn hans Herberts. Úrslitakeppnin heldur áfram með þremur leikjum í dag og þeir eru allir sýndir beint á Stöð 2 Sport 2. Klukkan 18.00 hefst leikur Buffalo Bills og Denver Broncos, klukkan 21.30 hefst leikur Philadelphia Eagles og Green Bay Packers og klukkan 01.00 i nótt hefst leikur Tampa Bay Buccaneers og Washington Commanders. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn)
NFL Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Sanngjarn heimasigur Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sjá meira