Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson og Martin Swift skrifa 14. janúar 2025 07:00 Fréttir af tilskipun Samgöngustofu til ISAVIA um að loka flugbraut á Reykjavíkuflugvelli eru vandræðalegar en því miður í fullkomnum takt við allt of margt sem snertir málefni vallarins. Samtökin Hljóðmörk voru stofnuð á síðasta ári. Við krefjumst þess að flug á borð við útsýnisflug með þyrlum, einkaþotur og kennsluflug verði fundinn sem fyrst annar staður. Á bak við okkur er fjöldi fólks úr flestum hverfum höfuðborgarsvæðinsins sem telur lífsgæði sín líða fyrir flugumferð og umvif á vellinum. Við teljum að tími sé kominn á að stjórnmálafólk hjá ríki, borg og sveitarfélögum í kringum völlinn láti af því að líta undan á meðan augljós vandi blasir við. Það fer ekki saman að höfuðborgarsvæði þar sem flest fólk á landinu lifir sínu lífi og stærstur hluti þjónustu við landsmenn er staðsett, og illa skilgreindur flugvöllur á undanþágum ætli bæði að stækka, dafna og þróast án tilliti til hins. Hvað er undir í þessum nýjustu vandræðum? Annars vegar öryggi flugfarþega og hins vegar öryggi og lífsgæði á fjölmennasta svæði landsins. Bæði skipta máli, og þess vegna undirrituðu Reykjavíkurborg og ríkisstjórnin á sínum tíma samkomulag um að finna flugumferðinni annan stað. En með því að tímasetja og skilyrða ekki aðgerðir var almenningur og flugsamfélagið afvegaleitt þannig að stjórnmálafólk gat staðið fyrir framan báða aðila og talið þeim trú um að þeir væru að vinna að þeirra hag, án þess að breyta nokkrum sköpuðum hlut. Með þessi óljósu loforð byggja fólk og fyrirtæki sér híbýli, skóla, spítala, baðlón og atvinnuhúsnæði á meðan þyrlum, einkaþotum og ýmis konar flugi er beint í auknum mæli inn á sama svæði. Terry Pratchett yrði hrifinn af þessari sögu, en að lifa lífi sínu innan hennar veldur bæði íbúum og flugsamfélaginu óþarfa hugarangri. Svör borgarstjóra í viðtölum vegna nýjustu vendinganna voru í takt við annað í málefnum flugvallarins. Hann er eðlilega ekki tilbúinn í að standa fyrir framan Reykvíkinga eftir að vera búinn að höggva svöðusár í eitt þeirra ástsælasta útivistasvæði. Hann er samt tilbúinn að höggva tré, en hversu mörg er ekki á hreinu. Því að í þessu sem öðru tengdu vellinum ríkir upplýsingaóreiða og óljóst hvar vald og ábyrgð liggur. Meðlimir Hljóðmarkar óska eftir því við nýja ríkisstjórn og sveitarfélögin í kringum flugvöllinn að láta af þessum vandræðagangi. Nú er mál að hefja tímasettar aðgerðir við að tryggja að lífsgæði íbúa á höfðuborgarsvæðinu séu í takti við nútímalegar kröfur um að draga úr hávaða og loftmengun, sem og að tryggja flugöryggi með því að færa allt óþarfa flug úr Vatnsmýrinni hið fyrsta. Sömuleiðis að tryggja flugsamfélaginu og farþegum þeirra, sem meðlimir okkar tilheyra einnig, nútímalega aðstöðu utan fjölmennstu byggðar landsins. Hljóðmörk gerir ekki athugasemd við nauðsynlegt sjúkraflug um völlinn, né áætlunarflug á helstu byggðarkjarna landsbyggðarinnar. En það er í besta falli vandræðalegt fyrir nútímasamfélag að halda áfram úti bílastæði fyrir auðmenn í stærsta bakgarði almennings á Íslandi. Höfundar eru meðlimir í Hljóðmörk, samtökum um brotthvarf óþarfa flugs frá Reykjavíkurflugvelli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavíkurflugvöllur Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Sjá meira
Fréttir af tilskipun Samgöngustofu til ISAVIA um að loka flugbraut á Reykjavíkuflugvelli eru vandræðalegar en því miður í fullkomnum takt við allt of margt sem snertir málefni vallarins. Samtökin Hljóðmörk voru stofnuð á síðasta ári. Við krefjumst þess að flug á borð við útsýnisflug með þyrlum, einkaþotur og kennsluflug verði fundinn sem fyrst annar staður. Á bak við okkur er fjöldi fólks úr flestum hverfum höfuðborgarsvæðinsins sem telur lífsgæði sín líða fyrir flugumferð og umvif á vellinum. Við teljum að tími sé kominn á að stjórnmálafólk hjá ríki, borg og sveitarfélögum í kringum völlinn láti af því að líta undan á meðan augljós vandi blasir við. Það fer ekki saman að höfuðborgarsvæði þar sem flest fólk á landinu lifir sínu lífi og stærstur hluti þjónustu við landsmenn er staðsett, og illa skilgreindur flugvöllur á undanþágum ætli bæði að stækka, dafna og þróast án tilliti til hins. Hvað er undir í þessum nýjustu vandræðum? Annars vegar öryggi flugfarþega og hins vegar öryggi og lífsgæði á fjölmennasta svæði landsins. Bæði skipta máli, og þess vegna undirrituðu Reykjavíkurborg og ríkisstjórnin á sínum tíma samkomulag um að finna flugumferðinni annan stað. En með því að tímasetja og skilyrða ekki aðgerðir var almenningur og flugsamfélagið afvegaleitt þannig að stjórnmálafólk gat staðið fyrir framan báða aðila og talið þeim trú um að þeir væru að vinna að þeirra hag, án þess að breyta nokkrum sköpuðum hlut. Með þessi óljósu loforð byggja fólk og fyrirtæki sér híbýli, skóla, spítala, baðlón og atvinnuhúsnæði á meðan þyrlum, einkaþotum og ýmis konar flugi er beint í auknum mæli inn á sama svæði. Terry Pratchett yrði hrifinn af þessari sögu, en að lifa lífi sínu innan hennar veldur bæði íbúum og flugsamfélaginu óþarfa hugarangri. Svör borgarstjóra í viðtölum vegna nýjustu vendinganna voru í takt við annað í málefnum flugvallarins. Hann er eðlilega ekki tilbúinn í að standa fyrir framan Reykvíkinga eftir að vera búinn að höggva svöðusár í eitt þeirra ástsælasta útivistasvæði. Hann er samt tilbúinn að höggva tré, en hversu mörg er ekki á hreinu. Því að í þessu sem öðru tengdu vellinum ríkir upplýsingaóreiða og óljóst hvar vald og ábyrgð liggur. Meðlimir Hljóðmarkar óska eftir því við nýja ríkisstjórn og sveitarfélögin í kringum flugvöllinn að láta af þessum vandræðagangi. Nú er mál að hefja tímasettar aðgerðir við að tryggja að lífsgæði íbúa á höfðuborgarsvæðinu séu í takti við nútímalegar kröfur um að draga úr hávaða og loftmengun, sem og að tryggja flugöryggi með því að færa allt óþarfa flug úr Vatnsmýrinni hið fyrsta. Sömuleiðis að tryggja flugsamfélaginu og farþegum þeirra, sem meðlimir okkar tilheyra einnig, nútímalega aðstöðu utan fjölmennstu byggðar landsins. Hljóðmörk gerir ekki athugasemd við nauðsynlegt sjúkraflug um völlinn, né áætlunarflug á helstu byggðarkjarna landsbyggðarinnar. En það er í besta falli vandræðalegt fyrir nútímasamfélag að halda áfram úti bílastæði fyrir auðmenn í stærsta bakgarði almennings á Íslandi. Höfundar eru meðlimir í Hljóðmörk, samtökum um brotthvarf óþarfa flugs frá Reykjavíkurflugvelli.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun