Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Kjartan Kjartansson skrifar 14. janúar 2025 08:56 Mynd frá Reykjavíkurborg sýnir hvernig Öskjuhlíð gæti litið út eftir að búið væri að fella öll tré innan aðflugsflatarins, um 2.900 tré. Reykjavíkurborg Samgöngustofa segir að krafa um að Reykjavíkurborg láti fella þúsundir trjáa í Öskjuhlíð vegna starfsemi Reykjavíkurflugvallar eigi ekki að koma borgarstjóra á óvart. Skipun um að flugbrautum verði lokað byggist á mati ISAVIA. Reykjavíkurborg annars vegar og Samgöngustofa og Isavia hins vegar hafa þrætt um örlög þúsunda trjáa í Öskuhlíð sem síðarnefndu stofnanirnar segja að verði að fella til þess að tryggja flugöryggi Reykjavíkurflugvallar um nokkurt skeið. Samgöngustofa tilkynnti ISAVIA, sem rekur flugvöllinn, fyrir helgi að loki skyldi annarri tveggja flugbrauta sem allra fyrst vegna þess að borgin hefði ekki fellt trén sem um ræðir. Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, furðaði sig á þeirri skipun á föstudag sem hefði verið gefin án þess að borgin fengi tækifæri til þess að eiga samtal við Samgöngustofu áður. Borgin hefði ekki fengið neitt formlegt erindi um að fella tré umfram þau sem hefðu farið upp fyrir lögbundinn hindrunarflöt alþjóðaflugreglna. Borgin hefði þegar fellt öll þau tré en síðar hefði komið í ljós að nýjar hæðarmælingar á trjánum hefði skort. Þá hafi komið í ljós að fella þyrfti nokkur tré. Sagði Einar borgina tilbúna að gera það undir eins. „En þeirra krafa er að fella 1.400 tré sem myndi rjúfa mjög ljótt skarð í þetta fallega græna svæði. Við þurfum að tryggja að ef menn taka þannig ákvarðanir að þær séu þá undirbyggðar rétt. Þetta er stór ákvörðun og við verðum að standa rétt að málum,“ sagði Einar sem taldi engan rökstuðning liggja fyrir nauðsyn þess að högga svo mörg tré. Ekki skilað fullnægjandi árangri Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Samgöngustofa að ISAVIA og Reykjavíkurborg hafi átt í samráði um langt skeið og að Einar núverandi borgarstjóri hafi fengið minnisblað í júlí 2023 þar sem lýst hafi verið áhyggjum af öryggisógn sem stafi af trjánum. Töluverð samskipti hafi átt sér stað síðan. „Svo málið ætti ekki að koma neinum á óvart,“ segir í svarinu. Þrátt fyrir vilja og eftirfylgni hafi samráðið ekki skilað fullnægjandi árangri. Reykjavíkurborg sagði sumarið 2023 að hún hefði fengið kröfu frá ISAVIA um að hátt í þrjú þúsund tré yrðu felld í Öskjuhlíð, um þriðjungur skógarins þar, en til vara 1.200 hæstu trén. Á sama tíma sagði Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri innalandsflugvalla hjá ISAVIA, að borgin hefði ár til þess að fella trén. Skipunin byggð á mati ISAVIA sjálfs Samgöngustofa hafi byggt skipun sína um lokun flugbrautanna í síðustu viku á mati ISAVIA sem beri ábyrgð á að vakta umhverfi flugvallarins. Hlutverk Samgöngustofu sé að sjá til þess að farið sé eftir skipulagsreglum flugvallarins sem voru settar til að tryggja flugöryggi árið 2009. Samkvæmt þeim megi ekkert vera í vegi að- og brottflugs af flugvellinum. Ástæða þess að gerð sé krafa um að trén verði felld nú sé sú að þau hafi vaxið upp í einn svokallaðan hindrunarflöt. „Með öðrum orðum, þá eru sum trén á ákveðnu svæði orðin hættulega stór gagnvart flugtaki og lendingu á flugbraut 31/13. Við því þarf að bregðast,“ segir í svarinu. Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Umhverfismál Skipulag Tré Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Reykjavíkurborg annars vegar og Samgöngustofa og Isavia hins vegar hafa þrætt um örlög þúsunda trjáa í Öskuhlíð sem síðarnefndu stofnanirnar segja að verði að fella til þess að tryggja flugöryggi Reykjavíkurflugvallar um nokkurt skeið. Samgöngustofa tilkynnti ISAVIA, sem rekur flugvöllinn, fyrir helgi að loki skyldi annarri tveggja flugbrauta sem allra fyrst vegna þess að borgin hefði ekki fellt trén sem um ræðir. Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, furðaði sig á þeirri skipun á föstudag sem hefði verið gefin án þess að borgin fengi tækifæri til þess að eiga samtal við Samgöngustofu áður. Borgin hefði ekki fengið neitt formlegt erindi um að fella tré umfram þau sem hefðu farið upp fyrir lögbundinn hindrunarflöt alþjóðaflugreglna. Borgin hefði þegar fellt öll þau tré en síðar hefði komið í ljós að nýjar hæðarmælingar á trjánum hefði skort. Þá hafi komið í ljós að fella þyrfti nokkur tré. Sagði Einar borgina tilbúna að gera það undir eins. „En þeirra krafa er að fella 1.400 tré sem myndi rjúfa mjög ljótt skarð í þetta fallega græna svæði. Við þurfum að tryggja að ef menn taka þannig ákvarðanir að þær séu þá undirbyggðar rétt. Þetta er stór ákvörðun og við verðum að standa rétt að málum,“ sagði Einar sem taldi engan rökstuðning liggja fyrir nauðsyn þess að högga svo mörg tré. Ekki skilað fullnægjandi árangri Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Samgöngustofa að ISAVIA og Reykjavíkurborg hafi átt í samráði um langt skeið og að Einar núverandi borgarstjóri hafi fengið minnisblað í júlí 2023 þar sem lýst hafi verið áhyggjum af öryggisógn sem stafi af trjánum. Töluverð samskipti hafi átt sér stað síðan. „Svo málið ætti ekki að koma neinum á óvart,“ segir í svarinu. Þrátt fyrir vilja og eftirfylgni hafi samráðið ekki skilað fullnægjandi árangri. Reykjavíkurborg sagði sumarið 2023 að hún hefði fengið kröfu frá ISAVIA um að hátt í þrjú þúsund tré yrðu felld í Öskjuhlíð, um þriðjungur skógarins þar, en til vara 1.200 hæstu trén. Á sama tíma sagði Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri innalandsflugvalla hjá ISAVIA, að borgin hefði ár til þess að fella trén. Skipunin byggð á mati ISAVIA sjálfs Samgöngustofa hafi byggt skipun sína um lokun flugbrautanna í síðustu viku á mati ISAVIA sem beri ábyrgð á að vakta umhverfi flugvallarins. Hlutverk Samgöngustofu sé að sjá til þess að farið sé eftir skipulagsreglum flugvallarins sem voru settar til að tryggja flugöryggi árið 2009. Samkvæmt þeim megi ekkert vera í vegi að- og brottflugs af flugvellinum. Ástæða þess að gerð sé krafa um að trén verði felld nú sé sú að þau hafi vaxið upp í einn svokallaðan hindrunarflöt. „Með öðrum orðum, þá eru sum trén á ákveðnu svæði orðin hættulega stór gagnvart flugtaki og lendingu á flugbraut 31/13. Við því þarf að bregðast,“ segir í svarinu.
Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Umhverfismál Skipulag Tré Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira