Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Jakob Bjarnar skrifar 15. janúar 2025 13:09 Þó ýmsir hafi verið nefndir sem hugsanlegir kandídatar í formannsframboð Sjálfstæðisflokksins beinast augun fyrst og síðast að þessum þremur: Þórdísi Kolbrúnu, Guðlaugi Þór og Áslaugu Örnu. vísir/vilhelm Þeir sem helst eru nefndir sem hugsanlegir frambjóðendur til formanns Sjálfstæðisflokksins liggja nú undir hinum fræga feldi – hnausþykkum því vart mótar fyrir þeim þar undir. Þau þrjú sem helst eru nefnd sem hugsanlegir frambjóðendur til formanns Sjálfstæðisflokksins; Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður flokksins og fyrrverandi ráðherrarnir þau Guðlaugur Þór Þórðarson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, hafa ekki svarað ítrekuðum símtölum eða skilaboðum blaðamanns Vísis. Svo virðist sem verið sé að leggja drög að því hvað verður bak við tjöldin. Bjarni Benediktsson hefur gefið það út, eins og kunnugt er, að hann hyggist ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu sem formaður flokksins. Þá hefur hann sagt af sér þingmennsku og ætlar að snúa sér að öðru. Þetta þýðir vitaskuld að nýr formaður verður kjörinn á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem haldinn verður 28. febrúar. Sem svo aftur þýðir að tíminn er skammur og áhugafólk um pólitík veltir því fyrir sér hverjir gefi sig fram til starfans. Hvað dvelur Orminn langa? Derringurinn í Halldóri Benjamín Einn þeirra sem veltir fyrir sér stöðunni er Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum. Hann tengir við frétt Morgunblaðsins, sem hefur verið afar upptekið af innanbúðarmálum flokksins, þar sem frá því er greint að einn þeirra sem orðaður hafi verið við framboð, Halldór Benjamín Þorbergsson, forstjóri fasteignafélagsins Heima, gefur frá sér varaformennsku með orðunum: „Aukahlutverk henta mér illa“. Páll segir að menn sem tali „með þessum derringi um varaformennsku í stjórnmálaflokki“ myndi hvort sem er henta illa til formennsku í þeim flokki. Þetta segir Páll á Facebook-síðu sinni og er gerður góður rómur að þessari athugasemd hans. Plottað bak við tjöldin Víst er að margur rennir hýru auga til formannsstöðunnar en hún telst eitt valdamesta, ef ekki valdamesta staða í íslenskri pólitík. En taka verður tillit til ýmissa flokkadrátta og nú fara fram samtöl bak við tjöldin. Væntanlega eru menn að reyna að teikna upp einhvers konar bandalög. Þekkt er mikið kapp sem ríkir milli Guðlaugs Þórs og Áslaugar Örnu sem hefur sagt að hún eigi Bjarna mikið að þakka. Þórdís Kolbrún varaformaður hefur svo fram til þessa verið talin erfðaprinsessa flokksins, réttborin til valda. Hvort það að þær tvær, Þórdís Kolbrún og Áslaug Arna, fari báðar fram að því gefnu að Guðlaugur Þór bjóði sig fram, gæti orðið til að styrkja stöðu Guðlaugs Þórs, þær gætu tekið atkvæði hvor frá annarri. Þess ber þó að geta að til að frambjóðandi verður að ná meira en fimmtíu prósentum atkvæða á landsfundi og er kosningin í tveimur fösum náist það ekki í fyrri umferð, þá milli þeirra tveggja sem efstir eru. Á síðasta landsfundi fór Guðlaugur Þór svo fram gegn Bjarna sem hafði sigur með um sextíu prósentum atkvæða gegn fjörutíu. Innanbúðarmenn tala um „Gullana“ sem harðsnúins hóps stuðningsmanna Guðlaugs Þórs. Hann var hins vegar ekki í essinu sínu á síðasta landsfundi, mætti fótbrotinn til leiks og þótti langt frá sínu besta. Ekkert leyndarmál er að Guðlaugur Þór hefur lengi stefnt að formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Klukkan tifar Svo enn sé vitnað til Morgunblaðsins þá eru, auk þeirra þriggja sem hér hafa verið nefnd, Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, og Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, helst nefnd sem hugsanlegir kandídatar. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, sem einnig hefur verið nefnd hefur verið í þessu sambandi, gefur það hins vegar frá sér. Þórdís Kolbrún hefur gefið það út að hún muni ekki sækjast eftir varaformennsku á komandi landsfundi sem bendir til þess að hún muni taka slaginn. Klukkan tifar og verður spennandi að sjá hvert þeirra tekur fyrsta skrefið og lýsir yfir framboði. En eins og bent er á eru allir á landsfundi í framboði. Sjálfstæðisflokkurinn Fréttaskýringar Alþingi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Þau þrjú sem helst eru nefnd sem hugsanlegir frambjóðendur til formanns Sjálfstæðisflokksins; Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður flokksins og fyrrverandi ráðherrarnir þau Guðlaugur Þór Þórðarson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, hafa ekki svarað ítrekuðum símtölum eða skilaboðum blaðamanns Vísis. Svo virðist sem verið sé að leggja drög að því hvað verður bak við tjöldin. Bjarni Benediktsson hefur gefið það út, eins og kunnugt er, að hann hyggist ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu sem formaður flokksins. Þá hefur hann sagt af sér þingmennsku og ætlar að snúa sér að öðru. Þetta þýðir vitaskuld að nýr formaður verður kjörinn á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem haldinn verður 28. febrúar. Sem svo aftur þýðir að tíminn er skammur og áhugafólk um pólitík veltir því fyrir sér hverjir gefi sig fram til starfans. Hvað dvelur Orminn langa? Derringurinn í Halldóri Benjamín Einn þeirra sem veltir fyrir sér stöðunni er Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum. Hann tengir við frétt Morgunblaðsins, sem hefur verið afar upptekið af innanbúðarmálum flokksins, þar sem frá því er greint að einn þeirra sem orðaður hafi verið við framboð, Halldór Benjamín Þorbergsson, forstjóri fasteignafélagsins Heima, gefur frá sér varaformennsku með orðunum: „Aukahlutverk henta mér illa“. Páll segir að menn sem tali „með þessum derringi um varaformennsku í stjórnmálaflokki“ myndi hvort sem er henta illa til formennsku í þeim flokki. Þetta segir Páll á Facebook-síðu sinni og er gerður góður rómur að þessari athugasemd hans. Plottað bak við tjöldin Víst er að margur rennir hýru auga til formannsstöðunnar en hún telst eitt valdamesta, ef ekki valdamesta staða í íslenskri pólitík. En taka verður tillit til ýmissa flokkadrátta og nú fara fram samtöl bak við tjöldin. Væntanlega eru menn að reyna að teikna upp einhvers konar bandalög. Þekkt er mikið kapp sem ríkir milli Guðlaugs Þórs og Áslaugar Örnu sem hefur sagt að hún eigi Bjarna mikið að þakka. Þórdís Kolbrún varaformaður hefur svo fram til þessa verið talin erfðaprinsessa flokksins, réttborin til valda. Hvort það að þær tvær, Þórdís Kolbrún og Áslaug Arna, fari báðar fram að því gefnu að Guðlaugur Þór bjóði sig fram, gæti orðið til að styrkja stöðu Guðlaugs Þórs, þær gætu tekið atkvæði hvor frá annarri. Þess ber þó að geta að til að frambjóðandi verður að ná meira en fimmtíu prósentum atkvæða á landsfundi og er kosningin í tveimur fösum náist það ekki í fyrri umferð, þá milli þeirra tveggja sem efstir eru. Á síðasta landsfundi fór Guðlaugur Þór svo fram gegn Bjarna sem hafði sigur með um sextíu prósentum atkvæða gegn fjörutíu. Innanbúðarmenn tala um „Gullana“ sem harðsnúins hóps stuðningsmanna Guðlaugs Þórs. Hann var hins vegar ekki í essinu sínu á síðasta landsfundi, mætti fótbrotinn til leiks og þótti langt frá sínu besta. Ekkert leyndarmál er að Guðlaugur Þór hefur lengi stefnt að formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Klukkan tifar Svo enn sé vitnað til Morgunblaðsins þá eru, auk þeirra þriggja sem hér hafa verið nefnd, Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, og Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, helst nefnd sem hugsanlegir kandídatar. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, sem einnig hefur verið nefnd hefur verið í þessu sambandi, gefur það hins vegar frá sér. Þórdís Kolbrún hefur gefið það út að hún muni ekki sækjast eftir varaformennsku á komandi landsfundi sem bendir til þess að hún muni taka slaginn. Klukkan tifar og verður spennandi að sjá hvert þeirra tekur fyrsta skrefið og lýsir yfir framboði. En eins og bent er á eru allir á landsfundi í framboði.
Sjálfstæðisflokkurinn Fréttaskýringar Alþingi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent