Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Kjartan Kjartansson skrifar 18. janúar 2025 07:04 Arna Lára Jónsdóttir og Rósa Guðbjartsdóttir. Vísir Tveir bæjarstjórar fengu um og yfir fimm milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum sem þeir fengu eftir að þeir náðu kjöri sem Alþingismenn. Annar þeirra, Rósa Guðbjartsdóttir, situr áfram sem formaður bæjarráðs í Hafnarfirði. Þingmenn fengu laun fyrir desember og janúar um áramótin. Þing hefur ekki enn komið saman frá kosningum en fyrsti þingfundur á að fara fram 4. febrúar. Þrír borgarfulltrúar sem náðu kjöri sem þingmenn fengu þá greitt bæði frá borginni og ríkinu fyrir desember og janúar: þau Dagur B. Eggertsson úr Samfylkingunni, Kolbrún Baldursdóttir frá Flokki fólksins og Pawel Bartoszek úr Viðreisn. Almennt þingfararkaup er um ein og hálf milljón króna Þau fengu þannig á bilinu 4,2 til 4,7 milljónir króna í laun greidd um síðustu mánaðamót. Tveir bæjarstjórar og tveir sveitarstjórnarmenn aðrir náðu kjöri til þings og fengu greitt tvöfalt fyrir desember. Forseti ASÍ sagði Vísi fyrr í vikunni að greiðslurnar væru í samræmi við leikreglur á almennum markaði. Kjörnir fulltrúar ættu engu að síður að huga að ímynd sinni gagnvart almenningi í þessum efnum. Tæpar 5,8 milljónir fyrir bæjarstjóra- og þingmannsstarfið Rósa Guðbjartsdóttir var bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar og náði kjöri fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðvesturkjördæmi. Hún fékk tæpar 2,8 milljónir króna fyrir störf sín sem bæjarstjóri fyrir desember samkvæmt upplýsingum Hafnarfjarðarbæjar. Með tvöfalda þingfararkaupinu um áramótin hefði hún þá fengið tæpar 5,8 milljónir í launagreiðslur. Bæjarráð Hafnarfjarðarbæjar samþykkti að Rósa yrði forseti þess á fundi 9. janúar. Ekki náðist í Rósu um hversu lengi hún hefði hugsað sér að sitja áfram sem kjörinn fulltrúi í Hafnarfirði samhliða þingstöfum við vinnslu þessarar fréttar. Átti ekki rétt á biðlaunum en kláraði ráðningarsamning til áramóta Arna Lára Jónsdóttir, sem náði kjöri fyrir Samfylkinguna í Norðvesturkjördæmi, óskaði eftir að láta af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar með bréfi til bæjarstjórnar 3. desember. Hún fór í orlof frá störfum sínum sem bæjarstjóri þegar kosningabaráttan fyrir alþingiskosningarnar hófst. Ráðningarsamingur Örnu Láru gilti til áramóta. Samkvæmt honum átti hún ekki rétt á biðlaunum en hún fékk greidd venjuleg laun upp á tæpar 1,8 milljónir króna fyrir desember. Þá er ótalinn mánaðarlegur bifreiðastyrkur. Í heildina fékk Arna Lára því tæpar 4,8 milljónir króna í laun fyrir desember úr ríkissjóði og frá Ísafjarðarbæ. Ekki búin að segja af sér í bæjarstjórn Ölfuss Ása Berglind Hjálmarsdóttir er bæjarfulltrúi Íbúalistans í Ölfusi og náði kjöri sem þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Hún hefur ekki enn beðist lausnar sem bæjarfulltrúi. Bæjarstjórn Ölfuss kom síðast saman 12. desember en Ása Berglind segir við Vísi að þá hafi ekki legið fyrir hver tæki við af henni. Hún segi þess vegna af sér sem bæjarfulltrúi á næsta fundi 30. janúar. Samkvæmt upplýsingum sveitarfélagsins Ölfuss fær Ása Berglind greiddar samtals 380.292 krónur fyrir setu í bæjarstjórn og nefndum í desember og janúar. Alls mun hún þá hafa fengið hátt í 3,4 milljónir króna í laun á því tímabili. Ása Berglind Hjálmarsdóttir.Vísir/Arnar Sagði af sér frá áramótum Guðmundur Ari Sigurjónsson, sem náði kjöri fyrir Samfylkinguna í Suðvesturkjördæmi, baðst lausnar úr bæjarstjórn Seltjarnarnessbæjar frá áramótum. Hann fékk greiddar 348.000 krónur sem bæjarfulltrúi fyrir desember auk 77 þúsund króna fyrir tvo bæjarráðsfundi ofan á um þriggja milljóna króna í þingfararkaup fyrir desember og janúar. Ákveðið var að Guðmundur Ari yrði formaður þingflokks Samfylkingarinnar 7. janúar. Formenn þingflokka fá 15 prósent álag á þingfararkaup. Guðmundur Ari Sigurjónsson.Vísir/Vilhelm Alþingi Kjaramál Alþingiskosningar 2024 Seltjarnarnes Ölfus Hafnarfjörður Ísafjarðarbær Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Þingmenn fengu laun fyrir desember og janúar um áramótin. Þing hefur ekki enn komið saman frá kosningum en fyrsti þingfundur á að fara fram 4. febrúar. Þrír borgarfulltrúar sem náðu kjöri sem þingmenn fengu þá greitt bæði frá borginni og ríkinu fyrir desember og janúar: þau Dagur B. Eggertsson úr Samfylkingunni, Kolbrún Baldursdóttir frá Flokki fólksins og Pawel Bartoszek úr Viðreisn. Almennt þingfararkaup er um ein og hálf milljón króna Þau fengu þannig á bilinu 4,2 til 4,7 milljónir króna í laun greidd um síðustu mánaðamót. Tveir bæjarstjórar og tveir sveitarstjórnarmenn aðrir náðu kjöri til þings og fengu greitt tvöfalt fyrir desember. Forseti ASÍ sagði Vísi fyrr í vikunni að greiðslurnar væru í samræmi við leikreglur á almennum markaði. Kjörnir fulltrúar ættu engu að síður að huga að ímynd sinni gagnvart almenningi í þessum efnum. Tæpar 5,8 milljónir fyrir bæjarstjóra- og þingmannsstarfið Rósa Guðbjartsdóttir var bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar og náði kjöri fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðvesturkjördæmi. Hún fékk tæpar 2,8 milljónir króna fyrir störf sín sem bæjarstjóri fyrir desember samkvæmt upplýsingum Hafnarfjarðarbæjar. Með tvöfalda þingfararkaupinu um áramótin hefði hún þá fengið tæpar 5,8 milljónir í launagreiðslur. Bæjarráð Hafnarfjarðarbæjar samþykkti að Rósa yrði forseti þess á fundi 9. janúar. Ekki náðist í Rósu um hversu lengi hún hefði hugsað sér að sitja áfram sem kjörinn fulltrúi í Hafnarfirði samhliða þingstöfum við vinnslu þessarar fréttar. Átti ekki rétt á biðlaunum en kláraði ráðningarsamning til áramóta Arna Lára Jónsdóttir, sem náði kjöri fyrir Samfylkinguna í Norðvesturkjördæmi, óskaði eftir að láta af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar með bréfi til bæjarstjórnar 3. desember. Hún fór í orlof frá störfum sínum sem bæjarstjóri þegar kosningabaráttan fyrir alþingiskosningarnar hófst. Ráðningarsamingur Örnu Láru gilti til áramóta. Samkvæmt honum átti hún ekki rétt á biðlaunum en hún fékk greidd venjuleg laun upp á tæpar 1,8 milljónir króna fyrir desember. Þá er ótalinn mánaðarlegur bifreiðastyrkur. Í heildina fékk Arna Lára því tæpar 4,8 milljónir króna í laun fyrir desember úr ríkissjóði og frá Ísafjarðarbæ. Ekki búin að segja af sér í bæjarstjórn Ölfuss Ása Berglind Hjálmarsdóttir er bæjarfulltrúi Íbúalistans í Ölfusi og náði kjöri sem þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Hún hefur ekki enn beðist lausnar sem bæjarfulltrúi. Bæjarstjórn Ölfuss kom síðast saman 12. desember en Ása Berglind segir við Vísi að þá hafi ekki legið fyrir hver tæki við af henni. Hún segi þess vegna af sér sem bæjarfulltrúi á næsta fundi 30. janúar. Samkvæmt upplýsingum sveitarfélagsins Ölfuss fær Ása Berglind greiddar samtals 380.292 krónur fyrir setu í bæjarstjórn og nefndum í desember og janúar. Alls mun hún þá hafa fengið hátt í 3,4 milljónir króna í laun á því tímabili. Ása Berglind Hjálmarsdóttir.Vísir/Arnar Sagði af sér frá áramótum Guðmundur Ari Sigurjónsson, sem náði kjöri fyrir Samfylkinguna í Suðvesturkjördæmi, baðst lausnar úr bæjarstjórn Seltjarnarnessbæjar frá áramótum. Hann fékk greiddar 348.000 krónur sem bæjarfulltrúi fyrir desember auk 77 þúsund króna fyrir tvo bæjarráðsfundi ofan á um þriggja milljóna króna í þingfararkaup fyrir desember og janúar. Ákveðið var að Guðmundur Ari yrði formaður þingflokks Samfylkingarinnar 7. janúar. Formenn þingflokka fá 15 prósent álag á þingfararkaup. Guðmundur Ari Sigurjónsson.Vísir/Vilhelm
Alþingi Kjaramál Alþingiskosningar 2024 Seltjarnarnes Ölfus Hafnarfjörður Ísafjarðarbær Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent