Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Kjartan Kjartansson skrifar 18. janúar 2025 07:04 Arna Lára Jónsdóttir og Rósa Guðbjartsdóttir. Vísir Tveir bæjarstjórar fengu um og yfir fimm milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum sem þeir fengu eftir að þeir náðu kjöri sem Alþingismenn. Annar þeirra, Rósa Guðbjartsdóttir, situr áfram sem formaður bæjarráðs í Hafnarfirði. Þingmenn fengu laun fyrir desember og janúar um áramótin. Þing hefur ekki enn komið saman frá kosningum en fyrsti þingfundur á að fara fram 4. febrúar. Þrír borgarfulltrúar sem náðu kjöri sem þingmenn fengu þá greitt bæði frá borginni og ríkinu fyrir desember og janúar: þau Dagur B. Eggertsson úr Samfylkingunni, Kolbrún Baldursdóttir frá Flokki fólksins og Pawel Bartoszek úr Viðreisn. Almennt þingfararkaup er um ein og hálf milljón króna Þau fengu þannig á bilinu 4,2 til 4,7 milljónir króna í laun greidd um síðustu mánaðamót. Tveir bæjarstjórar og tveir sveitarstjórnarmenn aðrir náðu kjöri til þings og fengu greitt tvöfalt fyrir desember. Forseti ASÍ sagði Vísi fyrr í vikunni að greiðslurnar væru í samræmi við leikreglur á almennum markaði. Kjörnir fulltrúar ættu engu að síður að huga að ímynd sinni gagnvart almenningi í þessum efnum. Tæpar 5,8 milljónir fyrir bæjarstjóra- og þingmannsstarfið Rósa Guðbjartsdóttir var bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar og náði kjöri fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðvesturkjördæmi. Hún fékk tæpar 2,8 milljónir króna fyrir störf sín sem bæjarstjóri fyrir desember samkvæmt upplýsingum Hafnarfjarðarbæjar. Með tvöfalda þingfararkaupinu um áramótin hefði hún þá fengið tæpar 5,8 milljónir í launagreiðslur. Bæjarráð Hafnarfjarðarbæjar samþykkti að Rósa yrði forseti þess á fundi 9. janúar. Ekki náðist í Rósu um hversu lengi hún hefði hugsað sér að sitja áfram sem kjörinn fulltrúi í Hafnarfirði samhliða þingstöfum við vinnslu þessarar fréttar. Átti ekki rétt á biðlaunum en kláraði ráðningarsamning til áramóta Arna Lára Jónsdóttir, sem náði kjöri fyrir Samfylkinguna í Norðvesturkjördæmi, óskaði eftir að láta af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar með bréfi til bæjarstjórnar 3. desember. Hún fór í orlof frá störfum sínum sem bæjarstjóri þegar kosningabaráttan fyrir alþingiskosningarnar hófst. Ráðningarsamingur Örnu Láru gilti til áramóta. Samkvæmt honum átti hún ekki rétt á biðlaunum en hún fékk greidd venjuleg laun upp á tæpar 1,8 milljónir króna fyrir desember. Þá er ótalinn mánaðarlegur bifreiðastyrkur. Í heildina fékk Arna Lára því tæpar 4,8 milljónir króna í laun fyrir desember úr ríkissjóði og frá Ísafjarðarbæ. Ekki búin að segja af sér í bæjarstjórn Ölfuss Ása Berglind Hjálmarsdóttir er bæjarfulltrúi Íbúalistans í Ölfusi og náði kjöri sem þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Hún hefur ekki enn beðist lausnar sem bæjarfulltrúi. Bæjarstjórn Ölfuss kom síðast saman 12. desember en Ása Berglind segir við Vísi að þá hafi ekki legið fyrir hver tæki við af henni. Hún segi þess vegna af sér sem bæjarfulltrúi á næsta fundi 30. janúar. Samkvæmt upplýsingum sveitarfélagsins Ölfuss fær Ása Berglind greiddar samtals 380.292 krónur fyrir setu í bæjarstjórn og nefndum í desember og janúar. Alls mun hún þá hafa fengið hátt í 3,4 milljónir króna í laun á því tímabili. Ása Berglind Hjálmarsdóttir.Vísir/Arnar Sagði af sér frá áramótum Guðmundur Ari Sigurjónsson, sem náði kjöri fyrir Samfylkinguna í Suðvesturkjördæmi, baðst lausnar úr bæjarstjórn Seltjarnarnessbæjar frá áramótum. Hann fékk greiddar 348.000 krónur sem bæjarfulltrúi fyrir desember auk 77 þúsund króna fyrir tvo bæjarráðsfundi ofan á um þriggja milljóna króna í þingfararkaup fyrir desember og janúar. Ákveðið var að Guðmundur Ari yrði formaður þingflokks Samfylkingarinnar 7. janúar. Formenn þingflokka fá 15 prósent álag á þingfararkaup. Guðmundur Ari Sigurjónsson.Vísir/Vilhelm Alþingi Kjaramál Alþingiskosningar 2024 Seltjarnarnes Ölfus Hafnarfjörður Ísafjarðarbær Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Þingmenn fengu laun fyrir desember og janúar um áramótin. Þing hefur ekki enn komið saman frá kosningum en fyrsti þingfundur á að fara fram 4. febrúar. Þrír borgarfulltrúar sem náðu kjöri sem þingmenn fengu þá greitt bæði frá borginni og ríkinu fyrir desember og janúar: þau Dagur B. Eggertsson úr Samfylkingunni, Kolbrún Baldursdóttir frá Flokki fólksins og Pawel Bartoszek úr Viðreisn. Almennt þingfararkaup er um ein og hálf milljón króna Þau fengu þannig á bilinu 4,2 til 4,7 milljónir króna í laun greidd um síðustu mánaðamót. Tveir bæjarstjórar og tveir sveitarstjórnarmenn aðrir náðu kjöri til þings og fengu greitt tvöfalt fyrir desember. Forseti ASÍ sagði Vísi fyrr í vikunni að greiðslurnar væru í samræmi við leikreglur á almennum markaði. Kjörnir fulltrúar ættu engu að síður að huga að ímynd sinni gagnvart almenningi í þessum efnum. Tæpar 5,8 milljónir fyrir bæjarstjóra- og þingmannsstarfið Rósa Guðbjartsdóttir var bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar og náði kjöri fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðvesturkjördæmi. Hún fékk tæpar 2,8 milljónir króna fyrir störf sín sem bæjarstjóri fyrir desember samkvæmt upplýsingum Hafnarfjarðarbæjar. Með tvöfalda þingfararkaupinu um áramótin hefði hún þá fengið tæpar 5,8 milljónir í launagreiðslur. Bæjarráð Hafnarfjarðarbæjar samþykkti að Rósa yrði forseti þess á fundi 9. janúar. Ekki náðist í Rósu um hversu lengi hún hefði hugsað sér að sitja áfram sem kjörinn fulltrúi í Hafnarfirði samhliða þingstöfum við vinnslu þessarar fréttar. Átti ekki rétt á biðlaunum en kláraði ráðningarsamning til áramóta Arna Lára Jónsdóttir, sem náði kjöri fyrir Samfylkinguna í Norðvesturkjördæmi, óskaði eftir að láta af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar með bréfi til bæjarstjórnar 3. desember. Hún fór í orlof frá störfum sínum sem bæjarstjóri þegar kosningabaráttan fyrir alþingiskosningarnar hófst. Ráðningarsamingur Örnu Láru gilti til áramóta. Samkvæmt honum átti hún ekki rétt á biðlaunum en hún fékk greidd venjuleg laun upp á tæpar 1,8 milljónir króna fyrir desember. Þá er ótalinn mánaðarlegur bifreiðastyrkur. Í heildina fékk Arna Lára því tæpar 4,8 milljónir króna í laun fyrir desember úr ríkissjóði og frá Ísafjarðarbæ. Ekki búin að segja af sér í bæjarstjórn Ölfuss Ása Berglind Hjálmarsdóttir er bæjarfulltrúi Íbúalistans í Ölfusi og náði kjöri sem þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Hún hefur ekki enn beðist lausnar sem bæjarfulltrúi. Bæjarstjórn Ölfuss kom síðast saman 12. desember en Ása Berglind segir við Vísi að þá hafi ekki legið fyrir hver tæki við af henni. Hún segi þess vegna af sér sem bæjarfulltrúi á næsta fundi 30. janúar. Samkvæmt upplýsingum sveitarfélagsins Ölfuss fær Ása Berglind greiddar samtals 380.292 krónur fyrir setu í bæjarstjórn og nefndum í desember og janúar. Alls mun hún þá hafa fengið hátt í 3,4 milljónir króna í laun á því tímabili. Ása Berglind Hjálmarsdóttir.Vísir/Arnar Sagði af sér frá áramótum Guðmundur Ari Sigurjónsson, sem náði kjöri fyrir Samfylkinguna í Suðvesturkjördæmi, baðst lausnar úr bæjarstjórn Seltjarnarnessbæjar frá áramótum. Hann fékk greiddar 348.000 krónur sem bæjarfulltrúi fyrir desember auk 77 þúsund króna fyrir tvo bæjarráðsfundi ofan á um þriggja milljóna króna í þingfararkaup fyrir desember og janúar. Ákveðið var að Guðmundur Ari yrði formaður þingflokks Samfylkingarinnar 7. janúar. Formenn þingflokka fá 15 prósent álag á þingfararkaup. Guðmundur Ari Sigurjónsson.Vísir/Vilhelm
Alþingi Kjaramál Alþingiskosningar 2024 Seltjarnarnes Ölfus Hafnarfjörður Ísafjarðarbær Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira