Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Lovísa Arnardóttir skrifar 16. janúar 2025 23:02 Helga Þórisdóttir segir bréf ráðherranna á dagskrá. Vísir/Einar Stjórn Félags forstöðumanna ríkisstofnana fundar næstkomandi mánudag og mun þá fara yfir bréf forsætis- og fjármála- og efnahagsráðherra um það hvernig megi hagræða í rekstri. Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar er formaður stjórnarinnar. Í samtali við fréttastofu segist Helga ekki hafa heyrt í félagsmönnum í dag eftir að bréfið var sent út. „Stjórnin hittist á mánudag og þetta mál er komið á dagskrá,“ segir Helga. Annað geti hún ekki sagt um málið að svo stöddu. Birt var síðdegis í dag tilkynning á vef stjórnarráðsins um bréfið. Þar kom fram að Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefðu ritað forstöðumönnum hjá ríkinu bréf þar sem þau óskuðu eftir hugmyndum og sjónarmiðum um hvernig megi hagræða í rekstri ríkisins. Ríkisstjórnin hefur sömuleiðis óskað eftir hugmyndum um hagræðingu frá almenningi. Í samráðsgátt hafa þegar borist rúmlega þrjú þúsund umsagnir. Tillögurnar verða greindar með gervigreind í fyrsta fasa. Samráð við almenning stendur til 23. janúar, eða í eina viku til viðbótar. Í bréfi Kristrúnar og Daða Más til forstöðumanna kom meðal annars fram að sjónarmið stjórnenda hjá ríkinu væru nauðsynleg til að fá dýpri innsýn í þau hagræðingartækifæri sem til staðar væru. „Forstöðumenn eru beðnir um tillögur að hagræðingu, einföldun stjórnsýslu og sameiningu stofnana.“ Þá kom fram að fjallað verði um tillögur þeirra í starfshópi á vegum forsætisráðuneytisins. Niðurstöðurnar verði nýttar til að móta áætlun til lengri tíma um umbætur í rekstri ríkisins. Samhliða verði unnið með tillögur úr fyrri samráðsferlum við stjórnendur og starfsfólk ríkisins. Í Félagi forstöðumanna ríkisstofnana eru tugir félagsmanna eins og sýslumenn, skólameistarar, forstöðumenn og forstjórar. Í félaginu eru forstöðumenn ríkisstofnana og ríkisfyrirtækja sem fá laun samkvæmt grunnlaunaflokkum eða samkvæmt ákvörðun ríkisstofnunar/ríkisfyrirtækis. Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
„Stjórnin hittist á mánudag og þetta mál er komið á dagskrá,“ segir Helga. Annað geti hún ekki sagt um málið að svo stöddu. Birt var síðdegis í dag tilkynning á vef stjórnarráðsins um bréfið. Þar kom fram að Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefðu ritað forstöðumönnum hjá ríkinu bréf þar sem þau óskuðu eftir hugmyndum og sjónarmiðum um hvernig megi hagræða í rekstri ríkisins. Ríkisstjórnin hefur sömuleiðis óskað eftir hugmyndum um hagræðingu frá almenningi. Í samráðsgátt hafa þegar borist rúmlega þrjú þúsund umsagnir. Tillögurnar verða greindar með gervigreind í fyrsta fasa. Samráð við almenning stendur til 23. janúar, eða í eina viku til viðbótar. Í bréfi Kristrúnar og Daða Más til forstöðumanna kom meðal annars fram að sjónarmið stjórnenda hjá ríkinu væru nauðsynleg til að fá dýpri innsýn í þau hagræðingartækifæri sem til staðar væru. „Forstöðumenn eru beðnir um tillögur að hagræðingu, einföldun stjórnsýslu og sameiningu stofnana.“ Þá kom fram að fjallað verði um tillögur þeirra í starfshópi á vegum forsætisráðuneytisins. Niðurstöðurnar verði nýttar til að móta áætlun til lengri tíma um umbætur í rekstri ríkisins. Samhliða verði unnið með tillögur úr fyrri samráðsferlum við stjórnendur og starfsfólk ríkisins. Í Félagi forstöðumanna ríkisstofnana eru tugir félagsmanna eins og sýslumenn, skólameistarar, forstöðumenn og forstjórar. Í félaginu eru forstöðumenn ríkisstofnana og ríkisfyrirtækja sem fá laun samkvæmt grunnlaunaflokkum eða samkvæmt ákvörðun ríkisstofnunar/ríkisfyrirtækis.
Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira