Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Árni Sæberg og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 17. janúar 2025 12:32 Kristrún segir þing munu koma saman 4. febrúar, gangi allt eftir áætlun. Vísir/Vilhelm Nýkjörið Alþingi Íslendinga kemur saman þann 4. febrúar næstkomandi. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að fram að 4. febrúar verði undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kosninga gefið rými til þess að vinna sína vinnu. Koma verði í ljós hvað komi út úr þeirri vinnu en vonast sé til þess að unnt verði að setja þing 4. febrúar. Kristrún segir það ekki sitt að segja til um á þessum tímapunkti hvort líklegt sé að talið verði á ný. Nefndin þurfi að fara yfir ýmis gögn og hafi víðtækar heimildir. „Nú gefum við þessu bara tíma, þessi dagsetning á þingsetningu er sett með fyrirvara um að það verði búið að komast að niðurstöðu.“ Ekki gott fyrir lýðræðið Þá segir Kristrún það vera áhyggjuefni að einhver fjöldi atkvæða virðist hafa fallið milli skips og bryggju. „Það er óheppilegt og þetta er ekki gott fyrir lýðræðið í landinu, að fólk þurfi að hafa áhyggjur af því að þeirra atkvæði komist til skila. Auðvitað er það þannig að ef þú kýst utan kjörfundar berðu ábyrgð á því að koma atkvæðinu þínu til skila en fólk er samt að greiða atkvæði undir ákveðnum kringumstæðum, undir ákveðnu fyrirkomulagi, þar sem það ætti að skila sér. Landskjörstjórn hefur sagt að það þurfi að fara betur yfir og endurskoða fyrirkomulag utankjörfundar. Þetta er eitthvað sem ég tek undir og ég held að Alþingi ætti að beina því í réttan farveg. Þetta skiptir gríðarlega miklu máli upp á framtíðinni.“ Viðtal við Kristrúnu má sjá að neðan. Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Tengdar fréttir Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Það er mat Landskjörstjórnar að brýnt sé að endurskoða framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu, bæði hér á landi sem og erlendis. Í þessari endurskoðun væri mikilvægt að skoða sérstaklega hvort unnt væri að gera framkvæmdina skilvirkari og öruggari. 15. janúar 2025 16:40 Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Forseti Alþingis hefur falið nefnd níu kjörinna alþingismanna að undirbúa rannsókn á kosningu þingmanna og gildi kosninga sem fer fram á þingsetningarfundi. 15. janúar 2025 09:25 Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Aðeins annar kassinn af tveimur með utankjörfundaratkvæðum sem sendir voru frá Reykjavík til yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi skilaði sér. Forsætisráðherra segir tilefni til að Alþingi endurskoði lög um utankjörfundaratkvæðagreiðslur. Ríkisstjórnin muni einnig beita sér fyrir breytingum á almennum kosingalögum. 14. janúar 2025 18:11 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að fram að 4. febrúar verði undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kosninga gefið rými til þess að vinna sína vinnu. Koma verði í ljós hvað komi út úr þeirri vinnu en vonast sé til þess að unnt verði að setja þing 4. febrúar. Kristrún segir það ekki sitt að segja til um á þessum tímapunkti hvort líklegt sé að talið verði á ný. Nefndin þurfi að fara yfir ýmis gögn og hafi víðtækar heimildir. „Nú gefum við þessu bara tíma, þessi dagsetning á þingsetningu er sett með fyrirvara um að það verði búið að komast að niðurstöðu.“ Ekki gott fyrir lýðræðið Þá segir Kristrún það vera áhyggjuefni að einhver fjöldi atkvæða virðist hafa fallið milli skips og bryggju. „Það er óheppilegt og þetta er ekki gott fyrir lýðræðið í landinu, að fólk þurfi að hafa áhyggjur af því að þeirra atkvæði komist til skila. Auðvitað er það þannig að ef þú kýst utan kjörfundar berðu ábyrgð á því að koma atkvæðinu þínu til skila en fólk er samt að greiða atkvæði undir ákveðnum kringumstæðum, undir ákveðnu fyrirkomulagi, þar sem það ætti að skila sér. Landskjörstjórn hefur sagt að það þurfi að fara betur yfir og endurskoða fyrirkomulag utankjörfundar. Þetta er eitthvað sem ég tek undir og ég held að Alþingi ætti að beina því í réttan farveg. Þetta skiptir gríðarlega miklu máli upp á framtíðinni.“ Viðtal við Kristrúnu má sjá að neðan.
Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Tengdar fréttir Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Það er mat Landskjörstjórnar að brýnt sé að endurskoða framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu, bæði hér á landi sem og erlendis. Í þessari endurskoðun væri mikilvægt að skoða sérstaklega hvort unnt væri að gera framkvæmdina skilvirkari og öruggari. 15. janúar 2025 16:40 Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Forseti Alþingis hefur falið nefnd níu kjörinna alþingismanna að undirbúa rannsókn á kosningu þingmanna og gildi kosninga sem fer fram á þingsetningarfundi. 15. janúar 2025 09:25 Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Aðeins annar kassinn af tveimur með utankjörfundaratkvæðum sem sendir voru frá Reykjavík til yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi skilaði sér. Forsætisráðherra segir tilefni til að Alþingi endurskoði lög um utankjörfundaratkvæðagreiðslur. Ríkisstjórnin muni einnig beita sér fyrir breytingum á almennum kosingalögum. 14. janúar 2025 18:11 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Það er mat Landskjörstjórnar að brýnt sé að endurskoða framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu, bæði hér á landi sem og erlendis. Í þessari endurskoðun væri mikilvægt að skoða sérstaklega hvort unnt væri að gera framkvæmdina skilvirkari og öruggari. 15. janúar 2025 16:40
Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Forseti Alþingis hefur falið nefnd níu kjörinna alþingismanna að undirbúa rannsókn á kosningu þingmanna og gildi kosninga sem fer fram á þingsetningarfundi. 15. janúar 2025 09:25
Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Aðeins annar kassinn af tveimur með utankjörfundaratkvæðum sem sendir voru frá Reykjavík til yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi skilaði sér. Forsætisráðherra segir tilefni til að Alþingi endurskoði lög um utankjörfundaratkvæðagreiðslur. Ríkisstjórnin muni einnig beita sér fyrir breytingum á almennum kosingalögum. 14. janúar 2025 18:11
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu