Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2025 23:31 Bretinn Noah Williams vann bronsverðlaun í dýfingum á Ólympíuleikunum í París. Hann var ánægður með verðlaunapeninginn þá. Getty/Clive Rose Aðeins sex mánuðir eru liðnir frá því að Frakkar héldu Ólympíuleikana í París en yfir hundrað manns hafa þegar skilað verðlaunum sínum frá leikunum. Það var heldur ekki af ástæðulausu. Ástæðan er lélegt ástand verðlaunapeninganna sem hafa hreinlega eyðilagst á þessum stuttum tíma. Þeir hafa ryðgað, aflitast og flagnað. Það sást strax í ágúst að verðlaunapeningarnir voru fljótir að breyta um lit og það á meðan leikarnir voru enn í gangi. Ameríski hjólabrettakappinn Nyjah Huston sýndi þá myndir af flagnandi verðlaunapeningi sínum aðeins nokkrum dögum eftir afhendingu. Franska blaðið La Lettre segir frá því að yfir hundrað íþróttamenn og konur hafi nú skilað verðlaunapeningum sínum vegna ósættis með ástand þeirra. AlþjóðaÓlympíunefndin, IOC, hefur einnig staðfest þessar fréttir. „Við erum að vinna náið með frönsku myntsláttunni og fyrirtækinu sem bar ábyrgðina á framleiðslu verðlaunapeninganna og gæðaprófuninni á þeim. Verðlaunapeningum sem eru skemmdir, verður skipt út fyrir nýja samskonar verðlaunapeninga,“ sagði í yfirlýsingu Alþjóðaólympíunefndarinnar í frétt Insidethegames. Í frétt La Lettre kemur fram að þetta sé í framhaldi af því að notkun ákveðinna efna var bönnuð við framleiðsluna. Fyrir vikið voru framleiðendurnir að prófa sig áfram með ný efni sem duga greinilega mjög illa. Þar kemur líka fram að það eru aðallega bronsverðlaunapeningarnir sem eru að skemmast. Gull- og silfurpeningarnir standa sig miklu betur. View this post on Instagram A post shared by Wealth (@wealth) Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Golf Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Sjá meira
Ástæðan er lélegt ástand verðlaunapeninganna sem hafa hreinlega eyðilagst á þessum stuttum tíma. Þeir hafa ryðgað, aflitast og flagnað. Það sást strax í ágúst að verðlaunapeningarnir voru fljótir að breyta um lit og það á meðan leikarnir voru enn í gangi. Ameríski hjólabrettakappinn Nyjah Huston sýndi þá myndir af flagnandi verðlaunapeningi sínum aðeins nokkrum dögum eftir afhendingu. Franska blaðið La Lettre segir frá því að yfir hundrað íþróttamenn og konur hafi nú skilað verðlaunapeningum sínum vegna ósættis með ástand þeirra. AlþjóðaÓlympíunefndin, IOC, hefur einnig staðfest þessar fréttir. „Við erum að vinna náið með frönsku myntsláttunni og fyrirtækinu sem bar ábyrgðina á framleiðslu verðlaunapeninganna og gæðaprófuninni á þeim. Verðlaunapeningum sem eru skemmdir, verður skipt út fyrir nýja samskonar verðlaunapeninga,“ sagði í yfirlýsingu Alþjóðaólympíunefndarinnar í frétt Insidethegames. Í frétt La Lettre kemur fram að þetta sé í framhaldi af því að notkun ákveðinna efna var bönnuð við framleiðsluna. Fyrir vikið voru framleiðendurnir að prófa sig áfram með ný efni sem duga greinilega mjög illa. Þar kemur líka fram að það eru aðallega bronsverðlaunapeningarnir sem eru að skemmast. Gull- og silfurpeningarnir standa sig miklu betur. View this post on Instagram A post shared by Wealth (@wealth)
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Golf Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Sjá meira