„Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. janúar 2025 14:49 Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, er glaður í hjartanu yfir viðtökum almennings sem birtast í fjölda tillagna til hagræðingar í samráðsgátt. Vísir/Vilhelm Það kemur fyllilega til greina að endurskoða innkaupareglur ríkisins á flugmiðum segir Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra. Ríkið hefur verið sakað um óeðlilega viðskiptahætti en ráðherra segir mikilvægt að finna hagstæðustu lausnina fyrir ríkið, hvort sem það varðar kostnað vegna vinnuferða eða annarra innkaupa hins opinbera. Daði kveðst himinlifandi með áhuga almennings á skilvirkni í ríkisrekstri. Fram kom í fréttum fyrr í vikunni að forsvarsmenn flugfélagsins Play hafi til skoðunar að leita réttar síns vegna viðskiptahátta ríkisins, sem stjórnarformaður félagsins segir óeðlilega. Flugfélagið hefur lagt það til við ríkisstjórnina, sem sankar nú að sér sparnaðarráðum frá almenningi, að ódýrasta flugfarið verði alltaf keypt þegar ríkisstarfsmenn halda út fyrir landsteinana starfa sinna vegna. Athygli var jafnframt vakin á því, að síðastliðin tvö ár hafi ríkið aðeins keypt um 1,4% allra keyptra flugmiða af Play sem er langt frá því að endurspegla markaðshlutdeild félagsins. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir vel koma til greina að endurskoða núverandi fyrirkomulag. „Það er fyllilega á borðinu að skoða þessi innkaup eins og öll önnur innkaup. Þessi tillaga hefur komið fram ítrekað í sögunni og þarna þurfum við bara að leita til markaðsaðila um tilboð og finna þar hagkvæmustu lausnina fyrir ríkið,“ segir Daði. Vilja vinna hratt úr tillögum Borist hafa ríflega 3200 tillögur í samráðsgátt þar sem almenningur hefur kost á að leggja fram tillögur að hagræðingu í rekstri hins opinbera. Þá hafa forstöðumenn hjá ríkinu verið beðnir um tillögur að hagræðingu, einföldun stjórnsýslu og sameiningu stofnana. Ljóst er að mikið verk er fyrir höndum að vinna úr öllum þeim tillögum sem berast. „Við erum að klára núna skipun á þriggja manna hópi sem mun stýra vinnunni og síðan munu starfsmenn ráðuneytis koma að því. Markmiðið er að vinna eins hratt úr þessu og kostur er að þetta klárist núna á vormánuðum. Það er sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta sem nýskipaðs fjármála- og efnahagsráðherra, hvað þjóðinni er umhugað um skilvirkan rekstur hins opinbera, það eru góðar fréttir,“ segir Daði. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Play Rekstur hins opinbera Viðreisn Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Fram kom í fréttum fyrr í vikunni að forsvarsmenn flugfélagsins Play hafi til skoðunar að leita réttar síns vegna viðskiptahátta ríkisins, sem stjórnarformaður félagsins segir óeðlilega. Flugfélagið hefur lagt það til við ríkisstjórnina, sem sankar nú að sér sparnaðarráðum frá almenningi, að ódýrasta flugfarið verði alltaf keypt þegar ríkisstarfsmenn halda út fyrir landsteinana starfa sinna vegna. Athygli var jafnframt vakin á því, að síðastliðin tvö ár hafi ríkið aðeins keypt um 1,4% allra keyptra flugmiða af Play sem er langt frá því að endurspegla markaðshlutdeild félagsins. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir vel koma til greina að endurskoða núverandi fyrirkomulag. „Það er fyllilega á borðinu að skoða þessi innkaup eins og öll önnur innkaup. Þessi tillaga hefur komið fram ítrekað í sögunni og þarna þurfum við bara að leita til markaðsaðila um tilboð og finna þar hagkvæmustu lausnina fyrir ríkið,“ segir Daði. Vilja vinna hratt úr tillögum Borist hafa ríflega 3200 tillögur í samráðsgátt þar sem almenningur hefur kost á að leggja fram tillögur að hagræðingu í rekstri hins opinbera. Þá hafa forstöðumenn hjá ríkinu verið beðnir um tillögur að hagræðingu, einföldun stjórnsýslu og sameiningu stofnana. Ljóst er að mikið verk er fyrir höndum að vinna úr öllum þeim tillögum sem berast. „Við erum að klára núna skipun á þriggja manna hópi sem mun stýra vinnunni og síðan munu starfsmenn ráðuneytis koma að því. Markmiðið er að vinna eins hratt úr þessu og kostur er að þetta klárist núna á vormánuðum. Það er sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta sem nýskipaðs fjármála- og efnahagsráðherra, hvað þjóðinni er umhugað um skilvirkan rekstur hins opinbera, það eru góðar fréttir,“ segir Daði.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Play Rekstur hins opinbera Viðreisn Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira