Fjögur lið aðeins einum leik frá Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2025 07:16 Leikstjórnandinn Josh Allen fagnar sigri Buffalo Bills í nótt en með honum tryggði liðið sér sæti í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar. Getty/Kevin Sabitus Buffalo Bills og Philadelphia Eagles tryggðu sér sæti í úrslitaleikjum deildanna í úrslitakeppni NFL deildarinnar í nótt. Þar með er ljóst hvaða lið spila um sæti í Super Bowl um næstu helgi. Báðir leikirnir í nótt voru æsispennandi og snjókoma setti svip á báða leiki. Philadelphia Eagles vann fyrst 28-22 sigur á Los Angeles Rams en Buffalo Bills vann svo 27-25 sigur á Baltimore Ravens í svakalegum leik. Þetta þýðir að Kansas City Chiefs tekur á móti Buffalo Bills í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar en Philadelphia Eagles fær Washington Commanders í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar. Leikur Buffalo Bills og Baltimore Ravens var um leið uppgjör leikstjórnendanna Josh Allen og Lamar Jackson sem þykja líklegastir til að vera kostir mikilvægustu leikmenn deildarinnar á þessari leiktíð. Lamar Jackson og félagar í Ravens þurfa að sætta sig enn á ný að komast ekki langt í úrslitakeppninni. Hann hefur nú spilaði í sjö ár í deildinni án þess að komast í stóra leikinn. Innherjinn Mark Andrews missti boltann rúmri mínútu fyrir leikslok þegar hann gat jafnað metin í tveggja stiga tilraun og tryggt liði sínu framlengingu. Buffalo hafði komist í 21-10 í leiknum og nýtt sér vel þrjá tapaða bolta hjá Baltimore. Baltimore kom til baka og það munaði engu að þeim tækist að jafna. Þess í stað fáum við enn eina viðureignina á milli Patrick Mahomes og Josh Allen sem hefur hingað til verið mikil veisla. Þeir mætast nú í fjórða sinn á fimm árum í úrslitakeppninni og Chiefs liðið hefur unnið alla hina. Allen á enn eftir að komast í sinn fyrsta Super Bowl. Í sigri Philadelphia Eagles var hlauparinn Saquon Barkley í miklu stuði að vanda en hann fór 205 jarda með boltann og skoraði tvö snertimörk. Eagles vörnin var líka öflug þegar Rams liðið gerði sig líklegt til að fá eitthvað út úr leiknum. NFL Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Ungur körfuboltamaður drukknaði Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Sjá meira
Báðir leikirnir í nótt voru æsispennandi og snjókoma setti svip á báða leiki. Philadelphia Eagles vann fyrst 28-22 sigur á Los Angeles Rams en Buffalo Bills vann svo 27-25 sigur á Baltimore Ravens í svakalegum leik. Þetta þýðir að Kansas City Chiefs tekur á móti Buffalo Bills í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar en Philadelphia Eagles fær Washington Commanders í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar. Leikur Buffalo Bills og Baltimore Ravens var um leið uppgjör leikstjórnendanna Josh Allen og Lamar Jackson sem þykja líklegastir til að vera kostir mikilvægustu leikmenn deildarinnar á þessari leiktíð. Lamar Jackson og félagar í Ravens þurfa að sætta sig enn á ný að komast ekki langt í úrslitakeppninni. Hann hefur nú spilaði í sjö ár í deildinni án þess að komast í stóra leikinn. Innherjinn Mark Andrews missti boltann rúmri mínútu fyrir leikslok þegar hann gat jafnað metin í tveggja stiga tilraun og tryggt liði sínu framlengingu. Buffalo hafði komist í 21-10 í leiknum og nýtt sér vel þrjá tapaða bolta hjá Baltimore. Baltimore kom til baka og það munaði engu að þeim tækist að jafna. Þess í stað fáum við enn eina viðureignina á milli Patrick Mahomes og Josh Allen sem hefur hingað til verið mikil veisla. Þeir mætast nú í fjórða sinn á fimm árum í úrslitakeppninni og Chiefs liðið hefur unnið alla hina. Allen á enn eftir að komast í sinn fyrsta Super Bowl. Í sigri Philadelphia Eagles var hlauparinn Saquon Barkley í miklu stuði að vanda en hann fór 205 jarda með boltann og skoraði tvö snertimörk. Eagles vörnin var líka öflug þegar Rams liðið gerði sig líklegt til að fá eitthvað út úr leiknum.
NFL Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Ungur körfuboltamaður drukknaði Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Sjá meira