Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar 20. janúar 2025 14:33 Nú er allt upp í loft út af Hvammsvirkjun ‒ og einmitt á slíkum stundum er mikilvægt að fara varlega. Þetta er eitt af því sem þarf að hafa í huga: Áhugamönnum um þessa virkjun og aðrar svíður að ekkert skuli ganga í framkvæmdum eftir að alþingi er búið að setja virkjunina í orkunýtingarflokk rammaáætlunar. Menn virðast telja að málinu ljúki með atkvæðagreiðslunni á þingi ‒ og svokallað „leyfisveitingaferli“ sé til óþurftar. Að minnsta kosti eigi efasemdarmenn og gagnrýnendur að loka munni snarlega. Og síðasti orku- og umhverfisráðherra kallaði þá nánast þjóðníðinga sem leyfðu sér að standa í kærumálum og tefja hinar þjóðnauðsynlegu framkvæmdir. Er þetta svona? Rammaáætlun var komið á með lögum árið 2011 ‒ í ríkisstjórn D og S ‒ og fyrsta áætlunin samkvæmt þeim lögum var samþykkt á alþingi vorið 2013. Veit allt um það af því ég var framsögumaður umhverfisnefndar þegar málið kom til afgreiðslu á alþingi. Í greinargerð („athugasemdum“ heitir það á þingmállýskunni) með lagafrumvarpinu eru skýrð meginatriði hins nýja kerfis um verndar- og orkunýtingu landsvæða: „Lagt er til að stjórnvöldum sé heimilt en ekki skylt að veita leyfi til orkuvinnslu vegna þeirra virkjunarkosta sem falla í nýtingarhluta áætlunarinnar. Verndar- og nýtingaráætlunin feli því ekki í sér afstöðu þingsins til þess hvaða virkjunarkostir skuli nýttir á tímabilinu heldur eingöngu hvaða virkjunarkostir geti farið í hefðbundið leyfisveitingarferli og hvaða virkjunum er heimilt að gera ráð fyrir í skipulagi sveitarfélaga.“ Takið eftir: „heimilt en ekki skylt“ að veita leyfi. Og samþykktin felur ekki „í sér afstöðu þingsins“ til virkjunarframkvæmda heldur „eingöngu“ til þess hvaða kostir getir farið í leyfisveitingaferlið. Ákvörðun þingsins um landsvæði og virkjunarkosti snýst ekki um það að nú skuli virkja þessa á eða þetta jarðvarmasvæði en ekki aðra/annað ‒ heldur taka alþingismenn fyrst og fremst ákvörðun um það hvaða landsvæði skuli friða fyrir orkunýtingu ‒ og nýta þá með öðrum hætti, svo sem til útivistar, ferðamennsku, landbúnaðar, vísindarannsókna o.s.frv. Þeir kostir/svæði sem ekki fá þessa vernd falla í svokallaðan orkunýtingarflokk. Væntanlegir framkvæmendur standa þá frammi fyrir hinu „hefðbundna leyfisveitingarferli“ ‒ sem meðal annars felur í sér mat á umhverfisákvörðunum og rétt almennings til upplýsinga og áhrifa samkvæmt innleiðingu Árósasamningsins í lagasafnið. Öðruvísi, mjög stutt: Áður þurfti samþykki alþingis til allra umtalsverðra virkjunarframkvæmda á landinu. Virkjanirnar voru þá samþykktar inn í raforkulögin ‒ og eftir samþykktina höfðu framkvæmendur meira og minna frjálsar hendur ‒ án umhverfismats og Árósasamnings. Um aldamótin var þessu breytt ‒ til hagræðis fyrir framkvæmendur ‒ þannig að valdið var fært úr höndum þingsins og til iðnaðarráðherra, sem veitti virkjunarleyfi, að uppfylltum ýmsum skilyrðum. Um svipað leyti var svo tekið upp umhverfismatið, og smám saman Árósaáfangar sem tryggðu almenningi aukinn rétt. Þetta breyttist svo með rammaáætlun, sem hér komst á að frumkvæði Samfylkingarinnar 2011 og 2013. Þá var ákveðið að eftir rækilega faglega vinnu tæki alþingi afstöðu til tillagna um skiptingu tiltekinna svæða/kosta í verndar- og orkunýtingarflokk (og gæti svo geymt sumt í biðflokki). Kostirnir/svæðin í orkunýtingarflokki héldu svo áfram, einsog áður, í sitt ferli. Það er hins vegar ekki Alþingi sem tekur ákvörðun um að virkja. Sem áður segir: Stjórnvöldum er heimilt en ekki skylt að veita virkjunarleyfi. Atkvæðagreiðslan á þinginu lýsir ekki afstöðu til að virkja á einstökum stöðum heldur eingöngu til þess hvað getur farið í hefðbundið leyfisveitingarferli. Hvammsvirkjun hefur gengið illa í þessu ferli ‒ en það er ekki rammaáætlun að kenna eða þakka. Höfundur er fyrrverandi þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Deilur um Hvammsvirkjun Orkumál Alþingi Vatnsaflsvirkjanir Mörður Árnason Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Nú er allt upp í loft út af Hvammsvirkjun ‒ og einmitt á slíkum stundum er mikilvægt að fara varlega. Þetta er eitt af því sem þarf að hafa í huga: Áhugamönnum um þessa virkjun og aðrar svíður að ekkert skuli ganga í framkvæmdum eftir að alþingi er búið að setja virkjunina í orkunýtingarflokk rammaáætlunar. Menn virðast telja að málinu ljúki með atkvæðagreiðslunni á þingi ‒ og svokallað „leyfisveitingaferli“ sé til óþurftar. Að minnsta kosti eigi efasemdarmenn og gagnrýnendur að loka munni snarlega. Og síðasti orku- og umhverfisráðherra kallaði þá nánast þjóðníðinga sem leyfðu sér að standa í kærumálum og tefja hinar þjóðnauðsynlegu framkvæmdir. Er þetta svona? Rammaáætlun var komið á með lögum árið 2011 ‒ í ríkisstjórn D og S ‒ og fyrsta áætlunin samkvæmt þeim lögum var samþykkt á alþingi vorið 2013. Veit allt um það af því ég var framsögumaður umhverfisnefndar þegar málið kom til afgreiðslu á alþingi. Í greinargerð („athugasemdum“ heitir það á þingmállýskunni) með lagafrumvarpinu eru skýrð meginatriði hins nýja kerfis um verndar- og orkunýtingu landsvæða: „Lagt er til að stjórnvöldum sé heimilt en ekki skylt að veita leyfi til orkuvinnslu vegna þeirra virkjunarkosta sem falla í nýtingarhluta áætlunarinnar. Verndar- og nýtingaráætlunin feli því ekki í sér afstöðu þingsins til þess hvaða virkjunarkostir skuli nýttir á tímabilinu heldur eingöngu hvaða virkjunarkostir geti farið í hefðbundið leyfisveitingarferli og hvaða virkjunum er heimilt að gera ráð fyrir í skipulagi sveitarfélaga.“ Takið eftir: „heimilt en ekki skylt“ að veita leyfi. Og samþykktin felur ekki „í sér afstöðu þingsins“ til virkjunarframkvæmda heldur „eingöngu“ til þess hvaða kostir getir farið í leyfisveitingaferlið. Ákvörðun þingsins um landsvæði og virkjunarkosti snýst ekki um það að nú skuli virkja þessa á eða þetta jarðvarmasvæði en ekki aðra/annað ‒ heldur taka alþingismenn fyrst og fremst ákvörðun um það hvaða landsvæði skuli friða fyrir orkunýtingu ‒ og nýta þá með öðrum hætti, svo sem til útivistar, ferðamennsku, landbúnaðar, vísindarannsókna o.s.frv. Þeir kostir/svæði sem ekki fá þessa vernd falla í svokallaðan orkunýtingarflokk. Væntanlegir framkvæmendur standa þá frammi fyrir hinu „hefðbundna leyfisveitingarferli“ ‒ sem meðal annars felur í sér mat á umhverfisákvörðunum og rétt almennings til upplýsinga og áhrifa samkvæmt innleiðingu Árósasamningsins í lagasafnið. Öðruvísi, mjög stutt: Áður þurfti samþykki alþingis til allra umtalsverðra virkjunarframkvæmda á landinu. Virkjanirnar voru þá samþykktar inn í raforkulögin ‒ og eftir samþykktina höfðu framkvæmendur meira og minna frjálsar hendur ‒ án umhverfismats og Árósasamnings. Um aldamótin var þessu breytt ‒ til hagræðis fyrir framkvæmendur ‒ þannig að valdið var fært úr höndum þingsins og til iðnaðarráðherra, sem veitti virkjunarleyfi, að uppfylltum ýmsum skilyrðum. Um svipað leyti var svo tekið upp umhverfismatið, og smám saman Árósaáfangar sem tryggðu almenningi aukinn rétt. Þetta breyttist svo með rammaáætlun, sem hér komst á að frumkvæði Samfylkingarinnar 2011 og 2013. Þá var ákveðið að eftir rækilega faglega vinnu tæki alþingi afstöðu til tillagna um skiptingu tiltekinna svæða/kosta í verndar- og orkunýtingarflokk (og gæti svo geymt sumt í biðflokki). Kostirnir/svæðin í orkunýtingarflokki héldu svo áfram, einsog áður, í sitt ferli. Það er hins vegar ekki Alþingi sem tekur ákvörðun um að virkja. Sem áður segir: Stjórnvöldum er heimilt en ekki skylt að veita virkjunarleyfi. Atkvæðagreiðslan á þinginu lýsir ekki afstöðu til að virkja á einstökum stöðum heldur eingöngu til þess hvað getur farið í hefðbundið leyfisveitingarferli. Hvammsvirkjun hefur gengið illa í þessu ferli ‒ en það er ekki rammaáætlun að kenna eða þakka. Höfundur er fyrrverandi þingmaður.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun