Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar 24. janúar 2025 11:01 Ég var að enda við að hlusta á endurunnið efni á Rás 1 í boði skattgreiðenda. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttamaður dustaði rykið af áður rituðum greinum sínum úr Heimildinni og færir þær í talmál um útgerðina. Það mætti skrifa langt mál um efnistök hans en látum það liggja milli hluta. Ég hef meiri áhuga á nálgun starfsmanns skattgreiðenda, Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Samkeppniseftirlitsins. Í samtali við Inga Frey sagði Páll Gunnar það brýnt að fá viðbótar fjárframlag frá skattgreiðendum við þær 600 milljónir kr. sem hann fær nú þegar. Hvað er það sem er svo brýnt að skattgreiðendur borgi? Jú, Páll Gunnar, sem hefur rannsakað Samherja í 12 ár og fengið öll umbeðin gögn: þúsundir tölvupósta, alla samninga, áætlanir, minnisblöð, ársreikninga o.s.frv., vill halda áfram. Samkeppniseftirlitið byrjaði að rannsaka Samherja árið 2013 þegar Síldarvinnslan keypti Berg-Hugin. Þá fékk Páll Gunnar þúsundir tölvupósta og annað sem hann bað um en þegar það skilaði litlu sagðist hann þurfa að rannsaka meira og til þess þyrfti hann að fá meiri peninga frá skattgreiðendum. Þetta minnir á söguna af lækninum sem sagði að skilgreining á heilbrigðum sjúklingi væri að þar færi maður sem þyrfti að rannsaka meira! En sama var upp á teninginn þegar hann sá sér ekki annað fært en samþykkja kaup Síldarvinnslunnar á Vísi árið 2022. Maður spyr sig, hvað var brýnna en málið sem þarfnast aukafjárframlags frá skattgreiðendum í dag? Jú, meðal annars var það 15 ára rannsókn á skipafélögum sem enn sér ekki fyrir endann á og hins vegar ein lengsta skýrsla Íslandssögunnar um majónes og tómatsósu. Það var brýnna og hefur augljóslega skilað sér í betri hag þjóðarbúsins! En af hverju er brýnt að rannsaka sjávarútveginn meira, atvinnugrein sem hefur nánast enga skörun á íslenskum neytendamarkaði? Páll Gunnar svarar því. “Út frá sjónarhóli Samkeppniseftirlitsins þá vill Samkeppniseftirlitið bara vita hver er raunverulega staðan.” Á sumsé að borga eftirlitsaðilum sérstaklega og umfram fjárheimildir til að hnýsast ofan í nærbuxnaskúffur vegna þess að það er gott að vita? Að öllu gamni slepptu þá er þetta auðvitað skelfilegt að við séum komin á þann stað að það þyki eðlilegt að hið opinbera fái allar upplýsingar um líf okkar bara af því að „það vill vita.“ Það er e.t.v. viðeigandi að rifja upp ræðu Ronalds Reagan þegar hann var settur í embætti forseta Bandaríkjanna árið 1981. „We are a nation that has a government — not the other way around.And this makes us special among the nations of the Earth. Our government has no powerexcept that granted it by the people. It is time to check and reverse the growth of government,which shows signs of having grown beyond the consent of the governed. It is not my intention todo away with government. It is rather to make it work — work with us, not over us; stand by ourside, not ride on our back. Government can and must provide opportunity, not smother it; foster productivity, not stifle it.“ Heilbrigð hugsun segir okkur að ríkið er hér til að styðja við okkur skattgreiðendur en ekki til að láta okkur þjóna sér. Þetta ætti að vekja fólk til umhugsunar um hvert við erum komin? Að við séum virkilega komin þangað að yfirmenn ríkisstofnana fari fram á að fá meira fjármagn til þess eins að svala forvitni sinni um einstaklinga og fyrirtæki. Á sama tíma er mjög erfitt að fá ríkisstofnanir til þess að afhenda einstaklingum og fyrirtækjum gögn er varða viðkomandi hafi þessir aðilar verið teknir til rannsóknar hjá viðkomandi ríkisstofnun. Þannig að ef þú kemst á radarinn hjá starfsmönnum skattgreiðenda þá þýðir það lífstíðardóm. Þannig á það ekki að vera og má ekki vera. Höfundur er skipstjóri og fyrrverandi starfsmaður Samherja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Steingrímsson Mest lesið Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Sjá meira
Ég var að enda við að hlusta á endurunnið efni á Rás 1 í boði skattgreiðenda. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttamaður dustaði rykið af áður rituðum greinum sínum úr Heimildinni og færir þær í talmál um útgerðina. Það mætti skrifa langt mál um efnistök hans en látum það liggja milli hluta. Ég hef meiri áhuga á nálgun starfsmanns skattgreiðenda, Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Samkeppniseftirlitsins. Í samtali við Inga Frey sagði Páll Gunnar það brýnt að fá viðbótar fjárframlag frá skattgreiðendum við þær 600 milljónir kr. sem hann fær nú þegar. Hvað er það sem er svo brýnt að skattgreiðendur borgi? Jú, Páll Gunnar, sem hefur rannsakað Samherja í 12 ár og fengið öll umbeðin gögn: þúsundir tölvupósta, alla samninga, áætlanir, minnisblöð, ársreikninga o.s.frv., vill halda áfram. Samkeppniseftirlitið byrjaði að rannsaka Samherja árið 2013 þegar Síldarvinnslan keypti Berg-Hugin. Þá fékk Páll Gunnar þúsundir tölvupósta og annað sem hann bað um en þegar það skilaði litlu sagðist hann þurfa að rannsaka meira og til þess þyrfti hann að fá meiri peninga frá skattgreiðendum. Þetta minnir á söguna af lækninum sem sagði að skilgreining á heilbrigðum sjúklingi væri að þar færi maður sem þyrfti að rannsaka meira! En sama var upp á teninginn þegar hann sá sér ekki annað fært en samþykkja kaup Síldarvinnslunnar á Vísi árið 2022. Maður spyr sig, hvað var brýnna en málið sem þarfnast aukafjárframlags frá skattgreiðendum í dag? Jú, meðal annars var það 15 ára rannsókn á skipafélögum sem enn sér ekki fyrir endann á og hins vegar ein lengsta skýrsla Íslandssögunnar um majónes og tómatsósu. Það var brýnna og hefur augljóslega skilað sér í betri hag þjóðarbúsins! En af hverju er brýnt að rannsaka sjávarútveginn meira, atvinnugrein sem hefur nánast enga skörun á íslenskum neytendamarkaði? Páll Gunnar svarar því. “Út frá sjónarhóli Samkeppniseftirlitsins þá vill Samkeppniseftirlitið bara vita hver er raunverulega staðan.” Á sumsé að borga eftirlitsaðilum sérstaklega og umfram fjárheimildir til að hnýsast ofan í nærbuxnaskúffur vegna þess að það er gott að vita? Að öllu gamni slepptu þá er þetta auðvitað skelfilegt að við séum komin á þann stað að það þyki eðlilegt að hið opinbera fái allar upplýsingar um líf okkar bara af því að „það vill vita.“ Það er e.t.v. viðeigandi að rifja upp ræðu Ronalds Reagan þegar hann var settur í embætti forseta Bandaríkjanna árið 1981. „We are a nation that has a government — not the other way around.And this makes us special among the nations of the Earth. Our government has no powerexcept that granted it by the people. It is time to check and reverse the growth of government,which shows signs of having grown beyond the consent of the governed. It is not my intention todo away with government. It is rather to make it work — work with us, not over us; stand by ourside, not ride on our back. Government can and must provide opportunity, not smother it; foster productivity, not stifle it.“ Heilbrigð hugsun segir okkur að ríkið er hér til að styðja við okkur skattgreiðendur en ekki til að láta okkur þjóna sér. Þetta ætti að vekja fólk til umhugsunar um hvert við erum komin? Að við séum virkilega komin þangað að yfirmenn ríkisstofnana fari fram á að fá meira fjármagn til þess eins að svala forvitni sinni um einstaklinga og fyrirtæki. Á sama tíma er mjög erfitt að fá ríkisstofnanir til þess að afhenda einstaklingum og fyrirtækjum gögn er varða viðkomandi hafi þessir aðilar verið teknir til rannsóknar hjá viðkomandi ríkisstofnun. Þannig að ef þú kemst á radarinn hjá starfsmönnum skattgreiðenda þá þýðir það lífstíðardóm. Þannig á það ekki að vera og má ekki vera. Höfundur er skipstjóri og fyrrverandi starfsmaður Samherja.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun