Sport

Dag­skráin í dag: Gleði­tíðindi fyrir Leeds-sam­félagið á Ís­landi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leeds er í beinni í dag.
Leeds er í beinni í dag. MI News/Getty Images

Leikur Burnley og Leeds United í ensku B-deild karla í knattspyrnu er í beinni útsendingu á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Lögmál leiksins er einnig á sínum stað.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 20.00 er Lögmál leiksins á sínum stað. Þar verður farið yfir það helsta úr NBA-deildinni í körfubolta síðustu daga.

Vodafone Sport

Klukkan 16.55 er leikur Al Qadisiah og Al Hilal í Sádi-Arabíu á dagskrá. Klukkan 19.55 er komið að stórleik Burnley og Leeds United í ensku B-deildinni en bæði lið dreymir um að spila í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Klukkan 00.05 er leikur Red Wings og Kings í NHL-deildinni í íshokkí á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×