Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar 27. janúar 2025 07:36 Að gefnu tilefni er rétt að taka fram að framlög úr ríkissjóði til stjórnmálaflokka byggjast á lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka nr. 162/2006. Á II. kafla þessara laga voru gerðar breytingar með lögum nr. 109/2021, þar sem fjallað er um „Framlög ríkis og sveitarfélaga til stjórnmálastarfsemi.“ Þar er gerð grein fyrir skilyrðum þess að stjórnmálaflokkar fái úthlutað fé úr ríkissjóði og frá sveitarfélögum. 5. gr. a. þessara laga hljóðar svo: „Skilyrði úthlutunar á fé úr ríkissjóði og frá sveitarstjórnum er að viðkomandi stjórmálasamtök séu skráð skv. I. kafla C, hafi áður uppfyllt upplýsingaskyldu sína við ríkisendurskoðanda skv. 8. og 9. gr. og að ríkisendurskoðandi hafi birt ársreikninga þeirra.“ Fyrir liggur að Flokkur fólksins hefur þegið fé úr ríkissjóði undanfarin ár án þess að þessum skilyrðum hafi verið fullnægt. Hefur flokkurinn heldur ekki á annan hátt gert grein fyrir ráðstöfun þessa fjár, þó að fyrir liggi að hann hafi þegið framlög sem nema nokkrum hundruð milljónum króna á undanförnum árum. Í skýrslu stjórnarráðsins um „Framlög til stjórnmálaflokka“ undanfarin ár kemur fram að Flokkur fólksins hafi fengið framlög árlega vegna áranna 2017-2024, sem nema samtals rúmlega 400 milljónum króna. Í skýrslunni segir að skilyrði úthlutunar á fé úr ríkissjóði til stjórnmálasamtaka sé að viðkomandi samtök hafi áður fullnægt upplýsingaskyldu sinni til Ríkisendurskoðunar. Að undanförnu hafa opinberlega komið fram upplýsingar frá fyrirsvarsmanni Flokks fólksins, sem nú hefur tekið sæti í ríkisstjórn landsins, um að flokkur hennar hafi ekki uppfyllt upplýsingaskyldu sína samkvæmt lögunum, en samt sótt um og fengið (furðulegt nokk) ofangreind framlög undanfarin ár. Hér sýnist ljóst að hvorki greiðandi né þiggjandi hafi fullnægt lagaskyldum sínum. Vekur það grunsemdir um að fénu hafi ekki verið varið til þeirra þarfa sem lögin kveða á um. Í umræðum um þetta mál að undanförnu hefur komið fram að sumir hafa talið þennan flokk hafa fullnægt skyldum sínum í þessum efnum. Þótti mér því rétt að birta framangreindar upplýsingar, sem byggðar eru á lögunum sem um þetta gilda og opinberum skýrslum um framkvæmd þeirra. Málið snýst ekki um skráningu Flokks fólksins hjá skattinum á árinu 2016, eins og einn stuðningsmanna hans hefur talið. Það snýst um skilyrði núgildandi laga til að fá fjárframlög frá skattborgurum þessa lands. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Styrkir til stjórnmálasamtaka Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Að gefnu tilefni er rétt að taka fram að framlög úr ríkissjóði til stjórnmálaflokka byggjast á lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka nr. 162/2006. Á II. kafla þessara laga voru gerðar breytingar með lögum nr. 109/2021, þar sem fjallað er um „Framlög ríkis og sveitarfélaga til stjórnmálastarfsemi.“ Þar er gerð grein fyrir skilyrðum þess að stjórnmálaflokkar fái úthlutað fé úr ríkissjóði og frá sveitarfélögum. 5. gr. a. þessara laga hljóðar svo: „Skilyrði úthlutunar á fé úr ríkissjóði og frá sveitarstjórnum er að viðkomandi stjórmálasamtök séu skráð skv. I. kafla C, hafi áður uppfyllt upplýsingaskyldu sína við ríkisendurskoðanda skv. 8. og 9. gr. og að ríkisendurskoðandi hafi birt ársreikninga þeirra.“ Fyrir liggur að Flokkur fólksins hefur þegið fé úr ríkissjóði undanfarin ár án þess að þessum skilyrðum hafi verið fullnægt. Hefur flokkurinn heldur ekki á annan hátt gert grein fyrir ráðstöfun þessa fjár, þó að fyrir liggi að hann hafi þegið framlög sem nema nokkrum hundruð milljónum króna á undanförnum árum. Í skýrslu stjórnarráðsins um „Framlög til stjórnmálaflokka“ undanfarin ár kemur fram að Flokkur fólksins hafi fengið framlög árlega vegna áranna 2017-2024, sem nema samtals rúmlega 400 milljónum króna. Í skýrslunni segir að skilyrði úthlutunar á fé úr ríkissjóði til stjórnmálasamtaka sé að viðkomandi samtök hafi áður fullnægt upplýsingaskyldu sinni til Ríkisendurskoðunar. Að undanförnu hafa opinberlega komið fram upplýsingar frá fyrirsvarsmanni Flokks fólksins, sem nú hefur tekið sæti í ríkisstjórn landsins, um að flokkur hennar hafi ekki uppfyllt upplýsingaskyldu sína samkvæmt lögunum, en samt sótt um og fengið (furðulegt nokk) ofangreind framlög undanfarin ár. Hér sýnist ljóst að hvorki greiðandi né þiggjandi hafi fullnægt lagaskyldum sínum. Vekur það grunsemdir um að fénu hafi ekki verið varið til þeirra þarfa sem lögin kveða á um. Í umræðum um þetta mál að undanförnu hefur komið fram að sumir hafa talið þennan flokk hafa fullnægt skyldum sínum í þessum efnum. Þótti mér því rétt að birta framangreindar upplýsingar, sem byggðar eru á lögunum sem um þetta gilda og opinberum skýrslum um framkvæmd þeirra. Málið snýst ekki um skráningu Flokks fólksins hjá skattinum á árinu 2016, eins og einn stuðningsmanna hans hefur talið. Það snýst um skilyrði núgildandi laga til að fá fjárframlög frá skattborgurum þessa lands. Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar