Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar 27. janúar 2025 07:36 Að gefnu tilefni er rétt að taka fram að framlög úr ríkissjóði til stjórnmálaflokka byggjast á lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka nr. 162/2006. Á II. kafla þessara laga voru gerðar breytingar með lögum nr. 109/2021, þar sem fjallað er um „Framlög ríkis og sveitarfélaga til stjórnmálastarfsemi.“ Þar er gerð grein fyrir skilyrðum þess að stjórnmálaflokkar fái úthlutað fé úr ríkissjóði og frá sveitarfélögum. 5. gr. a. þessara laga hljóðar svo: „Skilyrði úthlutunar á fé úr ríkissjóði og frá sveitarstjórnum er að viðkomandi stjórmálasamtök séu skráð skv. I. kafla C, hafi áður uppfyllt upplýsingaskyldu sína við ríkisendurskoðanda skv. 8. og 9. gr. og að ríkisendurskoðandi hafi birt ársreikninga þeirra.“ Fyrir liggur að Flokkur fólksins hefur þegið fé úr ríkissjóði undanfarin ár án þess að þessum skilyrðum hafi verið fullnægt. Hefur flokkurinn heldur ekki á annan hátt gert grein fyrir ráðstöfun þessa fjár, þó að fyrir liggi að hann hafi þegið framlög sem nema nokkrum hundruð milljónum króna á undanförnum árum. Í skýrslu stjórnarráðsins um „Framlög til stjórnmálaflokka“ undanfarin ár kemur fram að Flokkur fólksins hafi fengið framlög árlega vegna áranna 2017-2024, sem nema samtals rúmlega 400 milljónum króna. Í skýrslunni segir að skilyrði úthlutunar á fé úr ríkissjóði til stjórnmálasamtaka sé að viðkomandi samtök hafi áður fullnægt upplýsingaskyldu sinni til Ríkisendurskoðunar. Að undanförnu hafa opinberlega komið fram upplýsingar frá fyrirsvarsmanni Flokks fólksins, sem nú hefur tekið sæti í ríkisstjórn landsins, um að flokkur hennar hafi ekki uppfyllt upplýsingaskyldu sína samkvæmt lögunum, en samt sótt um og fengið (furðulegt nokk) ofangreind framlög undanfarin ár. Hér sýnist ljóst að hvorki greiðandi né þiggjandi hafi fullnægt lagaskyldum sínum. Vekur það grunsemdir um að fénu hafi ekki verið varið til þeirra þarfa sem lögin kveða á um. Í umræðum um þetta mál að undanförnu hefur komið fram að sumir hafa talið þennan flokk hafa fullnægt skyldum sínum í þessum efnum. Þótti mér því rétt að birta framangreindar upplýsingar, sem byggðar eru á lögunum sem um þetta gilda og opinberum skýrslum um framkvæmd þeirra. Málið snýst ekki um skráningu Flokks fólksins hjá skattinum á árinu 2016, eins og einn stuðningsmanna hans hefur talið. Það snýst um skilyrði núgildandi laga til að fá fjárframlög frá skattborgurum þessa lands. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Styrkir til stjórnmálasamtaka Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Skoðun Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Að gefnu tilefni er rétt að taka fram að framlög úr ríkissjóði til stjórnmálaflokka byggjast á lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka nr. 162/2006. Á II. kafla þessara laga voru gerðar breytingar með lögum nr. 109/2021, þar sem fjallað er um „Framlög ríkis og sveitarfélaga til stjórnmálastarfsemi.“ Þar er gerð grein fyrir skilyrðum þess að stjórnmálaflokkar fái úthlutað fé úr ríkissjóði og frá sveitarfélögum. 5. gr. a. þessara laga hljóðar svo: „Skilyrði úthlutunar á fé úr ríkissjóði og frá sveitarstjórnum er að viðkomandi stjórmálasamtök séu skráð skv. I. kafla C, hafi áður uppfyllt upplýsingaskyldu sína við ríkisendurskoðanda skv. 8. og 9. gr. og að ríkisendurskoðandi hafi birt ársreikninga þeirra.“ Fyrir liggur að Flokkur fólksins hefur þegið fé úr ríkissjóði undanfarin ár án þess að þessum skilyrðum hafi verið fullnægt. Hefur flokkurinn heldur ekki á annan hátt gert grein fyrir ráðstöfun þessa fjár, þó að fyrir liggi að hann hafi þegið framlög sem nema nokkrum hundruð milljónum króna á undanförnum árum. Í skýrslu stjórnarráðsins um „Framlög til stjórnmálaflokka“ undanfarin ár kemur fram að Flokkur fólksins hafi fengið framlög árlega vegna áranna 2017-2024, sem nema samtals rúmlega 400 milljónum króna. Í skýrslunni segir að skilyrði úthlutunar á fé úr ríkissjóði til stjórnmálasamtaka sé að viðkomandi samtök hafi áður fullnægt upplýsingaskyldu sinni til Ríkisendurskoðunar. Að undanförnu hafa opinberlega komið fram upplýsingar frá fyrirsvarsmanni Flokks fólksins, sem nú hefur tekið sæti í ríkisstjórn landsins, um að flokkur hennar hafi ekki uppfyllt upplýsingaskyldu sína samkvæmt lögunum, en samt sótt um og fengið (furðulegt nokk) ofangreind framlög undanfarin ár. Hér sýnist ljóst að hvorki greiðandi né þiggjandi hafi fullnægt lagaskyldum sínum. Vekur það grunsemdir um að fénu hafi ekki verið varið til þeirra þarfa sem lögin kveða á um. Í umræðum um þetta mál að undanförnu hefur komið fram að sumir hafa talið þennan flokk hafa fullnægt skyldum sínum í þessum efnum. Þótti mér því rétt að birta framangreindar upplýsingar, sem byggðar eru á lögunum sem um þetta gilda og opinberum skýrslum um framkvæmd þeirra. Málið snýst ekki um skráningu Flokks fólksins hjá skattinum á árinu 2016, eins og einn stuðningsmanna hans hefur talið. Það snýst um skilyrði núgildandi laga til að fá fjárframlög frá skattborgurum þessa lands. Höfundur er lögfræðingur.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun