Senda Trump skilaboð og auka viðbúnað við Grænland Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2025 21:58 Frá blaðamannafundi í Kaupmannahöfn í dag. Varnarmálaráðuneyti Danmerkur Ríkisstjórn Danmerkur opinberaði í dag nýja áætlun um að auka hernaðarviðbúnað ríkisins við Grænland og á norðurslóðum til muna. Smíða á ný herskip, auka eftirlit með gervihnöttum og kaupa tvo langdræga dróna en áætlað er að verkefnið muni kosta um 14,6 milljarða danskra króna. Það samsvarar um 286 milljörðum króna. Byggir þetta á samkomulagi ríkisstjórnar Danmerkur og ráðamanna í Færeyjum og Grænlandi. Þrjú ný herskip verða smíðuð, samkvæmt yfirlýsingu á vef Varnarmálaráðuneytis Danmerkur, og eiga þau að leysa fjögur eldri skip af hólmi. Nýju skipin eiga að vera betur búin til að vakta norðurslóðir og eiga að geta borið þyrlur og dróna. Tveir öflugir og langdrægir eftirlitsdrónar verða keyptir og notaðir til vöktunar og á að efla eftirlit á norðurslóðum með gervihnöttum og skynjurum á jörðu niðri. Samkomulegið mun einnig fela í sér aukna herþjálfun í Grænlandi sem á að vera ætlað að styrkja stöðu Grænlendinga varðandi það ef og þegar þeir hljóta sjálfstæði. Danska ríkisútvarpið hefur eftir varnarmálaráðherra Danmerkur að þetta sé einungis fyrsta samkomulag og von sé á öðru samkomulagi fyrir sumarið. Sendu Trump skilaboð Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að undanförnu ítrekað talað um að Bandaríkin þurfi að „eignast“ Grænlands og hefur hann meðal annars sagt að Danir geti ekki varið eyjuna. Sjá einnig: Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Danmörk og Bandaríkin hafa lengi verið bandamenn í Atlantshafsbandalaginu og gerðu á árum áður varnarsáttmála sem gerði Bandaríkjamönnum kleift að vera með hernaðarviðveru á Grænlandi. Meðal annars í herstöðinni Thule. Sjá einnig: Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Haldinn var blaðamannafundur í Kaupmannahöfn um samkomulagið en þar sagði Vivian Motzfeldt, utanríkisráðherra Grænlands, að öryggisaðstæður á norðurslóðum hefðu breyst og taka þyrfti tillit til þess, samkvæmt frétt Sermitsiaq. Hún sagði ný herskip mikilvæg og að þau myndu auka öryggi Grænlendinga til muna. Í frétt DR segir að með tilkynningunni og blaðamannafundinum hafi Danir og Grænlendingar viljað senda út skilaboð til heimsins og sérstaklega Trumps að samband þar á milli sé gott. Danmörk Grænland Donald Trump Bandaríkin Hernaður Norðurslóðir Tengdar fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Verkefni á Grænlandi hafa mikla þýðingu fyrir íslenska flugrekendur, segir flugstjóri hjá Mýflugi. Hann segir magnað að fljúga um stórbrotið landslag Grænlands, jafnt að sumri sem vetri. 27. janúar 2025 21:54 Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra Íslands var látin vita af skyndifundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Kaupmannahöfn sem fram fór í gær um Grænland og öryggismál sama dag og fundurinn var haldinn. Í svörum frá forsætisráðuneytinu segir að fundurinn hafi verið haldinn í tengslum við minningarathöfn í Auschwitz þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er fulltrúi Íslands en ekki Kristrún. 27. janúar 2025 13:49 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Það samsvarar um 286 milljörðum króna. Byggir þetta á samkomulagi ríkisstjórnar Danmerkur og ráðamanna í Færeyjum og Grænlandi. Þrjú ný herskip verða smíðuð, samkvæmt yfirlýsingu á vef Varnarmálaráðuneytis Danmerkur, og eiga þau að leysa fjögur eldri skip af hólmi. Nýju skipin eiga að vera betur búin til að vakta norðurslóðir og eiga að geta borið þyrlur og dróna. Tveir öflugir og langdrægir eftirlitsdrónar verða keyptir og notaðir til vöktunar og á að efla eftirlit á norðurslóðum með gervihnöttum og skynjurum á jörðu niðri. Samkomulegið mun einnig fela í sér aukna herþjálfun í Grænlandi sem á að vera ætlað að styrkja stöðu Grænlendinga varðandi það ef og þegar þeir hljóta sjálfstæði. Danska ríkisútvarpið hefur eftir varnarmálaráðherra Danmerkur að þetta sé einungis fyrsta samkomulag og von sé á öðru samkomulagi fyrir sumarið. Sendu Trump skilaboð Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að undanförnu ítrekað talað um að Bandaríkin þurfi að „eignast“ Grænlands og hefur hann meðal annars sagt að Danir geti ekki varið eyjuna. Sjá einnig: Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Danmörk og Bandaríkin hafa lengi verið bandamenn í Atlantshafsbandalaginu og gerðu á árum áður varnarsáttmála sem gerði Bandaríkjamönnum kleift að vera með hernaðarviðveru á Grænlandi. Meðal annars í herstöðinni Thule. Sjá einnig: Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Haldinn var blaðamannafundur í Kaupmannahöfn um samkomulagið en þar sagði Vivian Motzfeldt, utanríkisráðherra Grænlands, að öryggisaðstæður á norðurslóðum hefðu breyst og taka þyrfti tillit til þess, samkvæmt frétt Sermitsiaq. Hún sagði ný herskip mikilvæg og að þau myndu auka öryggi Grænlendinga til muna. Í frétt DR segir að með tilkynningunni og blaðamannafundinum hafi Danir og Grænlendingar viljað senda út skilaboð til heimsins og sérstaklega Trumps að samband þar á milli sé gott.
Danmörk Grænland Donald Trump Bandaríkin Hernaður Norðurslóðir Tengdar fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Verkefni á Grænlandi hafa mikla þýðingu fyrir íslenska flugrekendur, segir flugstjóri hjá Mýflugi. Hann segir magnað að fljúga um stórbrotið landslag Grænlands, jafnt að sumri sem vetri. 27. janúar 2025 21:54 Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra Íslands var látin vita af skyndifundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Kaupmannahöfn sem fram fór í gær um Grænland og öryggismál sama dag og fundurinn var haldinn. Í svörum frá forsætisráðuneytinu segir að fundurinn hafi verið haldinn í tengslum við minningarathöfn í Auschwitz þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er fulltrúi Íslands en ekki Kristrún. 27. janúar 2025 13:49 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Verkefni á Grænlandi hafa mikla þýðingu fyrir íslenska flugrekendur, segir flugstjóri hjá Mýflugi. Hann segir magnað að fljúga um stórbrotið landslag Grænlands, jafnt að sumri sem vetri. 27. janúar 2025 21:54
Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra Íslands var látin vita af skyndifundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Kaupmannahöfn sem fram fór í gær um Grænland og öryggismál sama dag og fundurinn var haldinn. Í svörum frá forsætisráðuneytinu segir að fundurinn hafi verið haldinn í tengslum við minningarathöfn í Auschwitz þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er fulltrúi Íslands en ekki Kristrún. 27. janúar 2025 13:49