NBA leikmenn streyma til Íslands en þessi er sá besti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. janúar 2025 10:00 Þrír NBA leikmenn eru komnir í Bónus deildina eða þeir Justin James, Jeremy Pargo og Ty-Shon Alexander. Hér sjást þeir vera að spila Í NBA deildinni. Getty Images Fyrrverandi NBA-leikmönnum heldur áfram að fjölga í Bónus-deild karla í körfubolta og nú hafa Grindvíkingar fengið reynslubolta til að klára tímabilið með liðinu. Stefán Árni Pálsson fór yfir þessa þróun og ræddi við NBA sérfræðinginn Leif Stein Árnason í kvöldfréttum Stöðvar 2. Grindvíkingar hafa fengið hinn 38 ára gamla Jeremy Pargo í sínar ráðir. Pargo er leikstjórnandi og kemur í stað Devon Thomas sem hefur verið leystur frá störfum. Pargo er hokinn af reynslu og hefur spilað þrjú tímabil og alls 86 leiki í NBA deildinni. Hann spilaði með Memphis Grizzlies, Cleveland Cavaliers, Philadelphia 76ers og Golden State Warriors. Hjá Grindavík hittir Pargo annan Bandaríkjamanna í DeAndre Kane en þeir léku saman hjá ísraelska stórliðinu Maccabi Tel Aviv tímabilið 2018 til 2019. Pargo er enn einn NBA leikmaðurinn til að spila í Bónus deildinni en fyrir eru þeir Ty-Shon Alexander hjá Keflavík og Justin James hjá Álftanesi. „Þetta er langbesti NBA leikmaðurinn sem hefur komið hingað til Íslands til að spila. Hann spilaði í þrjú ár í NBA. Hann á 86 leiki í NBA á meðan hinir eiga töluvert færri. Justin átta 52 leiki en Ty-Shon fimmtán leiki,“ sagði Leifur Steinn. „Munurinn er að þarna erum við með leikmann sem hefði örugglega getað spilað í tíu ár í NBA. Hann valdi það, eftir fyrstu tvö árin sín í NBA, að fara til Rússlands. Hann fékk risasamning í Rússlandi og fór að spila með CSKA Moskvu,“ sagði Leifur. „Hann varð meistari þar. Hann kaus það að verða stjarna í Eurolegue. Hann var í öðru úrvalsliði Euroleague 2010-2011. Munurinn er að þarna erum við að fá 38 ára gamlan leikmann sem hefur reynslu,“ sagði Leifur. „Hann hefur unnið, verið landsmeistari sex sinnum. Hann hefur spilað í Kína og hefur spilað mikið í Ísrael. Hann hefur verið hörku leikmaður alls staðar þar sem að hann hefur spilað,“ sagði Leifur en heldur hann að þetta eigi eftir að breyta landslaginu fyrir Grindvíkinga? „Já það er klárt mál. Hann er að koma væntanlega vegna þess að DeAndre Kane tekur hann. Hann er vinur hans. Hann er koma með reynslu og leiðtogahæfni. Ég held að Grindvíkingar eigi möguleika á því að verða meistarar með þennan leikmann,“ sagði Leifur. „Ég er mjög spenntur fyrir honum. Að fá alvöru, alvöru leikmann. Ekki ósvipaður og DeAndre Kane,“ sagði Leifur. NBA Bónus-deild karla UMF Grindavík UMF Álftanes Keflavík ÍF Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira
Stefán Árni Pálsson fór yfir þessa þróun og ræddi við NBA sérfræðinginn Leif Stein Árnason í kvöldfréttum Stöðvar 2. Grindvíkingar hafa fengið hinn 38 ára gamla Jeremy Pargo í sínar ráðir. Pargo er leikstjórnandi og kemur í stað Devon Thomas sem hefur verið leystur frá störfum. Pargo er hokinn af reynslu og hefur spilað þrjú tímabil og alls 86 leiki í NBA deildinni. Hann spilaði með Memphis Grizzlies, Cleveland Cavaliers, Philadelphia 76ers og Golden State Warriors. Hjá Grindavík hittir Pargo annan Bandaríkjamanna í DeAndre Kane en þeir léku saman hjá ísraelska stórliðinu Maccabi Tel Aviv tímabilið 2018 til 2019. Pargo er enn einn NBA leikmaðurinn til að spila í Bónus deildinni en fyrir eru þeir Ty-Shon Alexander hjá Keflavík og Justin James hjá Álftanesi. „Þetta er langbesti NBA leikmaðurinn sem hefur komið hingað til Íslands til að spila. Hann spilaði í þrjú ár í NBA. Hann á 86 leiki í NBA á meðan hinir eiga töluvert færri. Justin átta 52 leiki en Ty-Shon fimmtán leiki,“ sagði Leifur Steinn. „Munurinn er að þarna erum við með leikmann sem hefði örugglega getað spilað í tíu ár í NBA. Hann valdi það, eftir fyrstu tvö árin sín í NBA, að fara til Rússlands. Hann fékk risasamning í Rússlandi og fór að spila með CSKA Moskvu,“ sagði Leifur. „Hann varð meistari þar. Hann kaus það að verða stjarna í Eurolegue. Hann var í öðru úrvalsliði Euroleague 2010-2011. Munurinn er að þarna erum við að fá 38 ára gamlan leikmann sem hefur reynslu,“ sagði Leifur. „Hann hefur unnið, verið landsmeistari sex sinnum. Hann hefur spilað í Kína og hefur spilað mikið í Ísrael. Hann hefur verið hörku leikmaður alls staðar þar sem að hann hefur spilað,“ sagði Leifur en heldur hann að þetta eigi eftir að breyta landslaginu fyrir Grindvíkinga? „Já það er klárt mál. Hann er að koma væntanlega vegna þess að DeAndre Kane tekur hann. Hann er vinur hans. Hann er koma með reynslu og leiðtogahæfni. Ég held að Grindvíkingar eigi möguleika á því að verða meistarar með þennan leikmann,“ sagði Leifur. „Ég er mjög spenntur fyrir honum. Að fá alvöru, alvöru leikmann. Ekki ósvipaður og DeAndre Kane,“ sagði Leifur.
NBA Bónus-deild karla UMF Grindavík UMF Álftanes Keflavík ÍF Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira