NBA leikmenn streyma til Íslands en þessi er sá besti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. janúar 2025 10:00 Þrír NBA leikmenn eru komnir í Bónus deildina eða þeir Justin James, Jeremy Pargo og Ty-Shon Alexander. Hér sjást þeir vera að spila Í NBA deildinni. Getty Images Fyrrverandi NBA-leikmönnum heldur áfram að fjölga í Bónus-deild karla í körfubolta og nú hafa Grindvíkingar fengið reynslubolta til að klára tímabilið með liðinu. Stefán Árni Pálsson fór yfir þessa þróun og ræddi við NBA sérfræðinginn Leif Stein Árnason í kvöldfréttum Stöðvar 2. Grindvíkingar hafa fengið hinn 38 ára gamla Jeremy Pargo í sínar ráðir. Pargo er leikstjórnandi og kemur í stað Devon Thomas sem hefur verið leystur frá störfum. Pargo er hokinn af reynslu og hefur spilað þrjú tímabil og alls 86 leiki í NBA deildinni. Hann spilaði með Memphis Grizzlies, Cleveland Cavaliers, Philadelphia 76ers og Golden State Warriors. Hjá Grindavík hittir Pargo annan Bandaríkjamanna í DeAndre Kane en þeir léku saman hjá ísraelska stórliðinu Maccabi Tel Aviv tímabilið 2018 til 2019. Pargo er enn einn NBA leikmaðurinn til að spila í Bónus deildinni en fyrir eru þeir Ty-Shon Alexander hjá Keflavík og Justin James hjá Álftanesi. „Þetta er langbesti NBA leikmaðurinn sem hefur komið hingað til Íslands til að spila. Hann spilaði í þrjú ár í NBA. Hann á 86 leiki í NBA á meðan hinir eiga töluvert færri. Justin átta 52 leiki en Ty-Shon fimmtán leiki,“ sagði Leifur Steinn. „Munurinn er að þarna erum við með leikmann sem hefði örugglega getað spilað í tíu ár í NBA. Hann valdi það, eftir fyrstu tvö árin sín í NBA, að fara til Rússlands. Hann fékk risasamning í Rússlandi og fór að spila með CSKA Moskvu,“ sagði Leifur. „Hann varð meistari þar. Hann kaus það að verða stjarna í Eurolegue. Hann var í öðru úrvalsliði Euroleague 2010-2011. Munurinn er að þarna erum við að fá 38 ára gamlan leikmann sem hefur reynslu,“ sagði Leifur. „Hann hefur unnið, verið landsmeistari sex sinnum. Hann hefur spilað í Kína og hefur spilað mikið í Ísrael. Hann hefur verið hörku leikmaður alls staðar þar sem að hann hefur spilað,“ sagði Leifur en heldur hann að þetta eigi eftir að breyta landslaginu fyrir Grindvíkinga? „Já það er klárt mál. Hann er að koma væntanlega vegna þess að DeAndre Kane tekur hann. Hann er vinur hans. Hann er koma með reynslu og leiðtogahæfni. Ég held að Grindvíkingar eigi möguleika á því að verða meistarar með þennan leikmann,“ sagði Leifur. „Ég er mjög spenntur fyrir honum. Að fá alvöru, alvöru leikmann. Ekki ósvipaður og DeAndre Kane,“ sagði Leifur. NBA Bónus-deild karla UMF Grindavík UMF Álftanes Keflavík ÍF Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira
Stefán Árni Pálsson fór yfir þessa þróun og ræddi við NBA sérfræðinginn Leif Stein Árnason í kvöldfréttum Stöðvar 2. Grindvíkingar hafa fengið hinn 38 ára gamla Jeremy Pargo í sínar ráðir. Pargo er leikstjórnandi og kemur í stað Devon Thomas sem hefur verið leystur frá störfum. Pargo er hokinn af reynslu og hefur spilað þrjú tímabil og alls 86 leiki í NBA deildinni. Hann spilaði með Memphis Grizzlies, Cleveland Cavaliers, Philadelphia 76ers og Golden State Warriors. Hjá Grindavík hittir Pargo annan Bandaríkjamanna í DeAndre Kane en þeir léku saman hjá ísraelska stórliðinu Maccabi Tel Aviv tímabilið 2018 til 2019. Pargo er enn einn NBA leikmaðurinn til að spila í Bónus deildinni en fyrir eru þeir Ty-Shon Alexander hjá Keflavík og Justin James hjá Álftanesi. „Þetta er langbesti NBA leikmaðurinn sem hefur komið hingað til Íslands til að spila. Hann spilaði í þrjú ár í NBA. Hann á 86 leiki í NBA á meðan hinir eiga töluvert færri. Justin átta 52 leiki en Ty-Shon fimmtán leiki,“ sagði Leifur Steinn. „Munurinn er að þarna erum við með leikmann sem hefði örugglega getað spilað í tíu ár í NBA. Hann valdi það, eftir fyrstu tvö árin sín í NBA, að fara til Rússlands. Hann fékk risasamning í Rússlandi og fór að spila með CSKA Moskvu,“ sagði Leifur. „Hann varð meistari þar. Hann kaus það að verða stjarna í Eurolegue. Hann var í öðru úrvalsliði Euroleague 2010-2011. Munurinn er að þarna erum við að fá 38 ára gamlan leikmann sem hefur reynslu,“ sagði Leifur. „Hann hefur unnið, verið landsmeistari sex sinnum. Hann hefur spilað í Kína og hefur spilað mikið í Ísrael. Hann hefur verið hörku leikmaður alls staðar þar sem að hann hefur spilað,“ sagði Leifur en heldur hann að þetta eigi eftir að breyta landslaginu fyrir Grindvíkinga? „Já það er klárt mál. Hann er að koma væntanlega vegna þess að DeAndre Kane tekur hann. Hann er vinur hans. Hann er koma með reynslu og leiðtogahæfni. Ég held að Grindvíkingar eigi möguleika á því að verða meistarar með þennan leikmann,“ sagði Leifur. „Ég er mjög spenntur fyrir honum. Að fá alvöru, alvöru leikmann. Ekki ósvipaður og DeAndre Kane,“ sagði Leifur.
NBA Bónus-deild karla UMF Grindavík UMF Álftanes Keflavík ÍF Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira