Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Samúel Karl Ólason skrifar 30. janúar 2025 16:02 Enn er verið að leita að fólki í Podomac-ánni. AP/Mark Schiefelbein Herþyrlan sem skall saman við farþegaþotu yfir Washington DC í nótt var á hefðbundnu æfingarflugi þegar slysið varð. Áhöfn hennar var nokkuð reynslumikil en flugmennirnir voru að æfa næturflug og voru búnir nætursjónaukum. Þetta sagði Pete Hegseth, nýr varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í viðtali við Fox News og í myndbandi sem varnarmálaráðuneytið birti á X. AP fréttaveitan hefur eftir aðilum innan hersins að ekki sé vitað með vissu hvort flugmennirnir hafi verið með nætursjónaukana á sér þegar slysið varð. Þar segir hann einnig að búið sé að stöðva flug frá umræddri herstöð í að minnsta kosti tvo sólarhringa á meðan rannsakað er hvernig slysið varð. Hvort þyrlunni hafi verið flogið í réttri hæð og á réttri leið. Update on Guantanamo Bay Operations and @SecDef Hegseth Addresses Tragic Mishap Involving US Army Helicopter pic.twitter.com/80J5djB4oP— Department of Defense 🇺🇸 (@DeptofDefense) January 30, 2025 Hvorki Hegseth né talsmenn ráðuneytisins hafa reynt að útskýra af hverju áhöfn þyrlunnar var við æfingar að kvöldi til við svo stóran flugvöll en það ku vera algengt. Þyrlan var af gerðinni UH-60 Black Hawk og var henni flogið frá Fort Belvoir herstöðinni í Virginíu. Þrír menn voru um borð og eru þeir allir látnir. Farþegaþotan var af gerðinni Bombardier CRJ700. Ekki er talið að einhver af þeim 64 sem voru um borð í þotunni hafi lifað af. Flugvélin fannst í þremur hlutum í ánni og er sömuleiðis búið að finna brak úr þyrlunni. Að minnsta kosti 28 lík hafa fundist. Hér má sýna flugleiðiðr þyrlunnar og þotunnar, sem var í aðflugi að Ronald Reagan flugvellinum.AP Heyra má á upptökum flugumferðarstjóra að innan við þrjátíu sekúndum áður en slysið varð spurði flugumferðarstjóri hvort flugmenn þyrlu sæju flugvélina í aðflugi. Skömmu síðar sagði hann áhöfninni bíða eftir þotunni en ekkert svar barst. Nokkrum sekúndum síðar varð slysið. Bandaríkin Fréttir af flugi Flugslys í Washington-borg Tengdar fréttir Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Fjölmiðlar vestanhafs segja 28 lík hafa verið heimt úr Potomac-ánni, þar sem brak úr flugvélinni og þyrlunni sem lentu saman í gærkvöldi flýtur innan um ís. Yfirvöld hafa ekki staðfest fjölda látinna en ef rétt reynist eru 39 enn í vatninu. 30. janúar 2025 12:43 Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Stjórnvöld í Rússlandi hafa staðfest að Evgenia Shishkova og Vadim Naumov, fyrrverandi heimsmeistarar í listdansi á skautum, hafi verið meðal farþega í flugvélinni sem fórst fyrir utan Washington í gærkvöldi að staðartíma. 30. janúar 2025 09:52 Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Óttast er um örlög farþega og áhafnar flugvélar American Airlines sem féll í Potomac-ána nærri Reagan-alþjóðaflugvellinum fyrir utan Washington-borg eftir árekstur við herþyrlu rétt fyrir klukkan 21 að staðartíma. 30. janúar 2025 06:14 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Sjá meira
Þetta sagði Pete Hegseth, nýr varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í viðtali við Fox News og í myndbandi sem varnarmálaráðuneytið birti á X. AP fréttaveitan hefur eftir aðilum innan hersins að ekki sé vitað með vissu hvort flugmennirnir hafi verið með nætursjónaukana á sér þegar slysið varð. Þar segir hann einnig að búið sé að stöðva flug frá umræddri herstöð í að minnsta kosti tvo sólarhringa á meðan rannsakað er hvernig slysið varð. Hvort þyrlunni hafi verið flogið í réttri hæð og á réttri leið. Update on Guantanamo Bay Operations and @SecDef Hegseth Addresses Tragic Mishap Involving US Army Helicopter pic.twitter.com/80J5djB4oP— Department of Defense 🇺🇸 (@DeptofDefense) January 30, 2025 Hvorki Hegseth né talsmenn ráðuneytisins hafa reynt að útskýra af hverju áhöfn þyrlunnar var við æfingar að kvöldi til við svo stóran flugvöll en það ku vera algengt. Þyrlan var af gerðinni UH-60 Black Hawk og var henni flogið frá Fort Belvoir herstöðinni í Virginíu. Þrír menn voru um borð og eru þeir allir látnir. Farþegaþotan var af gerðinni Bombardier CRJ700. Ekki er talið að einhver af þeim 64 sem voru um borð í þotunni hafi lifað af. Flugvélin fannst í þremur hlutum í ánni og er sömuleiðis búið að finna brak úr þyrlunni. Að minnsta kosti 28 lík hafa fundist. Hér má sýna flugleiðiðr þyrlunnar og þotunnar, sem var í aðflugi að Ronald Reagan flugvellinum.AP Heyra má á upptökum flugumferðarstjóra að innan við þrjátíu sekúndum áður en slysið varð spurði flugumferðarstjóri hvort flugmenn þyrlu sæju flugvélina í aðflugi. Skömmu síðar sagði hann áhöfninni bíða eftir þotunni en ekkert svar barst. Nokkrum sekúndum síðar varð slysið.
Bandaríkin Fréttir af flugi Flugslys í Washington-borg Tengdar fréttir Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Fjölmiðlar vestanhafs segja 28 lík hafa verið heimt úr Potomac-ánni, þar sem brak úr flugvélinni og þyrlunni sem lentu saman í gærkvöldi flýtur innan um ís. Yfirvöld hafa ekki staðfest fjölda látinna en ef rétt reynist eru 39 enn í vatninu. 30. janúar 2025 12:43 Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Stjórnvöld í Rússlandi hafa staðfest að Evgenia Shishkova og Vadim Naumov, fyrrverandi heimsmeistarar í listdansi á skautum, hafi verið meðal farþega í flugvélinni sem fórst fyrir utan Washington í gærkvöldi að staðartíma. 30. janúar 2025 09:52 Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Óttast er um örlög farþega og áhafnar flugvélar American Airlines sem féll í Potomac-ána nærri Reagan-alþjóðaflugvellinum fyrir utan Washington-borg eftir árekstur við herþyrlu rétt fyrir klukkan 21 að staðartíma. 30. janúar 2025 06:14 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Sjá meira
Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Fjölmiðlar vestanhafs segja 28 lík hafa verið heimt úr Potomac-ánni, þar sem brak úr flugvélinni og þyrlunni sem lentu saman í gærkvöldi flýtur innan um ís. Yfirvöld hafa ekki staðfest fjölda látinna en ef rétt reynist eru 39 enn í vatninu. 30. janúar 2025 12:43
Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Stjórnvöld í Rússlandi hafa staðfest að Evgenia Shishkova og Vadim Naumov, fyrrverandi heimsmeistarar í listdansi á skautum, hafi verið meðal farþega í flugvélinni sem fórst fyrir utan Washington í gærkvöldi að staðartíma. 30. janúar 2025 09:52
Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Óttast er um örlög farþega og áhafnar flugvélar American Airlines sem féll í Potomac-ána nærri Reagan-alþjóðaflugvellinum fyrir utan Washington-borg eftir árekstur við herþyrlu rétt fyrir klukkan 21 að staðartíma. 30. janúar 2025 06:14