„Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lovísa Arnardóttir skrifar 31. janúar 2025 15:44 Hér má sjá umrædd blóm sem var stillt upp við hvíta vegginn og verðlaunahöfum sömuleiðis. Mynd/Arnþór Birkisson Plastpottablóm sem verðlaunahöfum á Bókmenntaverðlaunum Íslands var stillt upp við síðastliðinn miðvikudag eru ekki hluti af innanhússmunum Bessastaða heldur voru leikmunir Ríkisútvarpsins. Blómin vöktu athygli pottablómaunnenda í Facebook-hópnum Stofublóm inniblóm pottablóm hópnum en í hópnum eru um 41 þúsund manns. „…ég var svo yfir mig hneyksluð á plastpottaplöntunum sem stillt var upp við afhendingu bókmenntaverðlaunanna á Bessastöðum í gærkveldi. Þvílíkt metnaðarleysi,“ segir einn í hópnum á meðan annar segir: „Þar er íhaldskerlingunni rétt lýst,“ og á þá við forsetann. Sjá einnig: Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Aðrir lýsa yfir furðu á þessu vali á meðan einn stígur fram til varnar plastblómum. „Hvaða fordómar eru þetta? Plastblóm eru virkilega falleg og eiga fullan rétt á sér á mörgum stöðum. Falleg hönnun á plastjurtum er listgrein sem ber að virða rétt eins og alla aðra sköpun sem fólk gerir. Þetta er bara dónalegt viðhorf til þeirra sem gerðu þessi plastjurtir.“ Annar vísar í áramótaskaup sjónvarpsins þar sem var gert grín að Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og sett út á smekk hennar og jafnvel gefið til kynna að hún hefði lítið álit á íslenskum menningum og listum. Atriðið er hægt að sjá hér á mínútu 27:27. „Þetta er sama lenska og áramótaskaupið gerði svo skemmtilega grín að,“ segir einn í hópnum. Hér má sjá skjáskot af umræðunni í Facebook-hópnum.Facebook Blómin frá leikmunadeild RÚV Jón Víðir Hauksson kvikmyndatökumaður sá um framleiðslu á sjónvarpsútsendingu verðlaunanna fyrir hönd RÚV. Hann segir í samtali við fréttastofu að hann hafi beðið leikmunadeild RÚV að finna fyrir hann blóm til að stilla upp við hlið verðlaunahafanna. „Það var til að hylja þennan hvíta vegg sem var þarna. Rýmið er það lítið og það er erfitt að vera með svona mikið af fólki og margar myndavélar. Það þarf að skýla þessu þannig að þetta verði einhvern veginn mannsæmandi útlítandi,“ segir Jón Víðir. Halla Tómasdóttir forseti Íslands hafði ekkert að gera með plastblómin.Vísir/Vilhelm Hann segist hafa leitað til leikmunadeildar RÚV og þetta sé það sem þau hafi komið með. Það hafi ekkert endilega komið til tals að vera sérstaklega með plastblóm heldur séu þetta blómin sem þau noti reglulega í leikmyndum. Það sem geti skipt máli í þessu tilfelli sé að myndavélarnar hafi verið svo nálægt og þess vegna blómin sést svona vel. „Myndavélarnar eru það nálægt að þá sést þetta kannski meira heldur en ef þetta væri stærri salur. Þá hefði þetta eflaust verið meira í bakgrunn og enginn tekið eftir þessu. Þetta leit betur út svona en að vera með hvítan vegg. Það er ekki flóknara en það. Ég er ekki viss um að fólk hafi tekið sérstaklega eftir því að þetta væru plastblóm. Þetta eru fíkusar sem hafa verið glansandi en gætu allt eins hafa verið alvöru blóm,“ segir Jón Víðir. Hann telur betra að vera með plastblóm en hálfdauð lifandi blóm. „En þetta snýst um það að fá lit í bakgrunn.“ Blóm Tíska og hönnun Íslensku bókmenntaverðlaunin Forseti Íslands Áramótaskaupið Ríkisútvarpið Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, hefur í samvinnu við Listasafn Íslands endurnýjað úrval íslenskrar myndlistar sem prýðir Bessastaði. Við valið á nýjum listaverkum fyrir Bessastaði var, samkvæmt tilkynningu, haft í huga að færa aukna breidd í þá list sem þar er til sýnis. Þannig spanna verkin nú lengra tímabil í íslenskri listasögu en áður auk þess sem verkum eftir myndlistarkonur hefur verið fjölgað til jafns við karla. 19. desember 2024 17:46 Mest lesið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Lífið Nýju Harry, Ron og Hermione fundin Bíó og sjónvarp Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Kjalar ástfanginn í tvö ár Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Lífið Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Lífið Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Lífið Fleiri fréttir Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Sjá meira
„…ég var svo yfir mig hneyksluð á plastpottaplöntunum sem stillt var upp við afhendingu bókmenntaverðlaunanna á Bessastöðum í gærkveldi. Þvílíkt metnaðarleysi,“ segir einn í hópnum á meðan annar segir: „Þar er íhaldskerlingunni rétt lýst,“ og á þá við forsetann. Sjá einnig: Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Aðrir lýsa yfir furðu á þessu vali á meðan einn stígur fram til varnar plastblómum. „Hvaða fordómar eru þetta? Plastblóm eru virkilega falleg og eiga fullan rétt á sér á mörgum stöðum. Falleg hönnun á plastjurtum er listgrein sem ber að virða rétt eins og alla aðra sköpun sem fólk gerir. Þetta er bara dónalegt viðhorf til þeirra sem gerðu þessi plastjurtir.“ Annar vísar í áramótaskaup sjónvarpsins þar sem var gert grín að Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og sett út á smekk hennar og jafnvel gefið til kynna að hún hefði lítið álit á íslenskum menningum og listum. Atriðið er hægt að sjá hér á mínútu 27:27. „Þetta er sama lenska og áramótaskaupið gerði svo skemmtilega grín að,“ segir einn í hópnum. Hér má sjá skjáskot af umræðunni í Facebook-hópnum.Facebook Blómin frá leikmunadeild RÚV Jón Víðir Hauksson kvikmyndatökumaður sá um framleiðslu á sjónvarpsútsendingu verðlaunanna fyrir hönd RÚV. Hann segir í samtali við fréttastofu að hann hafi beðið leikmunadeild RÚV að finna fyrir hann blóm til að stilla upp við hlið verðlaunahafanna. „Það var til að hylja þennan hvíta vegg sem var þarna. Rýmið er það lítið og það er erfitt að vera með svona mikið af fólki og margar myndavélar. Það þarf að skýla þessu þannig að þetta verði einhvern veginn mannsæmandi útlítandi,“ segir Jón Víðir. Halla Tómasdóttir forseti Íslands hafði ekkert að gera með plastblómin.Vísir/Vilhelm Hann segist hafa leitað til leikmunadeildar RÚV og þetta sé það sem þau hafi komið með. Það hafi ekkert endilega komið til tals að vera sérstaklega með plastblóm heldur séu þetta blómin sem þau noti reglulega í leikmyndum. Það sem geti skipt máli í þessu tilfelli sé að myndavélarnar hafi verið svo nálægt og þess vegna blómin sést svona vel. „Myndavélarnar eru það nálægt að þá sést þetta kannski meira heldur en ef þetta væri stærri salur. Þá hefði þetta eflaust verið meira í bakgrunn og enginn tekið eftir þessu. Þetta leit betur út svona en að vera með hvítan vegg. Það er ekki flóknara en það. Ég er ekki viss um að fólk hafi tekið sérstaklega eftir því að þetta væru plastblóm. Þetta eru fíkusar sem hafa verið glansandi en gætu allt eins hafa verið alvöru blóm,“ segir Jón Víðir. Hann telur betra að vera með plastblóm en hálfdauð lifandi blóm. „En þetta snýst um það að fá lit í bakgrunn.“
Blóm Tíska og hönnun Íslensku bókmenntaverðlaunin Forseti Íslands Áramótaskaupið Ríkisútvarpið Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, hefur í samvinnu við Listasafn Íslands endurnýjað úrval íslenskrar myndlistar sem prýðir Bessastaði. Við valið á nýjum listaverkum fyrir Bessastaði var, samkvæmt tilkynningu, haft í huga að færa aukna breidd í þá list sem þar er til sýnis. Þannig spanna verkin nú lengra tímabil í íslenskri listasögu en áður auk þess sem verkum eftir myndlistarkonur hefur verið fjölgað til jafns við karla. 19. desember 2024 17:46 Mest lesið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Lífið Nýju Harry, Ron og Hermione fundin Bíó og sjónvarp Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Kjalar ástfanginn í tvö ár Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Lífið Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Lífið Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Lífið Fleiri fréttir Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Sjá meira
Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, hefur í samvinnu við Listasafn Íslands endurnýjað úrval íslenskrar myndlistar sem prýðir Bessastaði. Við valið á nýjum listaverkum fyrir Bessastaði var, samkvæmt tilkynningu, haft í huga að færa aukna breidd í þá list sem þar er til sýnis. Þannig spanna verkin nú lengra tímabil í íslenskri listasögu en áður auk þess sem verkum eftir myndlistarkonur hefur verið fjölgað til jafns við karla. 19. desember 2024 17:46