Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. febrúar 2025 16:31 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir mikilvægt að Ísland sé á tánum gagnvart mögulegum ógnum. Vísir/Vilhelm Stefnt er að því að almannavarnadeild ríkislögreglustjóra gefi út leiðbeiningar til þjóðarinnar brjótist út stríðsátök eða í tilfelli stóráfalla. Utanríkisráðherra segir ekki verið að mála skrattann á vegginn en undirstrikar mikilvægi þess að vera viðbúinn. Almannavarnir hafa unnið að gerð bæklings með leiðbeiningum frá stjórnvöldum um hvernig bregðast eigi við stóráfalli eða röskunum á innviðum, hvort sem heldur er af náttúrunnar eða manna völdum. Bæklingurinn er unnin í samstarfi við utanríkisráðuneytið og segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra að bæklingurinn taki mið af ráðstöfunum Norðurlandanna sem hafa öll uppfært sínar viðbragðsáætlanir og skilaboð til almennings. Danir eru til að mynda hvattir til að eiga matarbirgðir, vatn, lyf og aðrar vistir til minnst þriggja daga til að vera viðbúnir mögulegu neyðarástandi. Danska varnamálaráðuneytið setti einnig á laggirnar sérstakt áfallaráð síðasta sumar sem var falið að útbúa nýjar ráðleggingar til borgara um hvernig sé best að búa sig undir neyðarástand. Unnið að því að efla áfallaþol Íslands Þorgerður Katrín segir verkefnið unnið í mikilli samvinnu þvert á ráðuneyti og að stefnt sé að því að ráðleggingunum nýju verði komið til landsmanna í vor. „Til hliðar við bæklinginn er utanríkisráðuneytið, dómsmálaráðuneytið, ríkislögreglustjóri ásamt fullt af öðrum aðilum að vinna að verkefnum sem tengjast meðal annars að efla áfallaþolið,“ segir Þorgerður Katrín. Sú vinna taki mið af áfallaþolsviðmiðum Atlantshafsbandalagsins. Þau eru sjö og voru samþykkt af Norður-Atlantshafsráðinu á fundi sínum í Varsjá árið 2016. Viðmiðin fela í sér að tryggja stöðuga stjórnsýslu, orkuaðgengi, samgöngur og gnægð matar og drykkjar í tilfelli neyðarástands. Þar að auki kveða þau á um viðbúnaðaráætlanir við stórum áföllum, fjöldadauðsföllum eða ófyrirséðum fólksflutningum. Varnarmál verða fyrirferðarmeiri Þorgerður Katrín segir varnar- og öryggismál verða fyrirferðameiri málaflokkur á tímum sem þessum og ítrekar mikilvægi þess að Ísland sinni sínu hlutverki sem hlekkur í öryggiskeðju vestrænna lýðræðisríkja. Það sé mikilvægt að Ísland sé á tánum en að það sé engin ástæða til að vera hræddur. „Allir þessir aðilar, innan Evrópusambandsins, NATÓ og vestræn lýðræðisríki eru að efla sig, það er sama hvar maður ber niður. Samvinnan milli NATÓ og ESB er að dýpka. Það sjáum við í samskiptum við þessa aðila, líka þegar maður les fréttir. Það er ljóst að þessi bandalög eru að styrkja sig mjög markvisst þegar kemur að öryggi og vörnum,“ segir Þorgerður Katrín. „Ég undirstrika: Við eigum ekki að vera hrædd en við eigum að vera viðbúin. Við eigum að fara í undirbúning og vera tilbúin ef eitthvað sem gerist sem við sjáum bara ekki fyrir,“ segir hún. Ísland mikilvægur hlekkur í öryggiskeðju Vesturlanda Hún segir enga ástæðu til að mála skrattann á vegginn en að ábyrgð Íslands sé mikil, rétt eins og allra bandamanna okkar. „Ábyrgð okkar sem virkir þátttakendur í Atlantshafsbandalaginu og meðal EFTA-ríkjanna er að vera tilbúin. Að vera sterkur og mikilvægur hlekkur í þessari öryggiskeðju sem vestræn lýðræðisríki eru að halda í og styrkja,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur NATO Evrópusambandið Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Almannavarnir hafa unnið að gerð bæklings með leiðbeiningum frá stjórnvöldum um hvernig bregðast eigi við stóráfalli eða röskunum á innviðum, hvort sem heldur er af náttúrunnar eða manna völdum. Bæklingurinn er unnin í samstarfi við utanríkisráðuneytið og segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra að bæklingurinn taki mið af ráðstöfunum Norðurlandanna sem hafa öll uppfært sínar viðbragðsáætlanir og skilaboð til almennings. Danir eru til að mynda hvattir til að eiga matarbirgðir, vatn, lyf og aðrar vistir til minnst þriggja daga til að vera viðbúnir mögulegu neyðarástandi. Danska varnamálaráðuneytið setti einnig á laggirnar sérstakt áfallaráð síðasta sumar sem var falið að útbúa nýjar ráðleggingar til borgara um hvernig sé best að búa sig undir neyðarástand. Unnið að því að efla áfallaþol Íslands Þorgerður Katrín segir verkefnið unnið í mikilli samvinnu þvert á ráðuneyti og að stefnt sé að því að ráðleggingunum nýju verði komið til landsmanna í vor. „Til hliðar við bæklinginn er utanríkisráðuneytið, dómsmálaráðuneytið, ríkislögreglustjóri ásamt fullt af öðrum aðilum að vinna að verkefnum sem tengjast meðal annars að efla áfallaþolið,“ segir Þorgerður Katrín. Sú vinna taki mið af áfallaþolsviðmiðum Atlantshafsbandalagsins. Þau eru sjö og voru samþykkt af Norður-Atlantshafsráðinu á fundi sínum í Varsjá árið 2016. Viðmiðin fela í sér að tryggja stöðuga stjórnsýslu, orkuaðgengi, samgöngur og gnægð matar og drykkjar í tilfelli neyðarástands. Þar að auki kveða þau á um viðbúnaðaráætlanir við stórum áföllum, fjöldadauðsföllum eða ófyrirséðum fólksflutningum. Varnarmál verða fyrirferðarmeiri Þorgerður Katrín segir varnar- og öryggismál verða fyrirferðameiri málaflokkur á tímum sem þessum og ítrekar mikilvægi þess að Ísland sinni sínu hlutverki sem hlekkur í öryggiskeðju vestrænna lýðræðisríkja. Það sé mikilvægt að Ísland sé á tánum en að það sé engin ástæða til að vera hræddur. „Allir þessir aðilar, innan Evrópusambandsins, NATÓ og vestræn lýðræðisríki eru að efla sig, það er sama hvar maður ber niður. Samvinnan milli NATÓ og ESB er að dýpka. Það sjáum við í samskiptum við þessa aðila, líka þegar maður les fréttir. Það er ljóst að þessi bandalög eru að styrkja sig mjög markvisst þegar kemur að öryggi og vörnum,“ segir Þorgerður Katrín. „Ég undirstrika: Við eigum ekki að vera hrædd en við eigum að vera viðbúin. Við eigum að fara í undirbúning og vera tilbúin ef eitthvað sem gerist sem við sjáum bara ekki fyrir,“ segir hún. Ísland mikilvægur hlekkur í öryggiskeðju Vesturlanda Hún segir enga ástæðu til að mála skrattann á vegginn en að ábyrgð Íslands sé mikil, rétt eins og allra bandamanna okkar. „Ábyrgð okkar sem virkir þátttakendur í Atlantshafsbandalaginu og meðal EFTA-ríkjanna er að vera tilbúin. Að vera sterkur og mikilvægur hlekkur í þessari öryggiskeðju sem vestræn lýðræðisríki eru að halda í og styrkja,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra.
Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur NATO Evrópusambandið Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira